Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 56
Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is
Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/
Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING TÓNLIST | 48
TÓNNINN
GEFINN
Trausti Júlíusson
Good Kid, m.A.A.d City Kendrick Lamar
Í tíma Magnús & Jóhann
Okkar menn í Havana Sigurður Guðmundsson og Memfismafían
Í spilaranum
Beck hefur starfað mikið við upptökustjórn að
undanförnu fyrir hina ýmsu listamenn og því hefur
hann haft minni tíma til að sinna eigin tónlist. Nú
síðast tók hann upp lag kántrísöngvarans Dwights
Yoakam, A Heart Like Mine, af nýrri plötu hans 3
Pears. Meðal annarra verkefna hans eru sólóplata
Thurstons Moore úr Sonic Youth, Demolished
Thoughts, plata Stephens Malkmus [úr Pavement]
and the Jicks sem heitir Mirror Traffic og plata
Charlotte Gainsbourg, IRM.
Upptökustjórinn Beck
Bandaríski tónlistarmaðurinn
Beck hefur gefið út plötuna Song
Reader. Þetta er samt engin venju-
leg plata því hún hefur aðeins að
geyma nótur á blöðum og eiga þeir
sem lesa þær að sjá sjálfir um tón-
listarflutninginn.
Beck fékk hugmyndina að þessu
skrítna verkefni um miðjan tíunda
áratuginn þegar hann fékk sent til
sín nótnablað þar sem hægt var að
bæta píanó- og gítarspili við lögin.
Nokkrum árum síðar heyrði hann
söguna á bak við lagið Sweet Leil-
ani sem Bing Crosby gaf út árið
1937. Lagið varð svo vinsælt að
nótnablaðið með laginu seldist í
54 milljónum eintaka. Í grein sem
Beck skrifaði um „plötuna“ sína í
The New Yorker sagði hann að í þá
daga hefði verið svo algengt að lög
væru spiluð heima fyrir að næst-
um hálf bandaríska þjóðin hefði
keypt nótnablað með aðeins þessu
eina lagi. Hann heillaðist af þess-
um gamla tíma og hugsunarhætti
og árið 2004 hóf hann að undirbúa
verkefnið fyrir alvöru.
Song Reader er 108 blaðsíðna
löng nótnabók með myndum og
er hans ellefta plata á ferlinum
ef það má kalla hana það. Eins
og gefur að skilja kemur hún
ekki út á geisladiski, vínyl eða á
MP3.
„Þessi lög, þar á meðal tvö sem
eru ósungin, eru mjög spennandi
eins og búast mátti við af höfund-
inum,“ sagði útgefandinn Faber
and Faber. „En ef þú vilt heyra
Do We? We Do, eða Don‘t Act Like
Your Heart Isn‘t Hard, verður þú
sjálfur, lesandinn, að sjá til þess.“
Hægt er að hlusta á ýmsa
spreyta sig á tónlistinni á vefsíð-
unni Songreader.net. Beck hefur
sjálfur tekið upp prufuútgáfur af
lögunum en býst ekki við því að
gefa þær út.
Aðdáendur Beck sem kunna
ekki að lesa nótur og hafa engan
áhuga á að spila lögin hans sjálf-
ir geta glaðst yfir því að hann er
með aðra plötu í undirbúningi sem
verður gefin út á hefðbundinn hátt.
Í viðtali við ástralska útvarpsstöð
sagðist hann hafa tekið hana að
mestu upp 2008 og er að reyna að
taka sér pásu frá störfum sínum
sem upptökustjóri til að ljúka við
hana. freyr@frettabladid.is
Nótnabók í stað
venjulegrar plötu
Beck Hansen hefur gefi ð út „plötuna” Song Reader sem er í raun nótnabók.
