Fréttablaðið - 22.11.2012, Side 54

Fréttablaðið - 22.11.2012, Side 54
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46 Caput-hópurinn fagnar lokum 25. og upphafi þess 26. með þrenn- um tónleikum í Kaldalóni. Fyrstu tónleikarnir eru tileinkaðir tón- skáldinu Þorkatli Sigurbjörns- syni og fara þeir fram næsta sunnudag klukkan fimm. „Þorkell hefur verið lærimeist- ari flestra íslenskra tónlistar- manna, til dæmis má öruggt teljast að allir meðlimir Caput- hópsins hafi sótt tíma hjá honum. Það var því löngu kominn tími til að Caput héldi heila tónleika með verkum hans,“ segir í frétta- tilkynningu frá hópnum sem valdi í samráði við Þorkel verk sem hafa mjög sja lda n eða aldrei heyrst hér á landi. Þar á meðal ve r ð a þ r j ú verk sem hann samdi fyr ir Þóru Johan sen, semballeikara í Amsterdam, nú flutt á tónleikum á Íslandi í fyrsta sinn. Elsta verkið á tón- leikunum, Oft vex leikur af litlu, var skrifað fyrir Gunnar Kvar- an og Gísla Magnússon fyrir um það bil hálfri öld og hefur lík- lega ekki verið flutt hér í áratugi. Sönglögin við ljóð Jóns úr Vör um þorpið hafa sárasjaldan heyrst sem og Þrjú andlit úr látbragðs- leik. Þá hafa Níu samhverfar rissur fyrir altflautu aldrei verið leiknar hér á tónleikum. Hvera- fuglarnir eru mest flutta verk þessara tónsmíða en verkið var skrifað fyrir Hafliða Hallgríms- son og Pétur Jónasson og frum- flutt í Edinborg 1984 og oftsinnis síðar með Caput. Sjaldheyrð verk eft ir lærimeistara fl estra tónlistarmanna Caput-hópurinn fl ytur verk eft ir Þorkel Sigurbjörnsson á tónleikum í Kaldalónssal Hörpu á sunnudag. ÞORKELL SIGURBJÖRNSSON Þorkell Sigurbjörnsson (f. 1938) lærði við Tónlistarskólann í Reykjavík með píanóleik sem aðalgrein. Að loknu prófi hér heima fór Þorkell til Bandaríkjanna og stundaði þar nám við Hamline-háskólann í Minnesota og meistaranám við Illinois-háskóla í Champaign-Urbana. Hann var for- maður Tónskáldafélags Íslands á árunum 1983–88 og um skeið formaður Bandalags íslenskra listamanna. Hann starfaði um árabil með Musica Nova og kenndi tónfræði og tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. er eitt kunnasta og afkastamesta tónskáld Íslands. Þekktastur er hann fyrir sálmalög sín, en meðal annarra verka á löngum ferli eru hljómsveitarverk, óratóría, barnaóperur, rafverk, konsertar fyrir flautu, fiðlu, selló og kontrabassa, þrír strengjakvartettar og kammerópera. Þorkell hlaut heiðursdoktorsnafnbót frá Hamline-háskólanum 1999 og er félagi í Konunglegu sænsku tónlistarakademíunni. Þorkell Sigurbjörnsson HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2012 Félagsvist 20.00 Félagsvist Rangæinga og Skaftfellinga verður haldin í Skaftfell- ingabúð, Laugavegi 178. Allir velkomnir og gott með kaffinu. Leikrit 20.00 Artik sýnir einleikinn Hinn full- komni jafningi eftir Felix Bergsson í Norðurpólnum við Gróttu. Málþing 16.30 Örráðstefna um lungnakrabba- mein verður haldin í Skógarhlíð 8. Þar koma fram læknar sem og einstaklingar sem greinst hafa með lungnakrabba- mein, en það er annað algengasta krabbameinið hjá báðum kynjum. Áhersla verður lögð á að snemmgrein- ing skiptir sköpum. Tónlist 20.00 Kammerkór Reykjavíkur og karla- kórsinn Stefnir halda tónleika í Dóm- kirkjunni. Stjórnandi er Julian Hewlett. Zbigniew Zuchowicz leikur á orgel og píanó. Einsöngur: Árni Gunnarsson, Heiðrún K. Guðvarðardóttir, Kristín R. Sigurðardóttir, Ólafur Geir Sverrisson og Vilborg Helgadóttir. 20.30 Kvartett Sigurðar Flosasona kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í Norræna húsinu. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 21.00 Auður Guðjohnsen flytur þekkta jazzslagara ásamt hljómsveit á Café Rosenberg. Aðgangseyrir er kr. 500. 22.00 Sara Blandon, Eðvarð Lárusson og Magnús Einarsson halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Listamannaspjall 17.00 Laura Luck verður með lista- mannaspjall í Listasafni Árnesinga. Spjallið fer fram á ensku og aðgangur er ókeypis. Fyrirlestrar 12.05 Ásdís R. Magnúsdóttir, prófessor í frönsku máli og bókmenntum við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur í stofu 106 í Odda. Mun hún fjalla um þýðingu sína á Perceval eða Sögunni af gralnum eftir Chrétien de Troyes. 20.00 Steinar Ingi Farestveit og Stefán Pálsson deila vitneskju sinni um bók- stafinn ð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Gísli B. Björnsson hönn- uður mun einnig segja frá ólíkum kenn- ingum um teiknun ð-sins í gegnum árin. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Opið laugard. kl. 10-14

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.