Fréttablaðið - 29.11.2012, Side 74

Fréttablaðið - 29.11.2012, Side 74
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING | 54 ➜ Síldin er best þegar hún er búin að standa í leginum í minnst tvær vikur. Síld í appelsínulegi er réttur sem þarf að gera með minnst tveggja vikna fyrirvara segir Marentza Poulsen smurbrauðsjómfrú. Reyktu kartöflurnar er auðvelt að útbúa heima bætir hún við, í útigrillinu eða sérútbúnum kassa sem fæst í veiðibúðum. Nú ætlar Marentza í fyrsta sinn að bjóða upp á jólamat í Café Flóru í Laugardalnum á aðventunni. Gestir þar eiga á góðu von því hún ætlar að skapa nýtt jólaævintýri í Reykjavík sem tekur til allra skilngarvita. „Hugmynd mín er sú að þegar fólk gengur í gegnum jóladalinn (Grasagarðinn) inn í garðskálann fái það vasaútgáfu af þeirri til- finningu sem það fær þegar það labbar inn í Tívolí í Köben!“ segir hún. Appelsínusíld á reyktum kartöflum 10 fersk síldarflök (fást í góðum fiskbúðum og Kolaportinu) 1 lítri vatn 1/2 lítri kryddedik 1/2 kg sykur 1 laukur, hreinsaður og skorinn í sneiðar 3 lárviðarlauf 1 msk. svartur pipar, heill 1/2 msk. allrahanda heilt 1/2 msk. sinnepsfræ 5 dl appelsínusafi (gott að hafa til helminga safa úr fernu og kreistri appelsínu) Börkur af 3 appelsínum Setjið allt hráefnið í pott nema safann og börkinn og látið sjóða í 30 til 40 mínútur. Gott er að hafa lok á pottinum þar sem ediklögurinn er frekar sterkur þegar hann hitnar. Sigtið löginn. Bætið síðan appels- ínusafanum og berkinum við. Þegar lögurinn er orðinn vel kaldur er síldin skorin í bita og sett saman við hann. Síldin er best þegar hún er búin að standa í leginum í minnst tvær vikur. Ef ekki fæst fersk síld er hægt að kaupa hana marineraða, sigta hana frá leginum sem hún er í og setja hana í eigin lög. Kartöflur Setjið vel þvegnar kartöflur í pott og látið vatn flæða vel yfir þær. Saltið. Vatnið á að vera nánast eins salt og sjór. Sjóðið. Setjið smá sag í botninn á reykkassanum og plötuna ofan á. Setjið kartöflurnar á grindina og reykið þær í um það bil tvo tíma. - gun Síld með hátíðarbragði Síld á vel heima á íslenskum aðventu- og jólaborðum og Marentza Poulsen smurbrauðsjómfrú kann óbrigðular aðferðir við að gera hana að hátíðamat. Hér marinerar hún síld í appelsínulegi og reykir kartöfl ur. MARENTZA POULSEN Gerir síld að veislumat. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON eða á www.somi.is Frí heimsending* Pantaðu í síma Hamborgarahryggur og kartöflusalat Dönsk lifrakæfa, sveppir og beikon Jólasíldar- salat Hver veislubakki er hæfilegur fyrir 4 eða 5. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. Klassískt um jólin! NÝR VEISLUBAKKI PRÓFAÐUEITTHVAÐ NÝTT! 30 bitar 12 snittur Steikt Peking önd með Peking sósu, gúrkum, blaðlauk og salatblöndu í mjúkri tortilla köku. Síldin er svokallaður uppsjávar- og miðsævisfiskur og er að finna niður á allt að 250 metra dýpi. Hún er ein algengasta fisktegundin á norðurhveli jarðar og eru heimkynni hennar í austanverðu Atlantshafi, eða allt frá Hvítahafi í austri að Biskajaflóa við Spán og Frakk- land og á vestanverðu Atlantshafi frá Labrador suður til Norður-Karólínuríkis í Bandaríkjunum. Í síldinni er mikið af omega-3 fitusýrum sem hafa jákvæð áhrif á samsetningu blóðfitunnar og hindra æðakölkun, en þær hafa einnig jákvæð áhrif á storkn- unareiginleika blóðsins og hindra myndun á blóðtappa. Í feitum fiski, eins og laxi og síld, fást u.þ.b. 2,4 g af omega-3 fitusýrum úr 200 g skammti. Síldin inniheldur líka mikið af prótínum eða 19,3 g í 100 g af fiski. Prótínið í fiski er auðnýtanlegt og amínósýrurnar eru í heppilegu hlutfalli fyrir manninn. Í síldinni er einnig mikið af A-, D- og E-vítamínum og steinefnum eins og joði og kalki en sjávarfiskur er helsti joðgjafinn í fæðinu. Fyrir utan gagnsemi omega-3 fitusýranna er síld einnig góður D-vítamíngjafi og ekki veitir af á þessum árstíma. D-vítamín myndast í húð fólks fyrir tilstilli sólarljóss og þar sem hér á norðurslóðum skortir töluvert af sólar- ljósi yfir vetrartímann þurfum við að huga að öðrum leiðum til að ná í D-vítamín. Þar kemur síldin að góðum notum enda hafa Íslendingar neytt hennar um langt skeið. D-vítamínið er helst að finna í feitum fiski eins og síld, sardínum og túnfiski og hjálpar það verulega til við kalkbúskap líkamans og uppbyggingu beina. Heimild: Heimasíða Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins Síld er holl og góð FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.