Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.12.2012, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 07.12.2012, Qupperneq 28
7. desember 2012 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 28 Starf mitt felst í því að gæta að réttindum fólks, meðal annars vegna umferðarslysa. Ég veit því vel að það verður seint sagt að íslenskt trygginga- umhverfi ofali þá sem eiga um sárt að binda vegna slysa. Sumir launþegar eru þó betur settir en annað fólk, þar sem þeir hafa viðbótartryggingavernd vegna bílslysa í sínum kjarasamningi. Trygg- ingin er þó að hverfa úr kjarasamningum án þess að nokkur veiti því athygli. Til mín leituðu tveir einstak- lingar á síðasta ári sem tóku laun eftir sama kjarasamningi og lentu í umferðarslysi sem var bóta- skylt eftir reglum umferðarlaga. Rétt rúmir tveir mánuðir voru á milli slysanna og fékk annar aðil- inn 30% hækkun á bætur en hinn fékk enga slíka hækkun. Ástæðan var einföld, á milli slysanna hafði viðbótartryggingarvernd vegna umferðarslysa verið tekin út úr kjarasamningnum. Því átti annar aðilinn bótarétt úr slysatrygg- ingu launþega meðan hinn átti engan slíkan rétt. Kjarasamnings- rétturinn hafði því verið skertur. Hagur launþega ekki betri Við þetta rifjaðist upp samtal sem ég átti við fulltrúa launþega í mjög stóru stéttarfélagi stuttu eftir efnahagshrunið í október 2008. Ég velti því fyrir mér hvort nokkurt svigrúm væri til launa- hækkana á Íslandi næstu árin og hvort ekki væri hægt að nota tækifærið til að semja um betri réttindi, svo sem aukna trygginga- vernd, styttri vinnuviku og fleiri sumar frísdaga. Ef gefa ætti þessi auknu réttindi eftir síðar yrði það ekki gert nema gegn launahækkunum. Staða launþega myndi því batna til lengri tíma. Fulltrúinn sagði almennan vilja fyrir launahækkunum, þar sem fjárhagsstaða almenn- ings væri erfið. Ég hafði áhyggjur af tvennu þegar ég hugsaði að launahækkanir yrðu sambærilegar hjá öllum stéttar- félögum: Í fyrsta lagi hvort hækk- anir myndu skila sér út í verð lagið og að auki hækka verðtryggðar skuldir þannig að nettó ávinn- ingur af flötum launahækkunum væri enginn. Í öðru lagi hvort ríki og sveitarfélög hefðu takmarkað fjármagn í almennar hækkanir sem myndi leiða af sér hækkun skatta og útsvars. Því miður urðu áhyggjur mínar að veruleika. Þegar litið er til kjarasamnings einstaklinganna sem ég nefndi í upphafi greinarinnar, og þá sér- staklega tímabilsins frá október 2008 til dagsins í dag, má sjá að lægstu laun í samningnum hafa hækkað um 36%, sem er vel, en hæstu launin um 17%. Þess ber að geta að hæstu launin í launa- töflunni voru þó ekki hærri en svo að þau voru rétt yfir meðal- heildarlaunum Íslendinga. Á sama tíma hefur vísitala neyslu- verðs hækkað um tæp 27%, vísi- tala launa um tæp 24%, vísitala byggingarkostnaðar um tæp 29%, bensín, áfengi og tóbak um rúm 60% og raunskatthlutfall meðal- launa hækkað úr 25,5% í 27,7%. Kaupmáttur hefur því ekki aukist heldur minnkað. Almennar launa- hækkanir hafa því ekki skilað því markmiði að bæta hag launþega. Til að bæta gráu ofan á svart er verið að skerða önnur réttindi í kjarasamningum á