Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 78
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING | 70 Björk Guðmundsdóttir ætlar að laga Biophilia- verkefnið sitt að stýrikerfinu Android og reyna að setja það í loftið á næsta ári. Þetta þýðir að Biophilia- öppin verða fáanleg fyrir alla snjallsíma, ekki bara fyrir iPhone og iPad. Hugsanlega verður safnað fyrir verkefninu í gegn- um söfnunarsíðuna Kickstarter.com þar sem almenn- ingur getur látið fé af hendi rakna til verkefnisins. „Þetta kostar svo rosalega mikið. Við vildum gera þetta strax í byrjun en gátum það ekki vegna þess að þetta var svo dýrt. Við hefðum þurft átta forritara í sex mánuði til að gera þetta,“ segir Björk og bætir við að Biophilia hafi aldrei verið hugsað eingöngu fyrir ríka krakka. Hún er mjög ánægð með viðbrögðin sem hún hefur fengið við öppunum sem hún bjó til í kringum lögin á plötunni og námskeiðunum sem hafa fylgt í kjölfarið. „Við erum búin að fá viðbrögð frá fátækum hverfum í Afríku og Asíu þar sem enginn er með iPhone. Þetta er draumurinn, að allir geti notað þessi öpp, og þetta gæti gerst á næsta ári,“ segir hún. - fb Biophilia fyrir alla snjallsíma Björk undirbýr Android-væðingu Biophiliu. Safnað fyrir verkefninu á Kickstarter. BJÖRK Björk Guðmundsdóttir heldur ótrauð áfram með Biophilia-verkefnið sitt. „Ég fæddist nú bara svona, þetta er svokallaður fæðingargalli,“ segir leikkonan Ólöf Hugrún Valdimars- dóttir, sem auglýsir eftir spegil- mynd sinni samskiptavefnum Facebook. Ástæðan er sú að Ólöf fæddist með misstóra fætur. Hægri fótur- inn er í stærð 38 en sá vinstri er ívið stærri eða í stærð 40. Því leit- ar Ólöf logandi ljósi að einhverj- um sem glímir við sama vanda- mál, nema á hinn veginn, og væri tilbúinn að deila með henni skó- kaupum. „Eitt af því leiðinlegasta sem ég geri er að kaupa mér skó. Ég þarf alltaf að kaupa tvö pör og það er því dýrt dæmi fyrir mig,“ segir Ólöf og bætir við að hún þefi uppi ódýrar skóverslanir í útlöndum. „Skó skápurinn minn er stútfullur af ónotuðum pörum í sitthvorri stærð- inni. Ég er ein af þeim sem eiga erfitt með að henda skóm. Þegar ég flutti heim frá Bandaríkjunum fór ég samt með aukaskóna í Rauða krossinn en var með samviskubit eftir á því þeir voru náttúru lega allir í sitthvorri stærðinni og ólík- legt að nokkur hafi not fyrir þá.“ Ólöf fær styrk frá Trygginga- stofnun til skókaupa og nýtir sér þann styrk. Hún vill hins vegar gjarnan koma skónum sem nýtast henni ekki í notkun, enda grábölv- að að hafa fullan skáp af ónotuðum skóm. „Svo væri auðvitað frábært ef sá hinn sami myndi vilja koma með mér og kaupa skó, tvö fatlafól saman í skóbúð. Það væri snilld,“ segir Ólöf, sem forðast að kaupa sér dýra skó. „Nei, en ég vildi það gjarnan. Ég horfi yfirleitt bara á þessi dýru pör, andvarpa og geng í burtu.“ Munurinn er ekki sjáanlegur nema þegar Ólöf er berfætt, en flestum sem frétta af vandmálinu þykir þetta stórmerkilegt og krefj- ast þess að sjá á henni fæturna. Ólöf viðurkennir að hún hafi einu sinni tekið einn skó af hvorri stærð er hún keypti skópar í Hag- kaup á sínum yngri árum. „Fyrir- gefðu Hagkaup. Þetta var hræði- legt og mér leið ekki vel með þetta. En neyðin kennir naktri konu að spinna.“ Eftir að Ólöf hóf leitina að spegil- mynd sinni á Facebook hafa fjöl- margir haft samband við hana og bent henni á ýmsar lausnir. Til að mynda var henni vísað á skóbúð á netinu sem selur staka skó, nokkuð sem Ólöf ætlar að kanna nánar. „Ég vil finna lausn á þessu máli og hvet fólk til að vera óhrætt við að hafa samband við mig í gegnum Face- book.“ alfrun@frettabladid.is Leitar að spegilmynd Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir er með misstóra fætur. Sá hægri er í skóstærð 38 en sá vinstri er númer 40. Til að auðvelda sér skókaupin hefur Ólöf Hugrún hafi ð leit á veraldarvefnum að því sem hún kallar „manneskjuna á móti sér“. MUNUR Flestum sem frétta af vandamáli Ólafar þykir það stórmerkilegt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Það vill svo skemmtilega til að ég er með tvær góðar á náttborðinu akkúrat núna. Önnur er Vísdómsrit Baggalúts og hin er Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn eftir Ransom Riggs.“ Theodóra Mjöll Skúladóttir, hárgreiðslukona og höfundur bókarinnar Hárið. „Það var tökulið hérna í þrjár vikur í sumar. Ég eyddi með þeim hálf- um degi þar sem við spjölluðu um alls konar hluti tengda Íslandi. Þar að auki mættu þeir á leiksýninguna mína How to Become Icelandic in 60 Minutes og tóku hana alla upp. Hvort þeir noti svo eitthvað af því efni veit ég ekkert um,“ segir leikar- inn Bjarni Haukur Þórsson um heimsókn Travel Channel hingað til lands í sumar. Tilefni heimsóknarinnar var upp- taka á Íslandsþætti Bobs Kelly í þáttaröðinni The Ethical Hedonist. Um er að ræða klukkutíma lang- an þátt sem er alfarið tileinkaður Íslandi og verður sýndur á Travel Channel þann 1. desember næst- komandi klukkan 18.00. Alls sam- anstendur þáttaröðin af fjórum þátt- um, en í hinum þremur heimsækir Bob Srí Lanka, Malaví og Portúgal. Íslendingar ættu margir hverjir að geta horft á þáttinn því Travel Channel er að finna bæði í fjölvarps- pakka Stöðvar 2 og Skjáheims. Svo virðist sem Travel Channel sé með hálfgert Íslandsþema í gangi um þessar mundir og til að mynda eru þættirnir Cruising The Ice- landic Fjords og Around Ice- land On Inspiration báðir sýnd- ir sama dag og Íslands þáttur Bobs Kelly. Í þeim fyrrnefnda heimsækir Saga Sapp- hire landið og kíkir á næturlífið í Reykjavík eitt laugardagskvöld, en hinn er hluti af þrettán þátta röð þar sem Riaan Manser og Dan Skinstad ferðast um landið. - trs Ísland í tísku á Travel Channel Einn klukkutíma þáttur auk annars vikulegs á ferðasjónvarpsstöðinni vinsælu. BJARNI HAUKUR ÞÓRSSON BÓKIN B etty B a rc lay | Hendr ik k a Waage | Tr iwa | Syster P Plomo o Plata | Feldur | Mi l lefior i Mi la no | Ögon Opið má n - fös 1 1 -18 lau 1 2 -16 Höfðatorg i | S 57 7-5 570 | Er um á facebook T I LVA L I N J Ó L AG J Ö F F Y R I R D Ö M U R O G H E R R A .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.