Fréttablaðið - 22.11.2012, Page 12
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12
Tilboð: 1.590 þús.
Chevrolet Lacetti Station - Bílalegubíll í ábyrgð
árgerð 2011 - söluverð: 1.800 þús.
Bílabúð Benna - Notaðir bílar
Opið alla virka daga frá kl. 10-18
og laugardaga frá kl. 12-16
25.910 kr.
Afborgun á mánuði aðeins:
Chevrolet Lacetti Station
1.800.000 kr.
210.000 kr.
240.000 kr.
1.590.000 kr.
25.910 kr.
Söluverð:
Okkar hlutur:
Þín útborgun:
Heildarverð til þín:
Afborgun:
*
Auk
aga
ngu
r 60
þú
s.
virð
isau
ki
TÆKNI Síðasta ritvélin sem fram-
leidd hefur verið í Bretlandi var
gefin Vísindasafninu í London
fyrir skömmu.
Brother-framleiðandinn, sem
gaf síðustu vélina, segist hafa
framleitt 5,9 milljónir ritvéla frá
því að verksmiðjan var opnuð
í Wrexham árið 1985. Edward
Bryan, sem starfaði í verksmiðj-
unni frá árinu 1989, smíðaði síð-
ustu vélina.
„Ef fólk spyr mig get ég alltaf
sagt að ég hafi smíðað síðustu rit-
vélina í Bretlandi,“ segir Bryan.
Hann segist hafa smíðað svo
margar vélar í gegnum tíðina að
hann hafi eitt sinn reynt að smíða
eina með augun lokuð – og það
hafi tekist.
Talsmenn Brother segja að
fyrirtækið hafi hætt að fram-
leiða ritvélar í Bretlandi þar sem
eftirspurnin eftir þeim hafi hríð-
fallið. Hins vegar sé enn eftir-
spurn eftir þeim í Bandaríkjun-
um og verksmiðjan í Asíu anni
allri eftirspurn. Verksmiðjan í
Wrexham verði þó áfram notuð
til endurvinnslu á prenthylkjum
og til framleiðslu á öðrum skrif-
stofuvörum.
Rachel Boon, talskona Vísinda-
safnsins, segir starfsfólk safns-
ins himinlifandi yfir gjöfinni og
að hún muni sóma sér vel meðal
hinna 200 ritvéla sem safnið eigi
nú þegar.
„Þessi gjöf táknar lok ritvéla-
framleiðslu í Bretlandi sem staðið
hefur yfir í 130 ár og hefur haft
áhrif á svo marga,“ sagði Boon.
„Þessi vél gefur okkur tækifæri
til að sýna hvernig samskipta-
tækninni hefur fleygt fram.“
William Burt fann upp fyrstu
ritvélina árið 1830 en þær urðu
ekki að algengar fyrr en í kring-
um 1870 þegar Christopher
Sholes, sem einnig fann upp
Qwerty-lyklaborðið, og Carlos
Glidden sömdu við Remington um
fjöldaframleiðslu á þeim.
Talið er að ritvélin hafi átt stór-
an þátt í því að konur fóru út á
vinnumarkaðinn, að því er segir
á vef BBC. Um 1850 unnu um tvö
þúsund konur við vélritun en í
kringum aldamótin 1900 er talið
að 166 þúsund konur hafi haft af
því atvinnu. - kh
Ritvélar klingja sitt síðasta
Síðasta ritvélin sem framleidd var í Bretlandi var gefin á safn. Tæplega sex milljónir ritvéla voru framleiddar á
23 árum en eftirspurnin hefur hríðfallið. Eftirspurn eftir ritvélum er þó enn töluverð í Bandaríkjunum.
SÍÐASTA RITVÉLIN
Svona lítur hún út
síðasta Brother-rit-
vélin, sem Vísinda-
safnið í London
fékk að gjöf.
Ritvél er vélrænt tæki með
tökkum, notað til að skrifa texta.
