Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 52
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 TÓNLIST ★★★★★ Berlínarfílharmónían á tónleikum Stjórnandi: Sir Simon Rattle HARPA, ÞRIÐJUDAGINN 20. NÓVEMBER Einar Pálsson skrifaði á sínum tíma umdeilda ritröð um rætur íslenskrar menningar. Hann færði þar rök fyrir því að margt í íslensku fornsögunum væri hluti af goðsagnaheimi Kelta og landa í kringum Miðjarðarhafið. Mér er sagt að hann hafi eitt sinn hitt skáldið og fræðimanninn Robert Graves, sem skrifaði um svipað efni. Einar var bæði víðlesinn og fróður, en þegar hann hitti Graves leið honum eins og tíu ára barni sem hafði villst inn í kennslustund í háskóla. Mér datt þetta í hug á tónleik- um Berlínarfílharmóníunnar undir stjórn Sir Simon Rattle á þriðjudagskvöldið. Við eigum svo sannar lega ágæta sinfóníuhljóm- sveit með frábæru tónlistarfólki. En munurinn á henni og Berlínar- fílharmóníunni er samt gríðar- legur. Ég sat á þriðja bekk fyrir hlé. Hljóm sveitin hóf dagskrána á gömlum kunningja úr vísinda- skáldsögunni 2001: A Space Odyssey. Það var Atmo spheres eftir Ligeti. Tónlistin er mjög abstrakt. Hún virkar eins og hljómsveitarútsetning á raf tónlist sem var í tísku um miðja síðustu öld. Hljómsveitin spilaði svo dásamlega vel, af svo gríðarlegri nákvæmni og fágun, að útkoman var ekki af þessum heimi. Málið er að nútímatónlist er oft ekki vel leikin. Fólk heldur þá að verkið sé leiðinlegt, því það hefur ekki samanburð við neitt annað. Þarna heyrðist glögglega hve Ligeti var magnað tónskáld. Forleikurinn að fyrsta þætti Lohengrin eftir Wagner var næst- ur á dagskrá. Hann hófst í beinu framhaldi af Ligeti, það var ekkert stoppað á milli. Þar sem verkin eru mjög ólík var þetta nokkuð djarft. En það gekk fyllilega upp. Wagner og Ligeti voru svo skemmtilegar andstæður, tónlist þeirra hljómaði enn áhuga verðari fyrir vikið. Wag- ner byrjaði rólega, en hápunktarn- ir voru yfirgengilegir. Og fínleg blæbrigði voru meistaralega vel mótuð. Þegar maður situr framar- lega er auðvelt að heyra minnstu misfellur í spilamennskunni. En hér var allt fullkomið. Strengja- leikurinn var svo ótrúlega sam- taka og veikir tónar svo tærir og stöðugir að það var einfaldlega ekki hægt að gera betur. Dansljóðið Jeux eftir Debussy var líka himneskt, fallega glitr- andi og margbrotið. Og Daphnis og Chloe svítan nr. 2 eftir Ravel var hápunktur tónleikanna. Hún var yfirgengilega kraftmikil, hljómsveitarleikurinn unaðslega samstæður og litríkur, áferðar- fagur og þéttur. Túlkun var bók- staflega rafmögnuð. Enda tryllt- ust áheyrendur! Ég færði mig um set í hléinu, fór aftast í salinn, þar sem hljóm- burðurinn er slakari. Eftir hlé var 3. sinfónían eftir Schumann á dagskrá og það var áhugavert að heyra muninn þar og á þriðja bekk. Upplifunin var eins og að vera með eyrnatappa. Vissulega er Harpa frábært tónleikahús, en það er ekki hægt að ætlast til að allt hljómi jafn vel þar, sama hvar maður situr. Þarna aftast heyrð- ust smáatriðin ekki jafn greini- lega – en heildarhljómurinn var samt flottur. Þessi sinfónía Schu- manns er reyndar ekki með hans bestu verkum, og satt að segja var hún hálfgerður antí-klímax á eftir Ravel. Engu að síður var flutning- urinn stórkostlegur. É g h e y r ð i B e r l í n a r - fílharmóníuna leika í París fyrir mörgum árum undir stjórn Her- berts von Karajan. Það voru magnaðir tónleikar. Kvöldstundin nú var ekkert síðri. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Ótrúleg fágun, full- komin tækni, stórkostleg túlkun. ➜ Hljómsveitin spilaði svo dásamlega vel, af svo gríðarlegri nákvæmni og fágun, að útkoman var ekki af þessum heimi. Málið er að nútímatónlist er oft ekki vel leikin. Fólk heldur þá að verkið sé leiðinlegt, því það hefur ekki samanburð við neitt annað. Þarna heyrðist glögglega hve Ligeti var magnað tónskáld. Myndlistarkonurnar Ingibjörg Edda Jónsdóttir, Margrét Sesselju- dóttir og Solveig Thoroddsen opna í annað sinn svonefndan Avant- garð nú um helgina. Hinn fyrsti Avant-garður var haldinn í húsgarði við Miklu- braut í sumar á eina óveðursdegi sumarsins. Að sýningunni stóðu Ingibjörg Edda Jónsdóttir, Mar- grét Sesseljudóttir og Solveig Thoroddsen. Fengu þær til liðs við sig tíu aðra listamenn og svo vel tókst til að leikurinn verður endur tekinn, en nú í bakgarði Kex hostels, við Hverfisgötu. Ekkert þema er á sýningunni nema að það er gaman að leika sér úti. Verkin á sýningunni eru mjög fjölbreytt, þar má finna skúlptúra, hljóðverk, gjörninga, ljóð, ljósa- skilti, ljósmyndir og innsetningar. „Okkur fannst spennandi að nýta umhverfið og aðstæðurnar sem bæði garðurinn, skammdegið og útivistin bjóða upp á,“ segir Sol- veig. Alls taka þrettán listamenn þátt í gjörningnum að þessu sinni, en auk þeirra þriggja sem áður eru nefndar eru Hulda Vilhjálms- dóttir og Steinunn Harðardóttir á meðal þátttakenda. Avant-garður í bakgarði Kex Myndlistarkonur stefna saman þrettán listamönnum og endurtaka listgjörning. SOLVEIG THORODDSEN Stefnir saman myndlistarmönnum í Avant-garði. Litrík, rafmögnuð, unaðsleg FÍLHARMÓNÍUSVEIT BERLÍNAR Á hápunkti sínum var hljómsveitarleikurinn yfirgengilega kraftmikill, samstæður, áferðarfagur og litríkur og túlkunin rafmögnuð enda ætlaði allt um koll að keyra, segir í dómnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI eða á www.somi.is Frí heimsending* Pantaðu í síma Hamborgarahryggur og kartöflusalat Dönsk lifrakæfa, sveppir og beikon Jólasíldar- salat Hver veislubakki er hæfilegur fyrir 4 eða 5. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. Klassískt um jólin! NÝR VEISLUBAKKI PRÓFAÐUEITTHVAÐ NÝTT! 30 bitar 12 snittur Steikt Peking önd með Peking sósu, gúrkum, blaðlauk og salatblöndu í mjúkri tortilla köku. með Smutty Smiff föstudagskvöld kl. 22 Glymskrattinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.