sama tíma. Erfitt að ná réttindum aftur Ég er ekki forspár maður og ekki sérfræðingur í hagfræði. Þegar áðurnefndar áhyggjur mínar komu á daginn taldi ég líklegast að ég hefði ekki verið einn um að átta mig á sam- hengi almennra launahækkana og verðlags- og skattahækkana. Ég vona að þeir fáu heppnu sem enn þá hafa aukna trygginga- vernd í sínum kjarasamningum, s.s. í kjara samningum við ríki og sum sveitar félög, gefi þessi rétt- indi ekki eftir án nokkurs endur- gjalds. Erfitt er að ná réttindum aftur inn síðar þegar ekkert er til að semja um á móti. Því spyr ég þig, kæri launþegi: Er gætt að rétti þínum? Er gætt að rétti þínum? ➜ Kaupmáttur hefur því ekki aukist heldur minnkað. Almennar launahækkanir hafa því ekki skilað því markmiði að bæta hag launþega. KJARAMÁL Ingólfur Magnússon héraðsdómslög- maður og sérfræðingur í slysa- og skaða- bótamálum util if. is 20% PAKKAAFSLÁTTUR EF KEYPT ERU SKÍÐI, Bindingar OG SKÓR NIÐUR BREKKU FER DÖMUSKÍÐI MEÐ BINDINGUM ROSSIGNOL ATTRAXION 1 79.990 kr. HERRASKÍÐI MEÐ BINDINGUM ROSSIGNOL ALIAS 74 69.990 kr. DÖMUSKÍÐASKÓR NORDICA CRUISE 55 29.990 kr. HERRASKÍÐASKÓR ROSSIGNOL ALIAS SENSOR 70 33.990 kr. SKÍÐAGLERAUGU UVEX CERVON 7.990 kr. HJÁLMUR ROSSIGNOL TOXIC - GRÁR 11.990 kr. N A S YY N A S Y Á R N A S Y Á R N A R N A R N R N N I N I NN RRRRR Því er oft haldið fram að lítill niður skurður hafi orðið í velferðar- kerfinu og vísað til forgangsröð- unar í ríkisfjármálum. Ætli það sé raunin hjá framhaldsskólum landsins sem eru hluti af velferðar- kerfinu? Hefur þeim verið hlíft við niðurskurði? Hver er veruleikinn í skólastarfinu? Hér á eftir verða dregnar fram nokkrar stað reyndir til íhugunar fyrir þá sem standa fyrir utan skólakerfið. Verkefni framhaldsskólanna hafa aukist jafnt og þétt á undan- förnum árum, einkum vegna fjölgunar nemenda. Þannig voru nemendur í framhaldsskólum árið 2007 samtals 19.096 en 20.235 árið 2011 sem varð tæplega 6% fjölgun. Þessu til viðbótar inn- rituðust tæplega 1.500 nemendur í skólana haustið 2011 vegna átaks- ins „Nám er vinnandi vegur“. Rétt er að minna á þá staðreynd að fyrir hrunið haustið 2008 hafði framhaldsskólinn þegar orðið fyrir miklum niðurskurði. Fjár- heimildir hans síðan þá hafa þrátt fyrir það ekki verið í samræmi við fjölgun nemenda og aukin verkefni. Á árunum 2007 til 2011 voru fjárheimildir til skólanna skornar niður um rúmlega 18%, reiknað á verðlagi ársins 2011. Í skýrslum OECD um mennta- mál kemur fram að árleg útgjöld vegna hvers nemanda í íslenskum framhaldsskólum lækkuðu að raunvirði milli áranna 2006 og 2007 og voru þó lág fyrir í alþjóð- legum samanburði. Árið 2008 voru árleg útgjöld á hvern fram- haldsskólanemanda í fullu námi á Íslandi að raunvirði 12% undir meðaltalinu í löndum OECD. Eftir 2008 hefur mikill niður- skurður fjár til framhaldsskóla snaraukið vandann sem þegar var fyrir hendi. Í fjárlagafrumvarp- inu fyrir árið 2013 kemur fram að uppsafnaður niðurskurður í framhaldsskólakerfinu frá 2009 til 2013 sé rúmlega 4 milljarðar, sem er rúmlega 18% á verðlagi ársins 2013. Í árlegri fjárlaga- gerð hefur ekki verið tekið tillit til mikillar