Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 6
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1,0 0,8 0,6 0,4 0,2 0 -0,2 -0,4 -0,6 -0,8 1880 1900 1920 1940 1960 1980 2000 LOFTLAGSMÁL Hvergi í heiminum hafa fallið kuldamet það sem af er þessu ári. Þá hefur hitastig verið yfir langtímameðaltali á öllum landsvæðum jarðarinnar ef frá eru skilin Alaska og aust- asti hluti Rússlands. Þetta kemur fram í hitastigsskýrslu Haf- og veðurstofu Bandaríkjanna (NOAA) fyrir októbermánuð. Í skýrslunni er vakin athygli á því að október var 332. mán- uðurinn í röð þar sem hitastig á heimsvísu er hærra en sem nemur langtímameðaltali. Með öðrum orðum hefur enginn ein- staklingur undir 27 ára aldri upplifað mánuð sem var undir meðallagi kaldur. Það jafngildir næstum helmingi heimsbyggðar- innar en rétt ríflega 50% jarðar- búa eru undir þrítugu. Meðalhitastig í október var 14,6 gráður sem er 0,6 gráðum hærra en sem nemur langtíma- meðaltali í október. Þá var síðasti mánuður fimmti heitasti október- mánuður sögunnar. Þá gaf Alþjóðabankinn út skýrslu í upphafi vikunnar þar sem varað er við því að hitastig á jörðinni geti orðið fjórum gráðum heitara en sem nemur langtímameðal- tali í lok aldarinnar. Markmið alþjóðasamfélagsins hefur kveð- ið á um tveggja gráðu hækkun að hámarki. Segir í skýrslunni að verulega þurfi að draga úr losun gróðurhúsa lofttegunda eigi sú spá ekki að rætast. Loks kemur fram í skýrslunni að fjögurra gráðu hlýnun myndi auka verulega öfgar í veðurfari og meðal annars leiða til fordæma lausra hitabylgja, alvar- legra þurrka og mikilla flóða í mörgum heimshlutum. Þá gæti slík hlýnun haft veruleg áhrif á gróðurfar og dregið úr uppskeru. magnusl@frettabladid.is Mjög kaldur mánuður ekki mælst í rúm 27 ár Október var 322. mánuðurinn í röð þar sem hitastig á heimsvísu var yfir lang- tímameðaltali. Í nýrri skýrslu varar Alþjóðabankinn við því að jörðin muni hlýna verulega umfram þær tvær gráður sem litið er á sem hámark, verði ekkert að gert. Keira Knightley fæddist í mars árið 1985 og hefur því aldrei upplifað mánuð sem var kaldari á heimsvísu en sem nemur langtímameðalhitastigi. Cristiano Ronaldo fæddist í febrúar árið 1985, síðasta mánuði sem var kaldari á heimsvísu en sem nemur langtímameðalhitastigi. FRÁVIK FRÁ LANGTÍMAMEÐALHITA Í GRÁÐUM Á CELSÍUS 1880-2012 REYKJAVÍKURBORG Kjartan Magnús- son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks, segir þá afstöðu Jóns Gnarr borgarstjóra að banna ætti komur herskipa til Reykjavíkur stefna í voða farsælu björgunarsamstarfi við aðrar þjóðir, sérstaklega Dani og Norðmenn. „Slíkt gæti haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar vegna björgunar- hagsmuna Íslendinga í framtíð- inni,“ sagði Kjartan við umræður í borgar stjórn á fimmtudag. „Ólík- legt er að vinaþjóðir kjósi að auka samstarf við Íslendinga í öryggis- og björgunarmálum og rétta hjálpar hönd, til dæmis með því að lána þyrlur, ef þær eru um leið látnar finna fyrir því að skip þeirra, þyrlur og flugvélar eru óvelkomnar til sjálfrar höfuðborgar landsins.