Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2012, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 22.11.2012, Qupperneq 8
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 LÖGREGLUMÁL Hinn 9. október síðast liðinn kom 26 ára maður á lögreglustöðina í Kópavogi og lagði fram kæru á hendur Bergi Má Ágústssyni fyrir alvarlega líkams árás. Maðurinn, Smári Valgeirsson, kvað Berg hafa ráð- ist að sér á Moe‘s bar í Breiðholti, stungið hann í lærið með hnífi og snúið hnífnum í sárinu. Atvikið á Moe‘s bar sýnir að undirheimaátökunum sem leiddu til ákæru á hendur Ann- þóri Karlssyni og Berki Birgis- syni í sumar er ekki lokið. Smári og Bergur Már voru þar báðir í aðalhlutverkum. Smári er á meðal tíu sakborn- inga í máli Annþórs og Barkar. Hann viðurkenndi fyrir dómi á mánudaginn var að hafa borið hitann og þungann af árásinni á Berg Má á heimili þess síðar- nefnda við Háholt í Mosfellsbæ. Hann kvaðst hafa verið með plastsleggju sem notuð er til að brjóta ís á skipum og látið högg- in dynja á Bergi Má með henni. Bergur hlaut opið beinbrot á sköflungi af atlögunni. Smári, sem er 26 ára, var drag- haltur þegar hann kom í héraðs- dóm að gefa skýrslu á mánudag. Hann var spurður um málið og sagði að heltin væri afleiðing þess þegar Bergur stakk hann fyrir sex vikum. Smári er bersýnilega í góðu vinfengi við Annþór og Börk, því að þeir féllust innilega í faðma í Héraðsdómi á þriðjudag. Bergur var spurður um atvikið á Moe‘s bar fyrir dómi á þriðju- dag þótt það komi dómsmálinu sem þar er til umfjöllunar í raun ekki við. Hann kannaðist við að hafa lent í átökum við Smára en neitaði því aðspurður að hafa Sleggjuárás í Háholti dregur dilk á eftir sér Draghaltur sakborningur í stóru líkamsárásarmáli kærir fórnarlamb sitt fyrir að hafa stungið hann í október. Viðurkennir að hafa látið sleggjuhögg dynja á mann- inum í janúar. Líka búið að kæra hann fyrir atvik sem leiddi til sleggjuárásinnar. HORFST Í AUGU Bergur Már Ágústsson, lengst til hægri, horfir í augu Barkar Birgissonar í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag. Bergur heldur því fram að Börkur og Annþór Karlsson hafi skipulagt hrottafengna árás á sig en tvímenningarnir segja að óvildar- menn þeirra í undirheimum hafi fengið Berg til að ljúga upp á þá sökum til að losna við þá af götunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég rétt svo næ að skeina mér sjálfur, hvernig á ég að geta stungið einhvern? Bergur Már Ágústsson, fórnarlamb sleggjuárásar og meintur stungumaður Aðalmeðferð í máli Annþórs og Barkar hélt áfram í gær þegar tekin var skýrsla af tveimur vitnum; einum lögreglumanni og svo vitni sem ekki tókst að hafa uppi á í fyrradag. Í upphafi dags krafðist Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Annþórs, þess að sækjandinn Karl Ingi Vilbergsson yrði úrskurðaður vanhæfur til að fara með málið þar sem hann hefði lent í átökum við Smára í Héraðs- dómi Reykjaness í sumar. Dómarar tóku sér hlé til að fjalla um kröfuna en höfnuðu henni. Þá var leikin upptaka af símtali fyrir dóminn þar sem einn af sakborn- ingunum í málinu heyrist greina lögreglumanni frá því að hinum og fjölskyldu hans hefði verið hótað ofbeldi ef hann breytti ekki framburði sínum og hlífði Annþóri og Berki. Sami sakborningur hafði á mánudaginn lýst því við skýrslutöku að Annþór og Börkur hefðu ekki komið nálægt neinum árásanna þriggja sem þeir eru ákærðir fyrir. Saksóknari og verjendur munu flytja mál sitt í dag. Greindi lögreglumanni frá hótunum stungið hann. „Ég rétt svo næ að skeina mér sjálfur, hvernig á ég að geta stungið einhvern?“ spurði hann, og vísaði til þess hversu illa farinn hann væri enn eftir árás- ina í janúar. Bergur Már er fósturbróðir barnsmóður Smára og má rekja deilur þeirra til þess. Þau tengsl voru ástæða þess að Bergur Már bankaði upp á hjá Smára 4. janú- ar síðastliðinn í fylgd nokkurra manna vopnaður sleggju og barði sambýling Smára í höfuðið í mis- gripum. Sambýlingurinn var Sig- mundur Geir Helgason, kallað- ur Simbi, sem þá var liðsmaður Hells Angels. Sú árás varð til þess að Sig- mundur og Smári héldu ásamt öðrum að heimili Bergs í Mos- fellsbæ síðar um daginn til að jafna metin, eins og segir frá hér að framan. Smári hefur nú líka lagt fram kæru á hendur Bergi fyrir þessa kylfuárás. Það gerði hann þó ekki fyrr en um miðjan september. Smári er með nokkur afbrot á ferilskránni en Bergur er hins vegar með um tuttugu dóma á bakinu, meðal annars fyrir skot- árás á hús í Hafnarfirði 2006. Þá játaði hann nýverið innflutning á tæplega þúsund e-töflum til lands- ins. stigur@frettabladid.is NISAN NOTE VISIA Nýskr. 06/11, ekinn 46 þús. km. bensín, beinskiptur. Frábær kaup kr. 1.990 þús. Rnr.200929 Mikið úrval af nýlegum, lítið eknum bílum á góðu verði í nóvember! Kletthálsi 11 og Breiðhöfða -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is NISSAN PATHFINDER SE Nýskr. 06/11, ekinn 49 þús km. dísel, sjálfskiptur Rnr. 260006 HYUNDAI Santa Fe METAN Nýskr. 08/12, ekinn 9 þús. km. bensín METAN, sjálfskiptur. Frábær kaup kr. 5.690 þús. Rnr.120078 HYUNDAI iX35 GLS Nýskr. 08/12, ekinn 16 þús km. bensín, sjálfskiptur. Frábær kaup kr. 4.690 þús. Rnr.151480. CHEVROLET LACETTI STATION Nýskr. 01/11, ekinn 26 þús. km. bensín, beinskiptur. Frábær kaup kr. 1.990 þús. Rnr.151534. HYNDAI i30 Classic Nýskr. 05/11, ekinn 45 þús km. bensín, beinskiptur Frábær kaup kr. 1.990 þús. Rnr.190652 NISSAN MICRA VISIA Nýskr. 06/11, ekinn 12 þús. km. bensín, sjálfskiptur. Frábær kaup kr. 2.190 þús. Rnr. 280269. Frábær kaup kr. 6.790 þús. Gerðu frábærkaup í nóvember Gott úrval af 4x4 bílum Tökum notaðan uppí notaðan! Erum í samningsstuði!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.