Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 50
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42 „Verkið heitir … Og þá aldrei framar og fjallar um ákvarðanir sem fólk þarf að taka í lífi sínu og hvernig þær ákvarðanir breyta lífi þess varanlega,“ segir Steve Lorenz, höfundur eins fjögurra verka sem Íslenski dansflokkur- inn frumsýnir í kvöld undir yfir- skriftinni Á nýju sviði. „Stundum tekur lífið reyndar af fólki ráðin, það lendir í slysi til dæmis og þarf að aðlagast nýjum aðstæðum og ég er líka að fjalla um hvernig það fer að því.“ Tónlistin sem dansað er við er samsafn laga sem Steve segir vera „alternative“-tónlist og raftónlist. Steve er höfundur verksins en dansar ekki í því sjálfur. Hann dansar hins vegar í verkinu Ótta eftir Ásgeir Helga Magnússon, Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur og Unni Elísabet Gunnarsdóttur, sem er eitt verkanna fjögurra. Auk þess tekur hann þátt í undan- úrslitum Dans, dans, dans á laug- ardagskvöldið. „Já, þetta er hekt- ísk vika,“ segir hann. „En ég er ekkert stressaður, bara spenntur og hlakka til að sjá verkið mitt í endan legri útgáfu. Þarf bara að passa að halda ró minni og skipu- leggja mig vel.“ Spurður hvort ekki sé ósann- gjarnt gagnvart öðrum keppend- um í Dans, dans, dans að þaul- reyndir atvinnudansarar taki þátt segir Steve að hann geti ekki séð það. „Samkvæmisdansararnir eru líka atvinnufólk og hafa tekið þátt í heimsmeistarakeppni. Það hef ég aldrei gert, þannig að ég er lítill fiskur í þessari tjörn. En ég skil samt alveg að fólk velti þessu fyrir sér. Auðvitað hef ég mun meiri reynslu en flestir dansar- arnir þarna en ég held að þátt- taka atvinnudansara hækki stand- ardinn og hvetji hina dansarana til að gera sitt besta. Mér finnst öll atriðin mjög góð og hef ekki séð neinn stórkostlegan mun. Ég þurfti virkilega að leggja hart að mér til að komast áfram síðast.“ fridrikab@frettabladid.is Ég er lítill fiskur í þessari tjörn. En ég skil samt alveg að fólk velti þessu fyrir sér. Frumsamin íslensk skáldverk og ljóð í Bókatíðindum MENNING BÆKUR ★★★★★ Suðurglugginn Gyrðir Elíasson UPPHEIMAR Sú tilfinning að ná ekki í gegn, ná ekki sambandi við annað fólk, standa utan við og á skjön við mannlegt samfélag, er líkt og rauður þráður gegnum allt höfundar- verk Gyrðis Elíassonar. Þetta kemur m.a. fram í búsetu sögumanna. Þeir eru oft einir, tímabundið, eða bara yfir höfuð – hafa ýmist verið yfirgefnir eða sjálfir tekið hatt sinn og staf og „lagst út“. Komið sér fyrir á eyði- legum stað, í kofa, í sumarhúsi, á gistiheimili utan alfaraleiðar, eða jafnvel á hóteli í smábæ. Sögumaður Suðurgluggans er staddur ekki langt frá Reykjavík, í bústað vinar síns, sem hann hefur fengið léðan til þess að fá næði til að skrifa bók. „Enginn kemur að hitta mig, og það hentar mér vel,“ segir hann. Glíman við sköpunina tekur á og hann á í mestu erfiðleik- um með að koma nokkru frá sér. Hann notar Olivetti-ritvél til skrift- anna, en hún er hálfómöguleg, eins og rithöfundurinn sjálfur. Útvarpið er glugginn út í veröld- ina, sögumaður hlustar á fréttir og þannig tengir heimurinn sig við hann; ástandið í Líbýu, Kólumb- íu og Pakistan, hneyksli skekur Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og svo eru fregnir af skattaparadísum, sem sögumaður vill kalla skatthol. Gyrðir Elíasson þarf ekki að hrópa á torgum til þess að koma sam- félagsádeilu til skila, heldur seytl- ar hún hljóðlega meðfram sögunni. Útlegð persóna Gyrðis er oft sjálfskipuð og einsemdin sjálfval- in. Tilfinninguna fyrir einangrun þeirra fær lesandi þó ekki aðeins vegna staðsetningarinn- ar. Maðurinn er alltaf einn, jafnvel þegar hann er með öðrum. Sögumað- ur Suðurgluggans skrif- ar bréf sem hann sendir aldrei. Þau bréf sem hann fær sjálfur brennir hann óopnuð. Í bakgrunni er ástarsamband sem farið hefur út um þúfur, þó að ekki fái lesendur að vita mikið um það. Það hefur orðið eitthvert rof í samskiptum