Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 60
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING LÍFSSTÍLL | 52 ? Ég er 18 ára stúlka og hef aldrei verið í sambandi. Hins vegar hugsa ég mjög oft um kyn- líf og/eða dagdreymi um það. Einnig hef ég lesið mér mikið til um kynlíf og allt sem því fylgir og bíð oft spennt eftir að lesa þínar greinar, sem eru í algjöru samræmi við allt sem ég hef lesið. Eins og ég nefndi áðan hef ég aldrei verið í sambandi en miðað við það litla sem ég hef upplifað og gert sjálf, varð ég mjög vör um sjálfa mig og mína kynhvöt. Núna hugsa ég nærri því stans- laust um kynlíf og hvenær ég gæti haft tíma til að stunda sjálfs- fróun (og geri það reglulega). Mín spurning er: Þegar maður stundar sjálfsfróun, kannski oftar en einu sinni á klukkutíma, gerist eitthvað annað en bara líkamleg þreyta? Ég hef lesið á netinu að maður gæti misst kaloríur á því að stunda sjálfsfróun, ætti það að hafa einhver áhrif á þyngd mína eða hvort að ég léttist? Allt sem ég veit um kynlíf hef ég fundið sjálf á netinu, kynlífsfræðsla í grunnskólanum mínum var ekki mjög mikil og man ég lítið eftir henni. ● ● ● SVAR Þegar stórt er spurt, er margt um svör! Það er fullkom- lega eðlilegt að vera forvitin um kynlíf og að hugsa um það. Þú þarft ekkert að hafa verið í sam- bandi eða stunda kynlíf með ein- hverjum öðrum til að geta notið þess og langað í meira. Við eigum endalaust inni af fullnægingum en ég myndi passa að hlusta á píkuna og ef hún er orðin þreytt (eða höndin) þá getur verið gott að gera smá hlé. Það er samt frábært að þú skulir stunda sjálfsfróun og þar mættu fleiri konur taka þig sér til fyrirmyndar því þetta er kjörin leið til að læra á eigin lík- ama og svala kynlífslöngun. Þetta er einnig lærdómur sem kemur sér vel fyrir þig ef þú stundar kynlíf með öðrum síðar. Það eru til ýmsar tilgátur um brennslu hitaeininga í kynlífi en nú þekki ég það ekki nægilega vel til að tjá mig um það. Ef þú ert að pæla í þessu sem einhvers konar brennslu þá gætirðu eflaust haft púlsmæli og reynt frumlegar stellingar og ákveðinn hamagang við fróunina. Eða farið fyrst að hreyfa þig og verðlaunað eftir á með smá kósístund í róleg heitum. Sjálfsfróun er frábær leið til slaka á, fá hamingjuhormón til að streyma um líkamann og jafnvel slá á verki eins og höfuðverk eða vegna blæðinga. Njóttu þess að veita sjálfri þér unað og fræðast um kynlíf. Sambönd og allt það kemur svo bara seinna. Sjálfsfróun góð leið til slökunar GÓÐ SLÖKUN Sjálfsfróun er frábær leið til að slaka á. Sjálfsfróun er einnig kjörin leið til að læra á eigin líkama. NORDICPHOTOS/GETTY KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is „Fyrstu heimsóknirnar verða núna um helgina svo þeir eru byrjaðir að detta niður úr Esjunni,“ segir Bendt Harðarson, umboðs maður jólasveinanna og einn eigenda Jólasveinaþjónustunnar Skyrgáms. Bendt segir bræðurna þrettán afar upptekna á þessum tíma árs en aðspurður segir hann Skyrgám gera út yfir 300 jólasveina hver jól. „Heimsóknirnar eru færri þar sem þeir fara stundum nokkrir saman,“ segir hann. Aðfangadagur er þeirra annasamasti dagur og fóru Skyrgámur og félagar til að mynda á 60 staði þann 24. desember 2011. „Þetta er strembinn dagur og jóla- sveinarnir rétt ná heim í jólamat- inn en þetta er jafnframt skemmti- legasti dagur ársins,“ segir Bendt. Jólasveinaþjónusta Skyrgáms hefur verið í samstarfi við jóla- sveinana í fimmtán ár og er því orðin sjóuð í bransanum. Félagarnir Magnús Ólafsson og Þorgeir Ástvaldsson eru einnig sjó- aðir í jólasveinabransanum, enda