Fréttablaðið - 07.12.2012, Page 23

Fréttablaðið - 07.12.2012, Page 23
FÖSTUDAGUR 7. desember 2012 | SKOÐUN | 23 Einu sinni var internet. Og þetta internet þótti alveg ágætt en það var alveg rosalega stórt. Svo stórt að mörgum okkar þótti það óþægi- legt. Sérstaklega þótti mörgum óþægilegt hvað við, á þessu litla landi, höfðum litla stjórn á því hvað menn gætu gert úti á hinu stóra interneti. Þar, úti á hinu stóra interneti, gátu útlendingar til dæmis keypt lén með íslenskum „.is“-endingum. Þeir voru raunar ekkert rosalega margir sem það gerðu en tilhugs- unin ein var óþægileg. Einhver útlendingur gat keypt upp lén eins og origami-and-pizza.is án þess að hafa nein tengsl við Ísland! Menn sögðu: „Hvað ef einhver Ís- lendingur vill síðan setja upp eigin síðu helgaða pappírsbroti og flat- bökum? Hvað þá?“ Svo fór að mönnum datt í hug að banna útlendingum að eiga íslensk lén með því að krefjast þess að allir sem keyptu slík lén hefðu íslenska kennitölu. Þessi hug- mynd reyndist misráðin. Íslensku lénin urðu einfaldlega enn dýrari í kaupum, uppsetningu og hýsingu. Menn gátu keypt upp „.com“ lén og sett upp eigin síðu sama kvöld, en með „.is“-lénin var þetta miklu meira vesen. Flestir Íslendingar fóru þannig að kaupa erlend lén. Því miður varð það erfiðara eftir því sem öðrum ríkjum fór að þykja þessi regla um að banna útlendingum að kaupa lén sniðug. Fleiri ríki fóru að krefja menn um kennitölur, skilríki og „tengsl við landið“. Jafnvel í Bandaríkjunum var farið að ræða það að einskorða „.com“ lén við fyrirtæki sem væru bandarísk. Heimurinn varð verri og við hjálpuðum til. Stefnan „is-endingar fyrir Ís- lendinga!“ reyndist bara eitt skref í átt til þess að girða hinn „íslenska hluta netsins“ af fyrir óæski legum ytri áhrifum. Næst bönnuðu menn fjárhættuspil með því að banna kortafyrir tækjum að sjá um milli- færslur fyrir er lendar spila síður. Þetta var gert með þeim rökum að næstum því 1% full orðins fólks spilaði meiri póker á netinu en ríkið taldi því hollt. Þessi ráð dugðu hins vegar ekki nægilega vel og fólk fann leiðir fram hjá þeim. Þá var lögunum breytt og einfaldlega lokað fyrir síðurnar á Íslandi. Svo voru sett upp einhver netspilavíti sem rekin voru af íslenskum einokunar aðilum. Menn sögðu: „Ef Íslendingar eiga að tapa í póker á netinu skulu þeir í það minnsta tapa fyrir öðrum Íslend- ingum! Og Íslendingar skulu hirða gróðann!“ Næst fór klámið svipaða leið, fyrst var lokað á greiðslurnar, svo síðurnar. Fáir mótmæltu þessu því það skoðar næstum því enginn klám. Svo er klám hvort sem er bannað á Íslandi. Þá var farið að loka hvers kyns síðum þar sem fólk gat deilt tónlist og kvikmynd- um mislöglega. „Af hverju að hafa opið fyrir síður sem bjóða aðal- lega upp á hluti sem eru ólöglegir á Íslandi?“ spurðu menn. Raunveruleg hætta? Ég gæti haldið hér áfram og málað upp dekkri og dekkri framtíð – jafnvel framtíð þar sem stór hluti síðna á netinu er læstur Íslending- um. Kannski þætti einhverjum það ótrúverðug bölsýni. En til hvers að stíga nokkur skref í þá átt? Um leið og menn fara að skipa kortafyrir- tækjum að banna viðskipta vinum sínum að borga fyrir ákveðna tegund af þjónustu verða menn fljótir að bæta við þann svarta lista. Menn munu segja að þetta sé bara spurning um að það sé „farið að lögum“ og rökstyðja eitt bann með því að vísa til annars. Um leið að við bönnum nógu margt munu menn tala um að það sé „ábyrgðarhlutur að leyfa“ hitt sem ekki er bannað. Erlendar stefnumótasíður: „Er þetta ekki allt meira og minna mansal?“ Erlendar tónlistarsíður: „Fá tón- listarmennirnir nokkuð borgað?