hans við annað fólk. Í Suðurglugganum finna lesend- ur sig æ ofan í æ á kunnuglegum slóðum. Það er bókstaflega hægt að lesa bókina með tékklista á lofti og merkja við stef sem eru síendur- tekin í verkum höfundarins. Þarna er hundur að sniglast. Mikið kaffi er drukkið. Dónalegt afgreiðslufólk sem sögumanninum stendur stugg- ur af … Allt gómsæta Gyrðis stöffið er þarna í réttum hlutföllum. Vís- anir í bókmenntaverk, ísmeygileg fyndni og ádeila á samtímann. Allt er þetta óaðfinnanlega gert, eins og venjulega, og mikill fengur fyrir þau sem eru hrifin af Gyrði. Og fyrir þau sem hafa aldrei fílað hann (nýlega komst ég að því að þannig eintök eru til): Þið kunnið ekki gott að meta og munuð líklega ekki fíla þessa bók heldur. *Ef menn eru að velta vöngum yfir fyrirsögninni, þá kemur þessi setning nokkrum sinnum fyrir í bókinni. En frómt frá sagt, þá eru þar fáir í stuði. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir NIÐURSTAÐA: Yndisleg bók, klæð- skera sniðin að smekk þeirra sem hafa smekk fyrir verkum Gyrðis Elíassonar. Nú mega jólin sko koma fyrir mér. Eru ekki allir í stuði? Hvað gerist þegar lífi ð tekur nýja stefnu? Steve Lorenz er höfundur dansverksins … Og þá aldrei framar, eins fj ögurra nýrra verka sem Íslenski dansfl okkurinn frumsýnir í kvöld. Hann er kóreógraf eigin verks, dansar í öðru verki sýningarinnar og er í undanúrslitum í Dans, dans, dans. UNGIR HÖFUNDAR Verk sex ungra danshöfunda mynda sýninguna Á nýju sviði sem frumsýnd er í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld á Nýja sviði Borgarleikhússins fjög- ur verk eftir unga, upprennandi danshöfunda undir yfirskriftinni Á nýju sviði. TIL eftir Frank Fannar Pedersen fjallar um konu sem lifir á mörkum ímyndunar og raunveruleika og sækir danshöfundurinn innblástur í persónu Guð rúnar Ósvífursdóttur og ummæla hennar: „Þeim var ég verst er ég unni mest.“ … OG ÞÁ ALDREI FRAMAR eftir Steve Lorenz tekur á umpólun og breyt- ingum. Það skoðar augnablik þegar eitthvað stórvægilegt gerist sem breytir lífi manns varanlega. ALLEGRO CON BRIO eftir Karl Friðrik Hjaltason er samið utan um tónverk Dmitri Shostakovich og reynir Karl að draga fram upplifun sína af tónsmíðum Shostakovich. ÓTTA er eftir Ásgeir Helga Magnússon, Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur og Unni Elísabet Gunnarsdóttur en þau eru öll dansarar Íslenska dansflokksins. Ótta fjallar um óróleikann sem margir finna fyrir milli klukkan 03.00 og 06.00. Fjögur ný verk á Nýja sviðinu í kvöld DANSAR Í ÓTTU Steve dansar ekki í eigin verki en er hins vegar einn dansaranna í Óttu, einu fjögurra verka í sýningunni. Hvílíkt snilldarverk er maðurinn! Í IÐNÓ Mánudaginn 26. nóv. kl. 20:00 Aðeins þessi eina sýning! Miðasala í Iðnó, sími 562 9700 Shakespeare beint í æð! Forlagið er sem fyrr atkvæða- mesta útgáfufyrirtækið á sviði skáldsagna- og ljóðabókaútgáfu hér landi. Sé mið tekið af skráningum í Bókatíðindi koma út 81 frum- samdar skáldsögur fyrir full- orðna, smásagnasöfn og ljóð út í ár. Þar af koma 30 verk út á vegum undir merkjum Forlagsins, sem er um 37 prósent af heildarútgáfunni í þessum flokkum. Aðeins tvö forlög til viðbótar gefa út fleiri en þrjá titla í þessum flokkum í ár; Bjartur-Veröld gefur út tíu skáldverk og Upp heimar gefa út níu verk. Tvö bókaforlög gefa út þrjú skáldverk, Óðinsauga og Tindur; sex gefa út tvo titla í þessum flokk- um en fjórtán forlög og einstak- lingar gefa út einn titil á þessu ári. Alls eru 842 titlar skráðir í Bókatíðindi í ár, sem er met. Forlagið með 37% skáldverka fyrir fullorðna Forlagið gefur út 30 skáldverk og ljóðabækur í ár. Bjartur/Veröld og Uppheimar gefa út um tíu titla hvort. Forlagið 30 Bjartur Veröld 10 Uppheimar 9 Aðrir 32 Alls 81 GYRÐIR ELÍASSON Í Suðurglugganum finna Gyrðismenn sig á kunnuglegum slóðum, segir gagnrýnandi. „Allt gómsæta Gyrðisstöffið er þarna í réttum hlutföllum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.