Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 72
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| SPORT | 64 FÓTBOLTI Roman Abramovich, eig- andi Chelsea, rak í gær Roberto Di Matteo úr stjórastól félagsins, aðeins sex mánuðum eftir að Ítalinn varð fyrsti stjórinn í sögu félags- ins til að stýra Chelsea til sigurs í Meistaradeildinni. Einn martraðarmánuður var nóg fyrir Di Matteo til að missa starfið en eins og sagan sýnir svart á hvítu þá sýnir Rússinn enga miskunn þegar liðið stendur sig ekki inni á fótboltavellinum. Í byrjun októ- ber var Chelsea í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 22 stig úr fyrstu átta leikjunum og hafði auk þess náði í 4 stig í fyrstu tveimur leikjunum í Meistaradeildinni. Nú fjórum vikum og átta leikjum síðar er Roman að leita sér að nýjum stjóra. Chelsea vann bara tvo af síðustu átta leikjum sínum undir stjórn Roberto Di Matteo og endaði á töpum á móti West Brom og á móti Juventus í Meistaradeildinni. Rússinn Roman Abramovich hefur verið eigandi Chelsea í rúmlega níu ár og á því tímabili hefur félagið verið með átta knattspyrnustjóra. Sá níundi mun síðan taka við starfi Roberto Di Matteo á næstunni. Di Matteo var sjötti stjórinn sem Roman hefur rekið frá árinu 2004 en auk þess samdi hann um starfs- lok við Jose Mourinho þegar allt fór upp í háaloft hjá þeim félögum í september 2007. Mourinho á það sameiginlegt með Di Matteo að hafa skilað titlum í hús en í þeim hópi er einnig Carlo Ancelotti, sem gerði Chelsea að tvöföldum meisturum á sínu fyrsta ári. Titlalaust annað tímabilið þýddi hins vegar að hann var rekinn strax eftir lokaleik tíma- bilsins. Roberto Di Matteo entist bara 262 daga í stjórastólnum á Brúnni, sem er ekki mjög langur tími, en réð samt ríkjum lengur en þeir Andre Villas-Boas (256 dagar), Avram Grant (247) og Luiz Felipe Scolari (223) í herbúðum Chelsea. Roman Abramovich er þegar búinn að greiða 37 milljónir punda í bætur til þeirra stjóra sem hann hefur rekið frá Chelsea og þá er ekki meðtalið það sem Di Matteo fær frá honum í starfslokasamningi sínum. Það er talið líklegt að þeir Peðin í stjóratafl i Abramovich Roberto Di Matteo var í gær rekinn sem stjóri Chelsea og nú er að bíða og sjá hvaða stjóri þorir að setjast í heitasta stólinn í bolta- num. Það virðist skipta Roman Abramovich engu máli þótt að hann þurfi að eyða milljörðum í starfslokasamninga. REKINN CLAUDIO RANIERI 1.350 dagar í starfi september 2000 - maí 2004 53,8% sigurhlutfall 0 titlar REKINN JOSÉ MOURINHO 1.175 dagar í starfi júní 2004 - september 2007 66,5% sigurhlutfall 6 titlar REKINN AVRAM GRANT 235 dagar í starfi september 2007 - maí 2008 66,7% sigurhlutfall 0 titlar REKINN LUIZ FELIPE SCOLARI 243 dagar í starfi júlí 2008 - febrúar 2009 55,6% sigurhlutfall 0 titlar HÆTTI GUUS HIDDINK 104 dagar í starfi febrúar 2009 - maí 2009 72,7% sigurhlutfall 1 titill REKINN CARLO ANCELOTTI 720 dagar í starfi júní 2009 - maí 2011 61,5% sigurhlutfall 3 titlar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.