UNDARLEG ÚTGÁFA Tónlistarmaðurinn Beck hefur gefið út plötuna, eða öllu
heldur nótnabókina, Song Reader. NORDICPHOTOS/GETTY
15.11.2012 ➜ 21.11.2012
LAGALISTINN TÓNLISTINN
Sæti Flytjandi Lag
1 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn
2 Adele Skyfall
3 Retro Stefson Glow
4 Valdimar Sýn
5 Jónas Sigurðsson Hafið er svart
6 Rihanna Diamonds
7 Ragnar Bjarnason/
Jón Jónsson Froðan
8 Mumford & Sons I Will Wait
9 Bruno Mars Locked Out of Heaven
10 Of Monsters and Men Mountain Sounds
Sæti Flytjandi Plata
1 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn
2 Raggi Bjarna Dúettar
3 Retro Stefson Retro Stefson
4 Valdimar Um stund
5 Skálmöld Börn Loka
6 Of Monsters and Men My Head Is an Animal
7 Víkingur Heiðar Ólafsson/
Kristinn Sigmundsson Winterreise
8 Jónas Sigurðsson Þar sem himin ber við haf
9 Bjarni Arason Elvis Gospel
10 Sverrir Bergmann Fallið lauf
Ásgeir Trausti
Hljómsveitin Massive Attack var einn af
kyndilberum trip-hop tónlistarinnar sem var
áberandi í Bretlandi á tíunda áratugnum. Hljóm-
sveitin var stofnuð upp úr hipphopphópnum The Wild Bunch sem
starfaði í Bristol-borg á níunda áratugnum. Árið 1988 var Massive Attack
stofnuð sem hliðarverkefni út frá The Wild Bunch. Fyrsta plata sveitar-
innar, Blue Lines, kom út árið 1991 og sló í gegn, ekki síst vegna smellsins
Unfinished Sympathy sem Shara Nelson söng. Eftir það lá leiðin upp á við
hjá Massive Attack. Hún gaf út fleiri flottar plötur og varð öflug tónleika-
sveit, eins og hún sýndi á frábærum tónleikum í Kaplakrika í júní 1997.
Síðasta mánudag kom út endurhljóðblönduð útgáfa af Blue Lines. Hún
er fáanleg bæði sem einföld geislaplata og í viðhafnarútgáfu sem inni-
heldur plötuna á CD, hágæðamix á DVD og tvær vínylplötur. Blue Lines
er oft nefnd sem fyrsta trip-hop platan. Þetta var sannkölluð tímamótap-
lata. Auk áhrifa frá hipphopptónlist, blandaði Massive Attack inn í tónlist-
ina döbbi, fönki og fleiri hlutum. Um sönginn á plötunni sáu fyrrnefnd
Shara Nelson, gamli reggíboltinn Horace Andy og hinn ungi og efnilegi
Adrian „Tricky“ Thaws, sem var að hefja ferilinn. Auk þess kom Neneh
Cherry við sögu í bakröddum.
Blue Lines hljómaði ótrúlega fersk og framsækin þegar hún kom út og
eins og heyrist vel á nýju útgáfunni þá hefur hún engu tapað af sjarman-
um rúmum tuttugu árum seinna. Hún er enn fersk og lögin níu eru hvert
öðru betra.
Endurhljóðblandað
meistaraverk
ENN FERSK
Blue Lines hefur
staðist tímans tönn.
Fréttablaðið efnir til verðlaunasamkeppni um bestu
frumsömdu jólasöguna.
Verðlaunasagan birtist í Fréttablaðinu á aðfangadag,
myndskreytt af Halldóri Baldurssyni teiknara.
Samkeppnin er öllum opin.
Einu skilyrðin eru þau að sagan fjalli um jólin eða fangi
anda jólanna með einum eða öðrum hætti. Lengdarmörk
eru 1.000 til 1.300 orð en að öðru leyti eru efnistök frjáls.
Sögur skal senda á netfangið jolasaga@frettabladid.is.
Skilafrestur er til 5. desember.
Fyrstu verðlaun eru Intel Pentium-fartölva frá Toshiba.
Verðlaun fyrir annað og þriðja sæti eru spjaldtölvur af
gerðinni United.
Sigurlaunin eru frá Tölvulistanum.
Jólasagan þín