Fréttablaðið - 07.12.2012, Side 41

Fréttablaðið - 07.12.2012, Side 41
LÍFIÐ 7. DESEMBER 2012 • 9 AUGLÝSING – SÓLEY ORGANICS KYNNIR „Við kynnum fimm nýjar vörur sem koma í verslanir nú fyrir jólin, Lind líkamskrem úr íslenskum jurtum sem margir hafa beðið eftir og Lind sturtusápu. Þá erum við einnig að ýta úr vör nýrri kertalínu sem kallast Mind, en Sóley Organics gengur út á hugmyndina um heilbrigt líferni og tengingu líkama og sálar,“ segir Sóley Elías- dóttir, eigandi Sóley Organics. „Mind-línan samanstendur af kertum sem búin eru til úr kókos og bývaxi með náttúrulegum ilmi og þau inni- halda ekkert blý. Við köllum þau Ljóð á ljósi en á kert- unum eru ljóð eftir íslensk skáld. Ljóðin Tvær stjörnur eftir Megas, Bústaður eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur, og Lendar elskhugans eftir Vigdísi Grímsdóttur. Stefnan er að Sóley Organics verði heildstætt lífsstílsvörumerki,“ segir Sóley, en einungis þrjú ár eru síðan Sóley Org- anics snyrtivörurnar komu á markað. „Við erum dæmi um lítið sprotafyrirtæki sem byrjar heima í eldhúsi en hefur vaxið jafnt og þétt. Í dag eru Sóley Organics vörurnar í sölu víða um heim, meðal annars í Singapúr, og þá hafa þær hlotið frábærar mót- tökur í Noregi, en þar eru vörurnar til sölu í 140 versl- unum. Allar vörurnar okkar eru búnar til frá grunni hér á Íslandi og framleiddar hjá Pharmarctica á Grenivík. Kertin eru eina undantekningin, en þau eru framleidd í Frakklandi. Okkar hreina land og umhverfisvæn hugsun er okkar sérstaða til að selja út á, ekki bara hvað við getum búið til mikið rafmagn,“ segir Sóley. „Þá sýnir vöxtur Sóley Organics að styðja eigi við litlu sprota- fyrirtækin.“ FIMM NÝJAR VÖRUR FRÁ SÓLEYJU Sóley Organics framleiðir íslenskar hágæða húðsnyrtivörur sem byggja á aldagamalli hefð. Vörurnar eru unnar úr villtum íslenskum jurtum og tæru íslensku vatni. Önnur innihaldsefni eru nær 100% náttúruleg. Sóley Elíasdóttir kynnir fimm nýjar vörutegundir frá Sóley Organics. MYND/VILHELM Sjá nánar á visir.is/lifid Lind Sturtusápa Náttúruleg sturtusápa með ís- lenskum jurtum sem hreinsar húðina og hárið, nærir og róar. Lind sturtusápan þurrkar hvorki húðina né hársvörðinn. Hún inniheldur blöndu af villtum ís- lenskum jurtum sem eru hand- t índar á svæðinu kr ingum Laugar vatn. Ljóð á ljósi Sóley Mind vörurnar eru framleiddar til að næra andann, auka vellíðan og minna okkur á að lifa í núinu. Fallegu ljósin okkar eru búin til af alúð úr hágæða náttúruafurðum, fyrir þig að njóta. Hugsaðu vel um þig og umhverfi þitt. Lind líkamskrem Silkimjúk og rakagefandi húðmjólk sem nærir og mýkir húðina. Lind líkamskrem inni- heldur blöndu af villtum ís- lenskum jurtum sem eru handtíndar á svæðinu kring- um Laugarvatn og olíu úr shea-hnetum. Kremið er líf- rænt vottað. Tvær stjörnur Ljóð eftir Megas. Ilmur af engifer, mandarínum og kardimommum. Lendar elskhugans Ljóð eftir Vigdísi Gríms- dóttur. Ilmur af fjólum og fíkjum. Bústaður Ljóð eftir Sigurbjörgu Þrast- ardóttur. Ilmur af rabarbara og patsolí.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.