Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 22
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 22 Til stendur að auka hlutafé í MP banka um tvo milljarða króna, eða um 26 prósent. Tillaga þess efnis verður lögð fram á hluthafafundi á mánudag. Núverandi hluthafar bankans ætla flestir að taka þátt í aukningunni en auk þess hafa nýir fjárfestar lýst yfir áhuga á að bætast í hópinn. Skúli Mogen- sen, stærsti einstaki eigandi MP banka, ætlar að kaupa nýtt hlutafé og halda sömu hlutfallseign í bankanum, en hann á 17,3 pró- senta hlut. Ekki liggur fyrir hvort erlendir aðilar, Tavistock Group og Rowland-fjölskyldan, muni taka þátt í aukningunni en það er heldur ekki útilokað. Í apríl í fyrra var tilkynnt um nýir eigendur hefðu keypt starfsemi MP banka á Íslandi og í Litháen. Um var að ræða meira en 40 inn- lenda og erlenda fjárfesta sem lögðu MP banka til 5,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Fyrir hópnum fór fjárfestirinn Skúli Mogensen sem lagði tæpan milljarð króna til og fékk í staðinn 27,3 prósenta hlut í bankanum. Auk hans voru stærstu aðilarnir í hópnum Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Tavistock Group (fjárfestingarfélag sem stofnað var af Bretanum Joseph Lewis), félag í eigu Rowland-fjölskyldunnar, Tryggingamiðstöðin og Klakki, áður Exista. Nú þarf hins vegar nýtt hlutafé ef bankinn á að vaxa meira og því hefur verið boðaður hluthafafundur á mánudag til að leggja tillögu um tveggja milljarða króna hlutafjár- aukningu. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, segir að fái tillagan brautargengi muni verða ráðist í aukninguna seinna í vetur. „Rekstur bankans hefur gengið samkvæmt áætlun og jafnvel gott betur. Þegar farið var af stað í apríl í fyrra, og 5,5 milljarðar króna af hlutafé settir inn í bankann, var verið að auka útlánagetu hans í 24 milljarða króna. Við höfum nú náð því marki. Því stöndum við frammi fyrir tveimur kostum: að halda stöðunni eins og hún er í dag eða auka eiginfjárgrunninn og halda áfram að vaxa. Við erum að velja síðari kostinn sem við teljum bæði hagkvæman og arðbæran.“ Sigurður Atli segir núverandi hluthafa hafa lýst yfir vilja til að taka þátt í aukningunni en von sé á því að einhverjir nýir fjárfestar bætist líka í hópinn. „Við höfum kannað áhuga á þátttöku mjög lítil lega og fyrst og fremst hjá innlendum aðilum. Fyrir utan að gefa okkur áframhaldandi vaxta- möguleika er hlutafjáraukning- in líka mikilvæg vegna þess að við stefnum á skráningu á mark- að 2014. Þá er æskilegt að breikka hluthafahópinn.“ Skúli Mogensen staðfesti í sam- tali við Fréttablaðið í gær að hann ætlaði sér að taka þátt í hlutafjár- aukningunni og halda þeim eign- arhluta sem hann á nú þegar. Það þýðir að Skúli þurfi að leggja bank- anum til tæplega 350 milljónir króna til viðbótar. thordur@frettabladid.is ➜ Eigendur MP banka Núverandi eigendur MP banka Eignarhlutur Títan B ehf. (Eigandi: Skúli Mogensen) 17,30% Lífeyrissjóður verzlunarmanna 9,72% Manastur Holding. (Eigandi: Tavistock Group) 9,54% Linley Limited. (Eigandi: Rowland fjölskyldan) 9,54% Mizar ehf. (Eigandi: Guðmundur Jónsson) 9,00% TM hf. (Eigandi: Stoðir og hópur annarra fjárfesta) 5,40% Drómi hf. (Eigandi: slitastjórn SPRON) 4,59% Klakki ehf. (Eigendur: M.a. Kaupþing, Arion og erlendir vogunarsjóðir) 4,50% MP Canada Iceland Ventures Inc. (Eigandi: Robert Raich) 3,60% ET Sjón ehf. (Eigandi: Eiríkur Ingvar Þorgeirsson) 2,70% Arkur ehf. (Eigandi: Steinunn Jónsdóttir ) 2,70% Alkor ehf. (Eigandi: Berglind Jónsdóttir) 2,25% Stekkur fjárfestingafélag. (Eigandi: Kristinn Aðalsteinsson) 1,80% P 126 ehf. (Eigandi: Einar Sveinsson) 1,80% Sigla ehf. (Eigendur: Tómas Kristjánsson, Finnur Reyr Stefánsson og Þorgils Óttar Mathiesen) 0,99% Aðrir 14,56% MP banki ætlar að auka hlutafé um tvo milljarða Tillaga um að auka hlutafé í MP banka um rúman fjórðung verður lögð fram á mánudag. Skúli Mogensen leggur fram 350 milljónir og heldur hlutfallslegum eignarhlut sínum. Stefnt á skráningu á markað 2014. Sá hlutur í Landsbankanum sem á að fara í að mynda stofn að kaup- aukakerfi bankans var um 1,6 prósent af hlutafé bankans í lok september. Miðað við innra virði bankans er virði hlutarins tæplega 3,5 milljarðar króna. Þetta má lesa af níu mánaða uppgjöri Landsbanka Íslands sem birtist í síðustu viku. Þegar gert var upp á milli gamla og nýja Landsbankans var ákveð- ið að íslenska ríkið eignaðist 81,33 prósenta hlut í nýja bankanum en þrotabúið héldi restinni. Samhliða var gefið út skilyrt skuldabréf. Virði þess getur mest orðið 92 milljarðar króna, og ákvarðast af frammistöðu ákveðinna eigna sem færðar voru inn í nýja bankann. Virði eignanna er sífellt endurmetið og ef það nær 92 milljörðum króna fyrir næstu áramót á þrotabú Landsbankans að skila sínum 18,67 prósenta eignar- hlut þegar bréfið verður gert upp í mars 2013. Tvö prósent af hlutnum eiga þá að renna til að mynda stofn að kaupaukakerfi starfsmanna en restin til íslenska ríkisins. Skilyrta skulda- bréfið er metið á 74,2 milljarða króna í níu mán- a ð a uppg j ör i Landsbankans, eða um 80 prósent af hámarksvirði þess. Það hefur hækkað um 13,4 milljarða króna á árinu. Samkvæmt því er hlutur starfsmanna bankans nú 1,6 pró- sent og virði hans um 3,5 millj- arðar króna. Hluturinn gæti orðið 4,3 milljarðar króna virði ef skil- yrta skuldabréfið yrði gert upp að fullu. Landsbankinn hagnaðist um 13,5 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Frá því geng- ið var frá kaupum Landsbankans á eignum þrotabús gamla Lands- bankans hefur bankinn gjaldfært um 23 milljarða króna vegna verð- rýrnunar lánasafnsins. Þar af um 17,8 milljarða vegna lánasafns ein- staklinga og um 3,1 milljarða króna vegna lánasafns fyrirtækja. Virðis- rýrnunina má að mestu rekja til ólögmætis gengislána. - þsj Hluti í Landsbankanum á að renna í að mynda stofn nýs kaupaukakerfis starfsmanna: Starfsmenn hafa þegar tryggt sér 1,6 prósenta hlut STJÓRN Tilkynnt var að nýir eigendur, undir forystu Skúla Mogensen, hefðu tekið við MP banka í apríl í fyrra. Þorsteinn Pálsson var við það tilefni kynntur sem stjórnar- formaður bankans. Hann gegnir enn því starfi í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Níu mánaða uppgjör bankans verður kynnt í næstu viku. Alls námu eignir bankans 71,8 milljörðum króna um mitt þetta ár og höfðu aukist um 43 prósent á milli ára. Helsta ástæðan fyrir vexti bankans er að finna í útlánaaukningu, en