Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 37
NÚ SKAL ÞAÐ VERA STUTT Mjög stutt, ljóst hár virðist vera að ryðja sér rúms í Hollywood. Hárið er haft nánast rakað í hliðunum en síðara ofan á kollinum. Miley Cyrus hefur vakið athygli með þessa greiðslu og sömuleiðis Ellen DeGeneres, Tilda Swinton, Jenny McCarthy og margar fleiri. Ég er einn, sjötíu og níu á hæð og hárið nær niður á rass. Ég hef ekki mælt hvað það er langt, kannski metri. Það hefur bara alltaf verið sítt,“ segir Hrefna Borg Brynjars dóttir, nemandi í Álfhóls- skóla, en síða hárið hennar vekur gjarnan athygli vegfarenda á Lauga- veginum þar sem hún afgreiðir öðru hvoru í Tiger. Hún segir fólk oftast spyrja hana hvort hún „sé að safna?“ „Já, það kemur oft fyrir en ég veit samt aldrei hverju ég á að svara. Ég er ekki beint að safna, það vex bara svo hratt. Ég var komin með hár nið- ur fyrir axlir þegar ég var tveggja ára. Fólk segir líka oft: „Vá, hvað það er sítt!“ Og ég veit heldur aldrei hvað ég að segja við því, kannski bara „takk“ eða hvað,“ segir Hrefna hlæjandi og virðist ekki velta síðu hárinu of mikið fyrir sér. „Ég nenni ekkert að pæla of mikið í þessu og er yfirleitt bara með það slegið. Set það í tagl á æfingum, en ég æfi handbolta,“ segir hún hress en þegar blaðamaður á bágt með að trúa því að svo sítt hár þvælist aldrei fyrir viðurkennir Hrefna að hafa lent í vandræðalegum uppákomum. „Ég æfði einu sinni skauta og þá lenti ég stundum í því, þegar ég var að keppa eða sýna, að snúðurinn losnaði úr mér þegar ég var að snúa mér og spennurnar þeyttust út um allt. Svo hef ég stundum óvart girt hárið ofan í buxurnar þegar ég er að klæða mig en fatta það nú oftast áður en ég fer út úr húsi,“ segir hún hlæjandi. Hrefna hefur aldrei litað á sér hárið en segist stundum nota hárlakk sem lýsi það örlítið. Hún viðurkennir að sjampóbrúsarnir séu fljótir að fara en annars sé hárþvotturinn lítið mál. „Ég læt hárið svo bara þorna á handklæði og greiði það þegar það er orðið þurrt, þá flækist það síður. Ég mundi sennilega aldrei nenna að krulla á mér hárið. Það færi örugg- lega allt í flækju.“ Hrefna segir síddina á hárinu núna þá mestu sem hafi orðið en það sé ekkert á dagskránni að klippa það enda þýði það lítið, hárið vaxi svo hratt. Hún hefur aldrei klippt sig stutt. „Ég stytti það reyndar vel fyrir tveimur árum upp undir axlir en það óx strax aftur. Ég ræð bara ekkert við þennan vöxt,“ segir hún og hlær. ■ heida@365.is ER EKKI AÐ SAFNA SÍTT HÁR Hrefna Borg Brynjarsdóttir var komin með hár niður fyrir axlir áður en hún varð tveggja ára. Hún fær oft athugasemdir vegna síða hársins. MEIRA EN METRI Á SÍDD Hrefna Borg Brynjarsdóttir segir ekk- ert þýða að stytta hárið, það vaxi svo hratt. MYND/STEFÁN NÝTT Nuddpúði með gelhausum Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is HRAÐ-TILBOÐ - aðeins fim, fös, lau - 25% AFSLÁTTUR Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga verður afsláttur 25% af sundfatnaði fyrir stóru stelpurnar. Hágæða sæn gurverasett og sloppar - Mikið úrval Jólagjöfin í ár 20% afslát tur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.