Þegar takki er sleginn er járnpinni
drifinn fram og bókstafur stimpl-
aður á blað. Frá því ritvélin var
fundin upp um árið 1870 fram á
miðja 20. öld voru þær mikilvæg
verkfæri, meðal annars fyrir
rithöfunda og skrifstofumenn.
Við lok níunda áratugarins tóku
ritvinnsluforrit á einkatölvum við
af ritvélum. Ritvélar
eru þó enn vinsælar
í þróunarlöndum
og nokkrum
sérmörkuðum til
skrifstofunotkunar,
að því er segir á
Wikipedia.
Hvað er ritvél?
Stórtjón á Óseyrarbraut
EFTIR BRUNANN Gríðarlegar skemmdir urðu í gær í eldsvoða í húsnæði Fiskvinnslunnar Svalþúfunnar á Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Hátt í sextíu slökkviliðsmenn börðust
við eldinn, sem blossaði upp um klukkan eitt í fyrrinótt, að því er talið er í þurrkherbergi fyrir vinnustakka. „Við erum með rúmlega þrjátíu manns í vinnu og það er náttúru-
lega allt strand núna,“ hafði Vísir í gær eftir Magnúsi Gylfasyni, framkvæmdastjóra Svalþúfunnar sem þurrkar og saltar fisk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
UMFERÐARSLYS Ísland er í fimmta
til sjötta sæti í Evrópu hvað varðar
banaslys í umferðinni. Þetta kemur
fram í árlegri skýrslu OECD, þar
sem heilsa og heilsumein Evrópu-
búa eru borin saman.
Fram kemur að á Íslandi látist
árlega 4,2 á hverja 100.000 íbúa,
jafn margir og á Írlandi, en aðeins
í Hollandi, Svíþjóð, á Möltu og
Bretlandi verða færri banaslys.
Meðaltalið í ESB-ríkum er 7,7
banaslys á 100.000 íbúa. Þegar
nánar er að gáð sést að hlutfall
kvenna er áberandi lægst á Íslandi,
þar sem hlutfallið er 0,7 banaslys
á 100.000 konur, en hlutfallið hjá
körlum er 7,6. - þj
Skýrsla OECD:
Banaslys í um-
ferð óvíða færri
KRÓATÍA, AP Ivo Sanader, fyrrver-
andi forsætisráðherra Króatíu,
var á þriðjudag dæmdur til tíu ára
fangelsisvistar
fyrir að hafa
þegið mútur
frá ungversku
olíufélagi og
austurrískum
banka.
Evrópusam-
bandið hefur
fylgst grannt
með þessu
dómsmáli, sem
er hið fyrsta sinnar tegundar í
landinu. Króatía verður aðildar-
ríki í ESB um mitt næsta ár og
hefur heitið því að útrýma mútum
úr stjórnsýslu landsins.
Sanader var forsætisráðherra
á árunum 2004 til 2009. Hann
segist saklaus og ætlar að áfrýja
dómnum. - gb
Sanader dæmdur í Króatíu:
Tíu ára fangelsi
fyrir spillingu
IVO SANADER
UMHVERFISMÁL Neytendasamtökin
minna landsmenn á hina svoköll-
uðu Nýtniviku sem nú stendur yfir.
Hugmyndin, sem er sam evrópsk,
er sú að fá fólk til að skoða hvað
það á og spyrja sig hvort ekki megi
nýta hlutina betur.
Þuríður Hjartardóttir, fram-
kvæmdastjóri samtakanna, skrif-
ar í pistli að neytendur geti haft
áhrif með neyslu sinni og nú þurfi
allir að huga að umhverfinu. Hún
bendir á að leggja megi af mörk-
um með því að kaupa umhverfis-
vottaðar vörur, flokka rusl og end-
urnýta hluti. Ofneysla jarðarbúa
sé vaxandi vandamál og því þurfi
allir að leggjast á eitt. - sv
Nýtnivikan stendur yfir:
Nýtum hlutina
til hins ítrasta