Fréttablaðið - 22.11.2012, Page 72

Fréttablaðið - 22.11.2012, Page 72
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| SPORT | 64 FÓTBOLTI Roman Abramovich, eig- andi Chelsea, rak í gær Roberto Di Matteo úr stjórastól félagsins, aðeins sex mánuðum eftir að Ítalinn varð fyrsti stjórinn í sögu félags- ins til að stýra Chelsea til sigurs í Meistaradeildinni. Einn martraðarmánuður var nóg fyrir Di Matteo til að missa starfið en eins og sagan sýnir svart á hvítu þá sýnir Rússinn enga miskunn þegar liðið stendur sig ekki inni á fótboltavellinum. Í byrjun októ- ber var Chelsea í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 22 stig úr fyrstu átta leikjunum og hafði auk þess náði í 4 stig í fyrstu tveimur leikjunum í Meistaradeildinni. Nú fjórum vikum og átta leikjum síðar er Roman að leita sér að nýjum stjóra. Chelsea vann bara tvo af síðustu átta leikjum sínum undir stjórn Roberto Di Matteo og endaði á töpum á móti West Brom og á móti Juventus í Meistaradeildinni. Rússinn Roman Abramovich hefur verið eigandi Chelsea í rúmlega níu ár og á því tímabili hefur félagið verið með átta knattspyrnustjóra. Sá níundi mun síðan taka við starfi Roberto Di Matteo á næstunni. Di Matteo var sjötti stjórinn sem Roman hefur rekið frá árinu 2004 en auk þess samdi hann um starfs- lok við Jose Mourinho þegar allt fór upp í háaloft hjá þeim félögum í september 2007. Mourinho á það sameiginlegt með Di Matteo að hafa skilað titlum í hús en í þeim hópi er einnig Carlo Ancelotti, sem gerði Chelsea að tvöföldum meisturum á sínu fyrsta ári. Titlalaust annað tímabilið þýddi hins vegar að hann var rekinn strax eftir lokaleik tíma- bilsins. Roberto Di Matteo entist bara 262 daga í stjórastólnum á Brúnni, sem er ekki mjög langur tími, en réð samt ríkjum lengur en þeir Andre Villas-Boas (256 dagar), Avram Grant (247) og Luiz Felipe Scolari (223) í herbúðum Chelsea. Roman Abramovich er þegar búinn að greiða 37 milljónir punda í bætur til þeirra stjóra sem hann hefur rekið frá Chelsea og þá er ekki meðtalið það sem Di Matteo fær frá honum í starfslokasamningi sínum. Það er talið líklegt að þeir Peðin í stjóratafl i Abramovich Roberto Di Matteo var í gær rekinn sem stjóri Chelsea og nú er að bíða og sjá hvaða stjóri þorir að setjast í heitasta stólinn í bolta- num. Það virðist skipta Roman Abramovich engu máli þótt að hann þurfi að eyða milljörðum í starfslokasamninga. REKINN CLAUDIO RANIERI 1.350 dagar í starfi september 2000 - maí 2004 53,8% sigurhlutfall 0 titlar REKINN JOSÉ MOURINHO 1.175 dagar í starfi júní 2004 - september 2007 66,5% sigurhlutfall 6 titlar REKINN AVRAM GRANT 235 dagar í starfi september 2007 - maí 2008 66,7% sigurhlutfall 0 titlar REKINN LUIZ FELIPE SCOLARI 243 dagar í starfi júlí 2008 - febrúar 2009 55,6% sigurhlutfall 0 titlar HÆTTI GUUS HIDDINK 104 dagar í starfi febrúar 2009 - maí 2009 72,7% sigurhlutfall 1 titill REKINN CARLO ANCELOTTI 720 dagar í starfi júní 2009 - maí 2011 61,5% sigurhlutfall 3 titlar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.