Fréttablaðið - 22.11.2012, Page 68

Fréttablaðið - 22.11.2012, Page 68
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR | SPORT | 60 HANDBOLTI Eins dauði er annars brauð og það sannaðist í gær þegar Ólafur Gústafsson samdi við þýska stórliðið Flensburg. Ólafur fær óvænt tækifæri til þess að sanna sig hjá liðinu út þessa leiktíð og var hann keyptur frá FH. Arnór Atlason er með slitna hásin og þýski landsliðsmaðurinn Lars Kaufmann verður frá líklega næstu sex vikur vegna meiðsla og því þurfti Flensburg sárlega að bæta við sig rétthentri skyttu. Það eru fáir leikmenn á lausu á þessum tíma og því leituðu forráða- menn Flensburg til Íslands og gengu hratt frá kaupum á Ólafi, sem hefur ekki áður spilað sem atvinnumaður. „Ef ég stend mig, sem ég stefni á að gera, þá er aldrei að vita nema mér verði boðið meira. Ég verð ekki ríkur af þessum samningi enda byrjunarsamningur. Ég lít líka á þetta fyrst og fremst sem frábært tækifæri fyrir mig til þess að sanna mig,“ segir Ólafur en hefði hann spilað frítt til þess að fá þetta tækifæri? „Ég hefði alveg tekið það í mál. Þetta er tækifæri sem gefst bara einu sinni í lífinu.“ Flensburg hafði samband á mánu- dag og spurði hvort Ólafur hefði áhuga á að koma. „Eftir það gerð- ust hlutirnir mjög hratt. Félögin náðu saman á þriðjudag og ég skrifaði svo undir í dag [í gær]. Ég er svo farinn út til þess að vera úti. Ég varð að bregðast hratt við fyrir- spurninni og það var auðvelt.“ Ólafur segist hafa hafnað tilboð- um frá þýskum liðum í neðri hlutan- um í vetur þar sem hann vildi ekki yfirgefa FH á nýju tímabili. Þessu tækifæri var aftur á móti ekki hægt að sleppa. „Ég hef ekkert rætt við Arnór en er búinn að tala við Vranj- es þjálfara. Ég hef fylgst vel með þýska boltanum og Flensburg. Ég verð að aðlagast hratt. Þetta er atvinnumennskan, leikir á þriggja daga fresti og mikið álag. Ég verð að fara vel með mig.“ Ólafur verður ekki orðinn lög- legur fyrr en eftir viku og næsta fimmtudag á Flensburg leik gegn Neuhausen. Þar fær Ólafur væntan- lega strax að spila enda þörf á hans kröftum strax. Skyttan stóra og stæðilega hefur alltaf stefnt á atvinnumennsku og fær nú að uppfylla drauminn. „Fyrst ég fór ekki út í sumar þá var stefnan að komast út næsta sumar. Það voru B-deildarlið að skoða mig þá og ég sé ekki eftir að hafa hafn- að þeim núna. Nú verð ég að grípa tækifærið og standa mig.“ henry@frettabladid.is HEFÐI SKOÐAÐ AÐ SPILA FRÍTT KOMINN Á STÓRA SVIÐIÐ Ólafur færi einstakt tækifæri til þess að sanna sig með einu besta liði Þýskalands. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KARATE Aðalheiður Rósa Harðardóttir náði glæsilegum árangri á HM í karate sem nú stendur yfir í París í Frakklandi. Aðalheiður Rósa varð í 9.-16. sæti í kata kvenna en alls var 51 keppandi skráður til leiks. Kata er sú keppnisgrein í karate þar sem keppendur skiptast á að sýna æfingar á gólfi. Fimm dómarar dæma æfingarnar og gefa öðrum keppandanum sitt atkvæði. Aðalheiður Rósa vann fyrstu tvær keppnir sínar 4-1 og 5-0 en tapaði svo naumlega, 3-2, fyrir kepp- anda frá Síle í 16 manna úrslitum. „Ég bjóst engan veginn við því að ná svona langt. Hingað til hef ég aldrei komst upp úr fyrstu umferð á stórmótum eins og þessum,“ sagði hún við Fréttablaðið í gær. „Ég er því í skýjunum yfir þessum árangri.