Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 12
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Tilboð: 1.590 þús. Chevrolet Lacetti Station - Bílalegubíll í ábyrgð árgerð 2011 - söluverð: 1.800 þús. Bílabúð Benna - Notaðir bílar Opið alla virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 12-16 25.910 kr. Afborgun á mánuði aðeins: Chevrolet Lacetti Station 1.800.000 kr. 210.000 kr. 240.000 kr. 1.590.000 kr. 25.910 kr. Söluverð: Okkar hlutur: Þín útborgun: Heildarverð til þín: Afborgun: * Auk aga ngu r 60 þú s. virð isau ki TÆKNI Síðasta ritvélin sem fram- leidd hefur verið í Bretlandi var gefin Vísindasafninu í London fyrir skömmu. Brother-framleiðandinn, sem gaf síðustu vélina, segist hafa framleitt 5,9 milljónir ritvéla frá því að verksmiðjan var opnuð í Wrexham árið 1985. Edward Bryan, sem starfaði í verksmiðj- unni frá árinu 1989, smíðaði síð- ustu vélina. „Ef fólk spyr mig get ég alltaf sagt að ég hafi smíðað síðustu rit- vélina í Bretlandi,“ segir Bryan. Hann segist hafa smíðað svo margar vélar í gegnum tíðina að hann hafi eitt sinn reynt að smíða eina með augun lokuð – og það hafi tekist. Talsmenn Brother segja að fyrirtækið hafi hætt að fram- leiða ritvélar í Bretlandi þar sem eftirspurnin eftir þeim hafi hríð- fallið. Hins vegar sé enn eftir- spurn eftir þeim í Bandaríkjun- um og verksmiðjan í Asíu anni allri eftirspurn. Verksmiðjan í Wrexham verði þó áfram notuð til endurvinnslu á prenthylkjum og til framleiðslu á öðrum skrif- stofuvörum. Rachel Boon, talskona Vísinda- safnsins, segir starfsfólk safns- ins himinlifandi yfir gjöfinni og að hún muni sóma sér vel meðal hinna 200 ritvéla sem safnið eigi nú þegar. „Þessi gjöf táknar lok ritvéla- framleiðslu í Bretlandi sem staðið hefur yfir í 130 ár og hefur haft áhrif á svo marga,“ sagði Boon. „Þessi vél gefur okkur tækifæri til að sýna hvernig samskipta- tækninni hefur fleygt fram.“ William Burt fann upp fyrstu ritvélina árið 1830 en þær urðu ekki að algengar fyrr en í kring- um 1870 þegar Christopher Sholes, sem einnig fann upp Qwerty-lyklaborðið, og Carlos Glidden sömdu við Remington um fjöldaframleiðslu á þeim. Talið er að ritvélin hafi átt stór- an þátt í því að konur fóru út á vinnumarkaðinn, að því er segir á vef BBC. Um 1850 unnu um tvö þúsund konur við vélritun en í kringum aldamótin 1900 er talið að 166 þúsund konur hafi haft af því atvinnu. - kh Ritvélar klingja sitt síðasta Síðasta ritvélin sem framleidd var í Bretlandi var gefin á safn. Tæplega sex milljónir ritvéla voru framleiddar á 23 árum en eftirspurnin hefur hríðfallið. Eftirspurn eftir ritvélum er þó enn töluverð í Bandaríkjunum. SÍÐASTA RITVÉLIN Svona lítur hún út síðasta Brother-rit- vélin, sem Vísinda- safnið í London fékk að gjöf. Ritvél er vélrænt tæki með tökkum, notað til að skrifa texta. Þegar takki er sleginn er járnpinni drifinn fram og bókstafur stimpl- aður á blað. Frá því ritvélin var fundin upp um árið 1870 fram á miðja 20. öld voru þær mikilvæg verkfæri, meðal annars fyrir rithöfunda og skrifstofumenn. Við lok níunda áratugarins tóku ritvinnsluforrit á einkatölvum við af ritvélum. Ritvélar eru þó enn vinsælar í þróunarlöndum og nokkrum sérmörkuðum til skrifstofunotkunar, að því er segir á Wikipedia. Hvað er ritvél? Stórtjón á Óseyrarbraut EFTIR BRUNANN Gríðarlegar skemmdir urðu í gær í eldsvoða í húsnæði Fiskvinnslunnar Svalþúfunnar á Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Hátt í sextíu slökkviliðsmenn börðust við eldinn, sem blossaði upp um klukkan eitt í fyrrinótt, að því er talið er í þurrkherbergi fyrir vinnustakka. „Við erum með rúmlega þrjátíu manns í vinnu og það er náttúru- lega allt strand núna,“ hafði Vísir í gær eftir Magnúsi Gylfasyni, framkvæmdastjóra Svalþúfunnar sem þurrkar og saltar fisk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UMFERÐARSLYS Ísland er í fimmta til sjötta sæti í Evrópu hvað varðar banaslys í umferðinni. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu OECD, þar sem heilsa og heilsumein Evrópu- búa eru borin saman. Fram kemur að á Íslandi látist árlega 4,2 á hverja 100.000 íbúa, jafn margir og á Írlandi, en aðeins í Hollandi, Svíþjóð, á Möltu og Bretlandi verða færri banaslys. Meðaltalið í ESB-ríkum er 7,7 banaslys á 100.000 íbúa. Þegar nánar er að gáð sést að hlutfall kvenna er áberandi lægst á Íslandi, þar sem hlutfallið er 0,7 banaslys á 100.000 konur, en hlutfallið hjá körlum er 7,6. - þj Skýrsla OECD: Banaslys í um- ferð óvíða færri KRÓATÍA, AP Ivo Sanader, fyrrver- andi forsætisráðherra Króatíu, var á þriðjudag dæmdur til tíu ára fangelsisvistar fyrir að hafa þegið mútur frá ungversku olíufélagi og austurrískum banka. Evrópusam- bandið hefur fylgst grannt með þessu dómsmáli, sem er hið fyrsta sinnar tegundar í landinu. Króatía verður aðildar- ríki í ESB um mitt næsta ár og hefur heitið því að útrýma mútum úr stjórnsýslu landsins. Sanader var forsætisráðherra á árunum 2004 til 2009. Hann segist saklaus og ætlar að áfrýja dómnum. - gb Sanader dæmdur í Króatíu: Tíu ára fangelsi fyrir spillingu IVO SANADER UMHVERFISMÁL Neytendasamtökin minna landsmenn á hina svoköll- uðu Nýtniviku sem nú stendur yfir. Hugmyndin, sem er sam evrópsk, er sú að fá fólk til að skoða hvað það á og spyrja sig hvort ekki megi nýta hlutina betur. Þuríður Hjartardóttir, fram- kvæmdastjóri samtakanna, skrif- ar í pistli að neytendur geti haft áhrif með neyslu sinni og nú þurfi allir að huga að umhverfinu. Hún bendir á að leggja megi af mörk- um með því að kaupa umhverfis- vottaðar vörur, flokka rusl og end- urnýta hluti. Ofneysla jarðarbúa sé vaxandi vandamál og því þurfi allir að leggjast á eitt. - sv Nýtnivikan stendur yfir: Nýtum hlutina til hins ítrasta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.