þau jukust úr 7,6 milljörðum króna í 20,7 milljarða króna á einu ári. Bæði þóknana- og vaxtatekjur MP banka hafa vaxið mikið milli ára. Þóknanatekjur bankans voru 72 milljónir króna um mitt síðasta ár en 623 milljónir króna lok júní 2012. Vaxtatekjur bankans jukust úr því að vera neikvæðar um 45 milljónir króna í að vera jákvæðar um 851 milljón króna á sama tímabili. Afskriftir bankans af útlánum voru umfram rekstraráætlanir, eða 254 milljónir króna. Níu mánaða uppgjör kynnt í næstu viku Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðs- ins ákvað í gær að gera breyt- ingar á lánareglum sjóðsins sem fela í sér að hámarkslán til sjóðs- félaga hans verður framvegis 40 milljónir króna. Áður var ekki skilgreint hámark á sjóðsfélaga- lánum. Auk þess var ákveð- ið að setja sér- stakar reglur um meðferð lánaumsókna þegar aðilar sem tengjast sjóðnum eiga í hlut. Tilefni þess- ara breytinga er umfjöllun DV um 100 milljóna króna lán sjóðsins til Sævars Jónssonar og Helgu Daníels dóttur, eiganda skartgripaverslunar- innar Leonard, með veði í fast- eign þeirra. Bróðir Sævars er skrifstofustjóri hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum. Í tilkynningu frá Kristjáni Erni Sigurðarsyni, framkvæmdastjóra sjóðsins, sem birtist á vef sjóðsins í gær er haft eftir honum að „viðkomandi starfsmaður hafði engin afskipti af afgreiðslu þessa máls á sínum tíma. Þá upplýsti ég einnig að umræddir lántakendur voru sjóðs- félagar þegar lánið var veitt“. - þsj Sameinaði lífeyrissjóðurinn: 40 milljóna hámarkslán SÆVAR JÓNSSON KAUPAUKAKERFI útfærsla kaupauka- kerfisins sem eignarhluturinn á að mynda stofn að liggur ekki fyrir. Steinþór Pálsson er bankastjóri Landsbankans. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Vísitala leiguverðs á höfuð- borgar svæðinu lækkaði um 0,3% í október. Samanlagt hefur leigu- verð hækkað um 18,4% frá upp- hafi síðasta árs en heldur hefur hægst á þeirri þróun síðustu vik- urnar. Þjóðskrá Íslands hefur tekið vísitölu leiguverðs á höfuðborgar- svæðinu saman síðan í byrjun árs 2011. Á því ári hækkaði leiguverð um alls 11% en á þessu ári hefur það hækkað um 6,7%. Megnið af þeirri hækkun varð í vor og sumar en í haust hefur leiguverð þvert á móti lækkað lítillega. - mþl Hægst á hækkun leiguverðs: Vísitala leigu- verðs lækkaði Áframhaldandi óvissa um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að bregðast við vanda Íbúðalánasjóðs gæti skaðað sjóðinn. Þetta sagði Sigurð- ur Erlingsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vinnuhópur á vegum fjármála- ráðuneytisins hefur haft málefni Íbúðalánasjóðs til skoðunar. Hóp- urinn átti að skila af sér tillögum um síðustu mánaðamót en það hefur dregist. Ljóst er að Íbúðalánasjóður þarf tólf til fjórtán milljarða úr ríkis- sjóði til að ná lögbundnu eiginfjár- hlutfalli en sjóðurinn hefur ekki uppfyllt það síðan 2008. - mþl Starf vinnuhóps dregist: Óvissa skaðar Íbúðalánasjóð Rekstur bankans hefur gengið samkvæmt áætlun og jafnvel gott betur. Sigurður Atli Jónsson forstjóri MP banka 119 milljónir króna er hagnaður MP banka á fyrstu sex mánuðum þessa árs. 0,3% er hækkun eignarhlutar starfsmanna á árinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.