“ Aðalheiður Rósa verður tvítug í næsta mán- uði og á því langan feril fram undan, kjósi hún að leggja áfram stund á íþróttina. „Yfirleitt er verið að toppa á milli 25 og 28 ára aldurs og því leit ég á þetta mót sem tækifæri fyrir mig til að öðlast reynslu,“ segir hún. Ísland á nú í fyrsta sinn keppnissveit í hóp- kata á HM en auk Aðalheiðar Rósu eru Krist- ín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteins- dóttir í sveit Íslands. Þess má geta að þær urðu Norðurlandameistarar í hópkata í apríl síðast- liðnum. Þær hefja keppni í dag. „Við erum búnar að æfa stíft síðan í sumar og teljum að við séum tilbúnar í slaginn. Við munum þó mæta erfiðum and- stæðingi í fyrstu umferð en ef við hitt- um á góðan dag er allt mögulegt.“ - esá Bjóst ekki við að ná svona langt Aðalheiður Rósa Harðardóttir varð í 9.-16. sæti í kata á HM í karate. Landsliðsmaðurinn Ólafur Gústafsson er búinn að semja við Flensburg til eins árs og spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir liðið eft ir viku. „Þetta er tækifæri sem gefst bara einu sinni í lífi nu,“ segir Ólafur spenntur. AÐALHEIÐUR RÓSA Náði frábærum árangri á HM í karate í gær. Titlar Flensburg 2004 Þýskalandsmeistari 2001, 2012 Evrópumeistari bikarhafa 2003, 2004, 2005 Bikarmeistari 1997 EHF-meistari 2004, 2007 Úrslit í Meistaradeild Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gói Baunagrasið og Bráðskemmtileg og fyndin leiksýning fyrir alla fjölskylduna Fréttatíminn Morgunblaðið VEGNA MIKILLAR AÐSÓKNAR! AUKASÝNING SÍÐASTA SÝNING Sun 25/11 kl. 13:00 HANDBOLTI Arnór Atlason gekkst í gær undir aðgerð þar sem gert var að hásininni sem slitnaði í leik með þýska liðinu Flensburg um helgina. Aðgerðin gekk vel að sögn læknisins Thorstens Lange. „Við saumuðum hásinina. Það gekk allt vel og við erum sannfærðir um að Arnór geti hafið endurhæfinguna sína innan skamms,“ sagði hann en Arnór mun dvelja á sjúkrahúsinu í nokkra daga til viðbótar. „Það er hins vegar of snemmt að meta hvenær hann geti spilað á ný.“ - esá Aðgerð Arnórs heppnaðist vel SPORT KÖRFUBOLTI Körfuknattleiksdeild KR sagði í gær upp samningi Bandaríkja- mannsins Daneros Thomas þar sem hann þótti ekki standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans. Thomas spilaði alls sjö deildarleiki með KR í haust og skoraði í þeim ellefu stig og tók rúm fjögur stig að meðaltali. Fram kemur á heimasíðu KR að félagið muni því tefla fram aðeins einum erlendum leikmanni í næsta leik og treysta á þann hóp íslenskra leikmanna sem skipa liðið. - esá KR-ingar rift u samningi Thomas FÓTBOLTI Spánverjinn Rafael Benitez var í gærkvöldi ráðinn knattspyrnustjóri Chelsea til loka tímabilsins. Félagið tilkynnti að um bráðabirgðaráðstöfun væri að ræða og má því leiða líkur að því að Chelsea ráði nýjan stjóra í sumar. Pep Guardiola, fyrrverandi stjóri Barcelona, hefur helst verið orðaður við starfið. Benitez var síðast stjóri Inter á Ítalíu en þjálfaði þar áður Liverpool frá 2004 til 2010. Hann verður níundi þjálfari Chelsea í tíð Romans Abramovich en nánar er um fjallað um það á blaðsíðum 64 og 65. - esá Benitez ráðinn stjóri Chelsea FÓTBOLTI Annað árið í röð mistókst Manchester City að komast upp úr riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, en liðið gerði í gær 1-1 jafntefli við Real Madrid á heimavelli. Dortmund vann 4-1 sigur á Ajax í sama riðli. Dortmund fer áfram sem sigur- vegari riðilsins en Real Madrid hafnar í öðru sæti. PSG, Porto, Schalke, Arsenal, Malaga og AC Milan tryggðu öll sæti sín í 16 liða úrslitunum í gær. Það er því ráðið hvaða lið komast áfram úr riðlum A, B, C og D. - esá City úr leik í Meistaradeildinni

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.