Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 16
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | ➜ Reykjavík Brynjar Níelsson 3. sæti Elí Úlfarsson 6. sæti Elínbjörg Magnúsdóttir Guðjón Sigurbjartsson 5. sæti Guðlaugur Þór Þórðarson 2. sæti Gunnar Kristinn Þórðarson 3. til 5. sæti Hafsteinn Númason 6. til 8. sæti Hanna Birna Kristjánsdóttir 1. sæti Illugi Gunnarsson 1. sæti Ingibjörg Óðinsdóttir 4. til 5. sæti Jakob F. Ásgeirsson 5. sæti Pétur H. Blöndal 2. sæti Sigríður Á. Andersen 3. til 4. sæti Sigurður Sigurðarson 6. sæti Teitur Björn Einarsson 5. sæti Þórhalla Arnardóttir 5. til 6. sæti Áslaug María Friðriksdóttir 4. sæti Birgir Ármannsson 2. sæti Birgir Örn Steingrímsson ➜ Norðvestur kjördæmi Bergþór Ólason Einar Kristinn Guðfinnsson Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir Guðmundur Kjartansson Haraldur Benediktsson Sigurður Örn Ágústsson Reykjavík Suðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi ➜ Reykjavík Steinunn Þóra Árnadóttir 3. sæti Svandís Svavarsdóttir 1. sæti Andrés Ingi Jónsson 3. sæti Andri Sævar Sigríksson 3. sæti Álfheiður Ingadóttir 2. sæti Árni Þór Sigurðsson 2. sæti Björn Björgvinsson Björn Valur Gíslason 1. til 2. sæti Gísli Garðarson 3. sæti Ingimar Karl Helgason 3. sæti Katrín Jakobsdóttir 1. sæti Kristinn Schram 3. sæti ➜ Suðvestur kjördæmi Margrét Pétursdóttir 2. sæti Ólafur Þór Gunnarsson 1. sæti Rósa Björk Brynjólfsdóttir 2. sæti Ögmundur Jónasson 1. sæti Daníel Haukur Arnarson 3. til 5. sæti Línur verða æ skýrari fyrir alþingis kosningarnar í vor og um helgina ræðst hvernig skipað verður á lista Sjálfstæðisflokks- ins í þremur kjördæmum; báðum Reykjavíkurkjördæmunum og Norðvesturkjördæmi. Þá kjósa félagar í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði um frambjóðendur í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi. Sé litið til skoðanakannana má áætla sem svo að fækka muni í þingliði Vinstri grænna, en fjölga hjá Sjálfstæðisflokknum. Slagurinn um efstu sætin hjá báðum flokkum verður því nokkuð spennandi. Nýskráningar mikilvægar Þátttaka í prófkjörum hefur ekki verið mikil í þessari lotu, þetta á milli 30 til 40 prósent. Við slík- ar aðstæður skipta nýskráningar miklu máli. Um 900 skráðir félagar voru í Vinstri grænum í Kraganum áður en ákveðið var að halda forval. Þegar kjörskrá var lokað höfðu 300 bæst við. Svo það sé sett í sam- hengi þá kusu 738 í forvalinu fyrir fjórum árum síðan. Gera má ráð fyrir því að nýir félagar mæti mun fremur á kjörstað, þeir eru að skrá sig í flokkana til að taka þátt í for- valinu. Nýskráningar geta því skipt sköpum varðandi úrslitin. Guðfríður Lilja Grétars dóttir, sem skipaði efsta sæti listans síð- ast, gefur ekki kost á sér á ný. Ögmundur Jónasson, sem færði sig úr Reykjavík og skipaði 2. sætið síðast, sækist nú eftir 1. sætinu. Ögmundur er þungavigtarmaður í flokknum og ráðherra og fyrir fram hefði átt að vera auðvelt að bóka sigur hans. Ólafur Þór Gunnarsson, bæjar- fulltrúi í Kópavogi og vara- þingmaður, sækist einnig eftir fyrsta sætinu. Hann þykir hafa verið duglegur að rækta tengsl á kjörtímabilinu, en heimildar- mönnum Fréttablaðsins ber saman um að Ögmundur hafi ekki sinnt kjördæminu nægjanlega vel. Hvort það dugir Ólafi til að skjóta Ögmundi ref fyrir rass skal ósagt látið. Ögmundur þykir hafa skorað prik hjá flokksmönnum með málflutningi sínum um framferði Ísraelsmanna í Palestínu og ekki sakar að Björn Bjarnason hefur snuprað hann fyrir. Flokkurinn fékk tvo þingmenn í síðustu kosningum en trauðla á hann fleiri en einn öruggan þingmann nú. Hvað verður um uppbótar sæti er erfitt að spá um. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Mar- grét Pétursdóttir sækjast eftir öðru sætinu. Líklegt verður að teljast að sá þeirra Ögmundar og Ólafs sem ekki nær fyrsta sætinu endi í þriðja sæti listans. Formaður framtíðarinnar? Baráttan um efstu sætin á listum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er hörð. Illugi Gunnarsson skipaði efsta sætið í Norðurkjördæminu síðast og sækist áfram eftir efsta sæti. Geir H. Haarde, sem skipaði efsta sætið í Reykjavík suður, er hins vegar horfinn á braut. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi hefur komið sterk inn í slaginn og sækist eftir fyrsta sætinu. Hún hefur verið áberandi í prófkjörinu, en nokkur deyfð hefur reyndar verið yfir slagnum. Guðlaugur Þór Þórðarson og Birgir Ármannsson sækjast eftir öðru sætinu. Það gæti nýst þeim til að komast upp yfir það þeirra Illuga og Hönnu Birnu sem ekki hreppir fyrsta sætið. Staða Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, þykir hafa veikst eftir prófkjörið í Kragan- um. Margir horfa til Hönnu Birnu sem framtíðarleiðtoga, en hún tapaði fyrir Bjarna á landsfundi í fyrra. Þá hefur Illugi einnig verið nefndur til sögunnar, en hann er einn af nánustu samstarfsmönnum Bjarna. Margir eru um hituna í önnur sæti listans og útlit fyrir spenn- andi prófkjör. Forystuskipti? Lengi vel leit út fyrir litla spennu í forvali Vinstri grænna í Reykja- vík, en ákvörðun Björns Vals Gísla- sonar um að færa sig suður hefur hleypt fjöri í leikinn. Tilkoma hans þýðir að fimm þingmenn sækj- ast eftir efstu tveimur sætunum í hvoru kjördæminu fyrir sig. Katrín Jakobsdóttir, vara- formaður flokksins, þykir sitja á sárs höfði og vera örugg með góða kosningu. Heimildir Fréttablaðsins herma að í hennar herbúðum sé til- komu Björns Vals tekið nokkuð vel. Stuðningsmenn Svandísar Svavars dóttur umhverfisráðherra eru hins vegar meira uggandi yfir komu hans. Ef framboð Björns Vals heggur skarð í hennar fylgi, en Katrín fær góða kosningu, stimpl- ar Katrín sig inn sem framtíðar- leiðtogi flokksins og þyngra verð- ur undir fæti fyrir Svandísi hvað það varðar. Þá má velta því fyrir sér hvort góð útkoma Björns Vals gæti gert hann að varaformannskandídat þegar Steingrímur stígur til hliðar, en varla er flutningur hans suður án samþykkis formannsins. Árni Þór Sigurðsson og Álf heiður Ingadóttir sækjast bæði eftir öðru sæti á listunum tveimur. Vinstri græn eiga fjóra þing- menn í Reykjavík. Úrslit kosninga gætu vel orðið þau að hann fái einn kjördæma kjörinn mann í hvoru kjördæmi og varhugavert er að treysta á uppbótarmenn í hvoru kjördæmi fyrir sig, hvað þá báðum. Tvöfalt kjördæmisráð Ásbjörn Óttarsson, sem skipaði efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Norðvesturkjördæmi síðast, gefur ekki kost á sér. Einar K. Guðfinnsson hefur lýst yfir áhuga á að leiða listann. Flokkurinn mun beita svo- kallaðri röðun við val á lista. Það þýðir að fundur tvöfalds kjördæmisráðs kýs fyrst um efsta sæti listans. Þá er óskað eftir framboðum í annað sæti og þeir sem ekki hlutu kosn- ingu í fyrsta sætið geta gefið kost á sér í það. Þannig geng- ur það niður listann. Margir berjast um öruggu sætin Sjálfstæðismenn í Reykjavík velja framboðslista sinn í prófkjöri um helgina. Þá velur kjördæmisráð á lista í Norðvesturkjördæmi. Kannanir sýna að þingmönnum VG fækkar og hart er barist um líkleg þingsæti í Reykjavík og Kraganum. ➜ Gera má ráð fyrir því að nýir félagar mæti mun fremur á kjörstað, þeir eru að skrá sig í flokkana til að taka þátt í for- valinu. Nýskráningar geta því skipt sköpum varðandi úrslitin. ÞINGFLOKKURINN Sex þingmenn VG sækjast eftir endurnýjuðu umboði um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VALIÐ Á LISTA TIL ALÞINGIS LÍNUR SKÝRST Flestöllum forvölum flokkanna á lista verður lokið eftir helgina. ASKÝRING | 16 FLOKKSMENN KJÓSA SÍNA FULLTRÚA Allt frá fjöru til fjalla lÍs en kus Faxafeni 8 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727 // www.alparnir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.