fjölgunar nemenda og meira skorið niður í rekstri þeirra en stjórnvöld vilja vera láta. Veruleikinn í skólastarfinu Niðurskurðurinn í skólastarfinu birtist þannig að fjöldi nemenda á hvert kennslustarf hefur aukist og námshópar fara sístækkandi en fjöldi kennara hefur ekki þróast í samræmi við fjölgun nemenda. Í rannsókn á starfs- umhverfi í framhaldsskólum í byrjun þessa árs, sem um 1.000 félagsmenn KÍ í framhalds- skólum tóku þátt í, kom fram að haustið 2011 voru 90% kennara með fjölmennari námshópa en hópaviðmið segja til um. Sístækk- andi námshópar eiga stóran þátt í slæmum starfsaðstæðum nem- enda og kennara. Kennarastarfið er erfiðara and- lega og streita í starfi jókst um 16 prósent milli áranna 2010 og 2012. Kennarar hafa minna svigrúm til að sinna hverjum nemanda og nota fjölbreytta kennsluhætti og námsmatsaðferðir. Minni einstak- lingsbundin samskipti kennara og nemenda í kennslustundum bitna á öllum nemendum en mest á þeim sem þurfa á sérstakri leið- sögn að halda. Námshópar í verk- legu námi eru stærri en aðstæður leyfa, og alvarlegar spurningar vakna um öryggiskröfur við slíkar aðstæður. Framhaldsskólar landsins eru rúmlega 30, og höfðu 8 þeirra um helming nemenda árið 2011. Þessir 8 skólar hafa á að skipa rúmlega 20 náms- og starfsráðgjöfum til að sinna nem- endunum, sem þýðir um 500 nem- endur á hvern náms- og starfs- ráðgjafa. Í framhaldsskólalögum er kveðið á um rétt nemenda til náms- og starfsráðgjafar. Við slíkar aðstæður er þessi réttur bara í orði en ekki á borði. Til að minnka brotthvarf úr framhalds- skólanámi þarf að rjúfa vítahring slæmra starfsskilyrða nemenda og starfsmanna skólanna. Sam- félagið ætlast til mikils af skól- unum, þeir eiga því að geta vænst mikils af samfélaginu. Launaþróun félagsmanna KÍ Á árunum 2007 til 2010 dróst meðal launakostnaður á hvert stöðugildi í framhaldsskólum saman um 15%. Frá 2006 hefur framhaldsskólinn verið að dragast aftur úr launaþróun hefðbundinna háskólamenntaðra viðmiðunar- hópa sem starfa hjá ríkinu. Nú munar um 15-16% á dagvinnu- launum og 8-9% á heildarlaunum, framhaldsskólunum í óhag. Fram- haldsskólarnir eru í dreifstýrðu launakerfi eins og aðrar ríkis- stofnanir. Væntingar um að stofn- anasamningar gæfu möguleika á eðlilegri launaþróun gengu ekki eftir. Á næstu árum munu margir starfsmenn í framhaldsskólum láta af störfum vegna aldurs og ráða þarf nýtt fagfólk í staðinn. Það verður aðeins gert með því að framhaldsskólarnir verði sam- keppnishæfir í launum. Forgangs- mál í kjarasamningum 2014 er að jafna laun í framhaldsskólum launum viðmiðunarhópa og koma á eðlilegri og stöðugri launaþróun. Skólastarf í framhaldsskólum í skugga niðurskurðar MENNTAMÁL Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður Félags framhaldsskóla- kennara Hrafnkell Tumi Kolbeinsson varaformaður Félags fram- haldsskólakennara ➜ Kennarastarfi ð er erfi ðara andlega og streita í starfi jókst um 16 prósent milli áranna 2010 og 2012. Kennarar hafa minna svig- rúm til að sinna hverjum nemanda og nota fjölbreytta kennsluhætti og námsmats- aðferðir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.