Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 8
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
LÖGREGLUMÁL Hinn 9. október
síðast liðinn kom 26 ára maður
á lögreglustöðina í Kópavogi og
lagði fram kæru á hendur Bergi
Má Ágústssyni fyrir alvarlega
líkams árás. Maðurinn, Smári
Valgeirsson, kvað Berg hafa ráð-
ist að sér á Moe‘s bar í Breiðholti,
stungið hann í lærið með hnífi og
snúið hnífnum í sárinu.
Atvikið á Moe‘s bar sýnir
að undirheimaátökunum sem
leiddu til ákæru á hendur Ann-
þóri Karlssyni og Berki Birgis-
syni í sumar er ekki lokið. Smári
og Bergur Már voru þar báðir í
aðalhlutverkum.
Smári er á meðal tíu sakborn-
inga í máli Annþórs og Barkar.
Hann viðurkenndi fyrir dómi á
mánudaginn var að hafa borið
hitann og þungann af árásinni
á Berg Má á heimili þess síðar-
nefnda við Háholt í Mosfellsbæ.
Hann kvaðst hafa verið með
plastsleggju sem notuð er til að
brjóta ís á skipum og látið högg-
in dynja á Bergi Má með henni.
Bergur hlaut opið beinbrot á
sköflungi af atlögunni.
Smári, sem er 26 ára, var drag-
haltur þegar hann kom í héraðs-
dóm að gefa skýrslu á mánudag.
Hann var spurður um málið og
sagði að heltin væri afleiðing þess
þegar Bergur stakk hann fyrir
sex vikum. Smári er bersýnilega
í góðu vinfengi við Annþór og
Börk, því að þeir féllust innilega
í faðma í Héraðsdómi á þriðjudag.
Bergur var spurður um atvikið
á Moe‘s bar fyrir dómi á þriðju-
dag þótt það komi dómsmálinu
sem þar er til umfjöllunar í raun
ekki við. Hann kannaðist við að
hafa lent í átökum við Smára en
neitaði því aðspurður að hafa
Sleggjuárás í Háholti
dregur dilk á eftir sér
Draghaltur sakborningur í stóru líkamsárásarmáli kærir fórnarlamb sitt fyrir að
hafa stungið hann í október. Viðurkennir að hafa látið sleggjuhögg dynja á mann-
inum í janúar. Líka búið að kæra hann fyrir atvik sem leiddi til sleggjuárásinnar.
HORFST Í AUGU Bergur Már Ágústsson, lengst til hægri, horfir í augu Barkar Birgissonar í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag.
Bergur heldur því fram að Börkur og Annþór Karlsson hafi skipulagt hrottafengna árás á sig en tvímenningarnir segja að óvildar-
menn þeirra í undirheimum hafi fengið Berg til að ljúga upp á þá sökum til að losna við þá af götunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ég rétt svo næ að
skeina mér sjálfur, hvernig
á ég að geta stungið
einhvern?
Bergur Már Ágústsson,
fórnarlamb sleggjuárásar
og meintur stungumaður
Aðalmeðferð í máli Annþórs og Barkar hélt áfram í gær þegar tekin var
skýrsla af tveimur vitnum; einum lögreglumanni og svo vitni sem ekki
tókst að hafa uppi á í fyrradag.
Í upphafi dags krafðist Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Annþórs,
þess að sækjandinn Karl Ingi Vilbergsson yrði úrskurðaður vanhæfur til
að fara með málið þar sem hann hefði lent í átökum við Smára í Héraðs-
dómi Reykjaness í sumar. Dómarar tóku sér hlé til að fjalla um kröfuna en
höfnuðu henni.
Þá var leikin upptaka af símtali fyrir dóminn þar sem einn af sakborn-
ingunum í málinu heyrist greina lögreglumanni frá því að hinum og
fjölskyldu hans hefði verið hótað ofbeldi ef hann breytti ekki framburði
sínum og hlífði Annþóri og Berki. Sami sakborningur hafði á mánudaginn
lýst því við skýrslutöku að Annþór og Börkur hefðu ekki komið nálægt
neinum árásanna þriggja sem þeir eru ákærðir fyrir.
Saksóknari og verjendur munu flytja mál sitt í dag.
Greindi lögreglumanni frá hótunum
stungið hann. „Ég rétt svo næ að
skeina mér sjálfur, hvernig á ég
að geta stungið einhvern?“ spurði
hann, og vísaði til þess hversu illa
farinn hann væri enn eftir árás-
ina í janúar.
Bergur Már er fósturbróðir
barnsmóður Smára og má rekja
deilur þeirra til þess. Þau tengsl
voru ástæða þess að Bergur Már
bankaði upp á hjá Smára 4. janú-
ar síðastliðinn í fylgd nokkurra
manna vopnaður sleggju og barði
sambýling Smára í höfuðið í mis-
gripum. Sambýlingurinn var Sig-
mundur Geir Helgason, kallað-
ur Simbi, sem þá var liðsmaður
Hells Angels.
Sú árás varð til þess að Sig-
mundur og Smári héldu ásamt
öðrum að heimili Bergs í Mos-
fellsbæ síðar um daginn til að
jafna metin, eins og segir frá hér
að framan. Smári hefur nú líka
lagt fram kæru á hendur Bergi
fyrir þessa kylfuárás. Það gerði
hann þó ekki fyrr en um miðjan
september.
Smári er með nokkur afbrot á
ferilskránni en Bergur er hins
vegar með um tuttugu dóma á
bakinu, meðal annars fyrir skot-
árás á hús í Hafnarfirði 2006. Þá
játaði hann nýverið innflutning á
tæplega þúsund e-töflum til lands-
ins. stigur@frettabladid.is
NISAN NOTE VISIA
Nýskr. 06/11, ekinn 46 þús. km.
bensín, beinskiptur.
Frábær kaup kr. 1.990 þús.
Rnr.200929
Mikið úrval af nýlegum, lítið eknum
bílum á góðu verði í nóvember!
Kletthálsi 11 og Breiðhöfða -110 Reykjavík
Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is
www.bilaland.is
www.facebook.com/bilaland.is
NISSAN PATHFINDER SE
Nýskr. 06/11, ekinn 49 þús km.
dísel, sjálfskiptur
Rnr. 260006
HYUNDAI Santa Fe METAN
Nýskr. 08/12, ekinn 9 þús. km.
bensín METAN, sjálfskiptur.
Frábær kaup kr. 5.690 þús.
Rnr.120078
HYUNDAI iX35 GLS
Nýskr. 08/12, ekinn 16 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
Frábær kaup kr. 4.690 þús.
Rnr.151480.
CHEVROLET LACETTI STATION
Nýskr. 01/11, ekinn 26 þús. km.
bensín, beinskiptur.
Frábær kaup kr. 1.990 þús.
Rnr.151534.
HYNDAI i30 Classic
Nýskr. 05/11, ekinn 45 þús km.
bensín, beinskiptur
Frábær kaup kr. 1.990 þús.
Rnr.190652
NISSAN MICRA VISIA
Nýskr. 06/11, ekinn 12 þús. km.
bensín, sjálfskiptur.
Frábær kaup kr. 2.190 þús.
Rnr. 280269.
Frábær kaup kr.
6.790 þús.
Gerðu frábærkaup í nóvember
Gott úrval
af 4x4 bílum
Tökum notaðan uppí notaðan! Erum í samningsstuði!