hafa þeir verið viðloðandi hann frá árinu 1981. „Við urðum góðir vinir Hurðaskellis og Stúfs þá og höfum lent í ýmsum ævintýrum með þeim síðan,“ segir Magnús og vill meina að börnin hafi ekki breyst mikið í gegnum árin en jólaböllin og hugarfar foreldranna hafi breyst meira. „Börnin eru alltaf jafn skemmtileg, en áður fyrr var mikið um risastór jólaböll. Metnaðurinn fyrir þeim virðist hafa minnkað,“ segir Magnús. Þeir félagar fara um hvippinn og hvappinn á hverju ári til að skemmta börnum og alltaf hafa þeir nikkuna með í för. „Þetta er samt erfitt. Eitt árið ákváðum við að bæta fugladansinum inn í prógrammið. Mér fannst það stór- góð hugmynd þar til ég þurfti að framkvæma hana. Þorgeir slapp vel því hann stóð uppi á sviði með nikkuna á meðan ég var dansandi úti í sal. Svo vorum við jafnvel með nokkur böll í röð. Ég var alveg búinn á því eftir slíka daga, enda ekkert venjulega þungur,“ rifjar Magnús upp og hlær. „En það er svo gaman að skemmta börnunum. Þó þau togi í skeggið og klípi mann. Maður klípur þau þá bara til baka,“ bætir hann við. tinnaros@frettabladid.is Jólasveinarnir á fullu í desember Nokkrir þeirra rauðklæddu eru þegar komnir til byggða og undirbúa sig nú í óðaönn fyrir annasamasta tíma ársins. Aðfangadagur er þeim strembnastur en jafnframt skemmtilegasti dagur ársins að sögn umboðsmanns þeirra, Bendts Harðarsonar. Skoski fatahönnuðurinn Christ- opher Kane er sagður vera nýr yfirhönnuður franska tískuhússins Balenciaga. Þar með tekur hann við keflinu af Nicolas Ghesquiere, sem hætti snögglega fyrr í mánuðinum. Hvorki tískuhúsið né Kane vilja staðfesta orðróminn sem geng- ur um netheima en búist er við að Kane hefji störf 1. desember. Hann hefur áður haft umsjón með dótturmerki Versace, Versus, en síðastlið- in fimm ár hefur K a ne h a n n - að undir eigin nafni við góðan orðstír. Hann er þekktur fyrir að fara óhefð- bundnar leiðir í lita- og efna- vali en fatalínur hans hafa vakið mikla athygli tískumiðla. Þannig smell- passar hann inn í Balenciaga-tísku húsið þar sem hefð hefur skapast fyrir óhefð- bundnum leiðum í fata- hönnun. Miklar mannabreyt- ingar hafa verið und- anfarið hjá stóru tísku- húsunum. Hedi Slimane fór til YSL, sem nú heit- ir Saint Laurent og Raf Simons fór til Dior. Sagður taka við Balenciaga VILL EKKI STAÐFESTA Margir tísku- miðlar segja að Christopher Kane sé næsti yfirhönnuður Balenciaga. Frá því að jólasveinaþjónusta Skyrgáms hóf starfsemi sína árið 1997 hafa jólasveinarnir alltaf gefið 20% af veltu jólasveinaheimsóknanna til Hjálparstarfs kirkjunnar. Árlega er um talsverða summu að ræða og á þessum fimmtán árum hafa þeir gefið yfir sex milljónir. „Fyrst var peningurinn eyrnamerktur börnum í Mósambík og Indlandi en núna fer hluti hans í hjálparstarf hérna á Íslandi líka,“ segir Bendt Harðarson. Jóla sveinarnir kíkja við á skrifstofu Hjálparstarfsins árlega og afhenda peninginn persónulega áður en þeir halda aftur upp í Esju. Yfir sex milljónir gefnar til hjálparstarfs LENGI AÐ Þeir Magnús og Þorgeir hafa þekkt Hurðaskelli og Stúf í rúm þrjátíu ár og skemmta sér alltaf mjög vel með þeim. MYND/ÚR EINKASAFNI GÓÐHJARTAÐIR Skyrgámur styrkir Hjálparstarf kirkjunnar. Grýla og Skyrgámur afhenda hér Jónasi Þóri Þórissyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfsins, styrk. MYND/ÚR EINKASAFNI HANDTEKNIR Hurðaskellir og Stúfur náðu að gefa Alberti Guðmundssyni alþingismanni epli áður en Hurðaskellir var handtekinn og Stúfur komst undan á hlaupum. MYND/FRIÐÞJÓFUR HELGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.