“ Og svo framvegis. Fá erlend fyrirtæki nenna að sníða þjónustu sína sérstaklega að lögum 300 þúsund manna mark- aðar. Þess vegna hryllir mig við öllum tilraunum til þess að búa til sérstakt íslenskt netsvæði þar sem einhver séríslensk lögmál gilda. En þetta eru ekki nýjar hugmyndir. Tollar og viðskipta- hindranir eru þekktar leiðir þjóða til að gera sjálfar sig fátækari. Við þurfum bara að spyrna við fótum í þetta skiptið. Litla-netið-okkar.is Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur Tollar og viðskipta- hindranir eru þekktar leiðir þjóða til að gera sjálfar sig fátækari. Fræg er innkoma hins danska Lars Christensen í umræður um íslensk efna- hagsmál árið 2006. Lars karlinn var ekki sleginn blindu á ójafnvægið, skuld- setninguna og hætturnar í íslensku efnahagsbólunni eins og flestir hér heima. Hann horfði á mælana, kannaði undirliggjandi hagvísa og dró sínar álykt- anir um að hér stefndi í óefni og reyndist sann- spár eins og við þekkjum. Nýfrjálshyggju- og útrásarliðið á Íslandi tók gagnrýni hans illa eins og yfirleitt öllu og öllum sem ekki tóku þátt í lofgerðarsöngnum um íslensku snilldina. Lars þótti vera veisluspillir sem stýrðist af litlu öðru en sérstakri tegund af danskri öfund og var þannig afgreiddur út úr umræðunni. Áhugi erlendra fjárfesta vaxandi Nú er Lars mættur hingað í annað sinn eftir hrun með Íslandsgrein- ingu sína og samstarfsmanna hjá Danske Bank í farteskinu. Hin fyrri, fyrir einu og hálfu ári eða svo, var fremur jákvæð í garð þess árangurs sem þá hafði náðst frá hruni og rímaði ekki illa við skrif mín um landris í efnahagsmálum. Ekki tók nú stjórnarandstaðan bein- línis kollhnís af gleði vegna fyrri heimsóknar Lars Christensen hing- að eftir hrun ef ég man rétt, enda boðaði hún svartnætti dag eftir dag. En hver er í hnotskurn boðskapur Lars Christensen í nýrri greiningu hans? „Þetta gæti verið betra en er nú ekki svo slæmt“ (lausleg þýð- ing á yfirskrift kynningar hans á fundi VÍB). Á Íslandi er hag vöxtur meiri og verður að öllum líkindum meiri á næsta ári en á a.m.k. þremur hinna Norðurlandaríkjanna og nær flest öllum ríkjum Evrópu. Atvinnuleysi er minnkandi og hefur lækkað hraðar en Lars og félagar reiknuðu með í síðustu spá. Hér er kominn viðunandi stöðug- leiki, fjármálakerfið komið í gang, grunnur einkaneyslu er þokkalega traustur og fjárfestingar þokast upp á við. Lars hefur ekki tiltakanlegar áhyggjur af verðbólgu og telur ekki þörf fyrir meira peningalegt aðhald nema síður sé. Áhugi erlendra fjár- festa fer vaxandi á Íslandi þó að höft á fjármagnshreyfingar fæli frá og ofan af þeim telur Lars þurfa að vinda svo fljótt sem auðið er. Ekki afgreiddur sem vinstri „agent“ Sem sagt, að mati hins danska spá- manns er efnahagslífið á réttri leið. Og ekki verður maðurinn af- greiddur sem vinstri „agent“ eða málpípa ríkisstjórnarinnar. Lars lýsir sjálfum sér sem hörðum mark- aðssinna og höllum undir kenningar Milton Friedman. Nei, þetta er sami maður og sagði okkur til syndanna 2006 og reyndist því miður hafa rétt fyrir sér. Er ef til vill ástæða til að taka mark á honum nú eða eigum við að afgreiða hann aftur úr umræðunni með ódýrum hætti og fylgja leiðsögn Bjarna Ben og Sig- mund Davíðs í efnahagsmálum um að heimurinn sé að farast? Spámaður snýr aftur! EFNAHAGSMÁL Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðherra ➜ Sem sagt, að mati hins danska spá- manns er efnahags- lífi ð á réttri leið. Opið mán - fös 11-18 lau 12-16 Höfðatorgi | S 577-5570 Erum á facebook Verið velkomin! 2ja ÁRA FYLGIHLUTIR SEM TEKIÐ ER EFTIR Plomo o Plata Syster P S´nob Triwa Hendrikka Waage Feldur FeldurTriwa Monica Boxley

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.