“ S. Björn Blöndal, aðstoðar maður borgarstjóra, segir Jón Gnarr hafa rætt við sendiherra erlendra ríkja og bent þeim á að í þessu felist engin óvirðing og alls engin stríðs- yfirlýsing. „Þeir taka þessu mjög vel og hafa fullan skilning á þess- ari „friðleitni“ borgarstjóra,“ segir Björn sem kveður það ókost að sam- kvæmt alþjóðlegum skilgreiningum séu björgunarskip eins og strand- gæsluskip Norðmanna og Dana flokkuð sem herskip. Tæki umrætt bann gildi myndi það á engan hátt eiga við slík björgunarskip. Hætta stafi hins vegar af þungvopnuðum herskipum. „Eins og menn vita eru er ekki gefið upp hver farmur herskipa er. Það getur ógnað öryggi borgarinnar gríðarlega ef kjarnorkuvopn eru um borð í skipi og þau verða fyrir árás eða eitthvað annað ber út af,“ segir aðstoðarmaðurinn. - gar Hugmynd borgarstjóra um bann við komum herskipa harðlega gagnrýnd af borgarfulltrúa: Óttast afleiðingar herskipabanns í borginni HERSKIP Í REYKJAVÍKURHÖFN Erlend ríki hafa skilning á málflutningi borgar- stjóra segir aðstoðarmaður hans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Þorsteinn Kragh, sem hlaut níu ára fangelsisdóm fyrir innflutning á tæpum 200 kílóum af hassi og hálfu öðru kílói af kókaíni árið 2009, var fyrir nokkrum vikum stað- inn að kókaín- neyslu í dags- leyfi sem hann fékk frá fang- elsinu Kvía- bryggju á Snæfellsnesi. Hann átti aðeins viku eftir á Kvíabryggju – síðan hefði hann farið í opna fangelsið Vernd. DV greindi frá þessu í gær. Þar kom fram að kókaínið hefði fundist í þvagi Þorsteins eftir að hann skilaði sér of seint úr dags- leyfinu. Vegna þessa hefur hann nú verið færður á Litla-Hraun og mun hann einnig þurfa að sitja lengur í fangelsi en hann hefði þurft, líklega í um sex mánuði. Fangi fór illa að ráði sínu: Neytti kókaíns og fer ekki fet ÞORSTEINN KRAGH TYRKLAND, AP Tyrknesk stjórn- völd hafa óskað eftir því að fá flugskeyti af gerðinni Patriot frá Atlantshafsbandalaginu (NATO) til að styrkja varnir sínar meðfram landamærum Sýrlands. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir að þetta verði rætt án tafar á vettvangi NATO. NATO hefur lítinn áhuga á að blandast inn í átök Tyrklands og Sýrlands á landamærunum, en Tyrkland er aðildarríki í NATO. - gb Tyrkir leita til NATO: Vilja flugskeyti til landamæra KONGÓ, AP Uppreisnarmenn í Afríku ríkinu Austur-Kongó hafa hertekið borgina Goma og segjast nú ætla að ná öllu landinu undir sig, líka höfuðborginni Kinshasa. Talið er að uppreisnarsveit- irnar M23, sem voru stofnaðar snemma á þessu ári, njóti stuðn- ings frá nágrannaríkinu Rúanda. Íbúar í Goma óttast nú að borgin verði innlimuð í Rúanda. Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hafa ekki blandað sér í átökin, því þeir hafa ekki umboð til að berjast við uppreisnar- mennina. - gb Uppreisnarmenn í Goma: Ætla að ná öllu Kongó undir sig UPPREISNARMAÐUR Í GOMA Við landamæri Rúanda. NORDICPHOTOS/AFP VESTURLAND Heitt vatn fannst á 657 metra dýpi á bænum Geld- ingaá í Melasveit í síðustu viku. Nú renna um 14 mínútulítrar upp úr holunni en frekari mælingar á hita og vatnsmagni verða gerðar. Þetta kemur fram á vef Skessu- horns. Haft er eftir Hauki Jóhannes- syni jarðfræðingi að hitinn í bor- holunni hafi verið um 150 gráður áður en hún var kæld en standi nú í um 65 gráðum. Um eitt og hálft ár er síðan byrjað var að bora eftir heitu vatni í Melasveitinni og hafa bor- anir staðið yfir í um eitt og hálft ár með hléum. Skortur er á heitu vatni í sveitinni. - kh Boranir á Vesturlandi: Fundu heitt vatn í Melasveit VEISTU SVARIÐ? 1. Hver er framkvæmdastjóri Félags tónskálda og textahöfunda? 2. Með hvaða liði spilar Eiður Smári Guðjohnsen? 3. Hvað heitir ný plata Bjarkar Guð- mundsdóttur? SVÖR 1. Jón Ólafsson 2. Cercle Brugge 3. Bastard er útgefandi American Express® samkvæmt leyfi frá American Express American Express Valid Thru Member Since American Express Valid Thru Member Since F ÍT O N / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.