Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.12.2012, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 07.12.2012, Qupperneq 42
AUGLÝSING: VARMA KYNNIR „VARMA-vörur eru tilvaldar í jólapakkann, en VARMA er stærsta alíslenska fyrirtækið sem framleiðir ullarvörur. Vörurnar eru klass- ískar og fallegar og eru alfarið framleiddar hérlendis,“ segir Birgitta Ásgrímsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá vörumerkinu VARMA. „Við erum með starfsstöðvar á Norðurlandi, Suður landi og á höfuðborgarsvæðinu og hefur hver starfsstöð sína sérhæfingu og verklag enda um margs konar vörur að ræða. Undir merkjum VARMA bjóðum við upp á mikið úrval af ullarsmávöru eins og húfum, treflum, sjölum, vettlingum og ennisböndum. Þá bjóðum við upp á klassískar flíkur úr ís- lenskri ull og má þar til dæmis nefna slár með handprjónuðum kraga og síða þæfða jakka sem hafa notið vinsælda upp á síð kastið. Klassísku peysurnar, sem fást í mörgum út- gáfum, henta líka flestum og gleðja dætur, mæður, frænkur, ömmur og afa.“ Birgitta segir sömuleiðis mikið úrval af vörum úr íslensku lambaskinni. „Þetta eru vandaðar vörur sem endast í mörg ár. Við bjóðum upp á klassískar mokkalúffur sem hafa verið á markaðnum árum saman og margir muna eftir úr sinni æsku. Einnig mokkainniskó sem er tilvaldir fyrir sumar- bústaðinn og ljúfar stundir heima fyrir. Fyrr á árinu settum við svo á markaðinn endur- hannaða mokkalínu eftir Sigríði Heimis dóttur iðnhönnuð. Í þeirri vinnu var aðal áherslan lögð á einfaldleika og gæði og í hönnun- inni var bryddað upp á bæði fal legum og praktískum smáatriðum. Frískað var upp á mokkalúffurnar með lituðum saumum eða íslensku laxaskinni. Sigríður hannaði sömu- leiðis tösku, kraga og vesti. Vestunum og krögunum er hægt að snúa við og nota á hvorn veg sem hentar og buddurnar eru til- valdar fyrir bíóferðina eða til að geyma það mikilvægasta sem á það til að týnast í stóru kventöskunni,“ segir Birgitta. Sigríður fékk leyfi til að leika sér svolítið og hannaði líka litla heimilislínu úr mokka- skinninu. Línan samanstendur af kollum með mokkasessu, mokkapúðum og tíma lausum gestabókum. „Þessar vörur smellpössuðu við teppin sem við framleiðum líka. Þau koma í tveimur stærðum; annars vegar sem rúmteppi í fjórum litum og hins vegar sem værðarvoðir sem eru tilvaldar í ferðalagið, á pallinn eða í sjónvarpssófann,“ segir Birgitta. Fyrir tveimur árum setti VARMA fatalínuna Blik á markað, en hún er eftir fatahönnuðinn Laufeyju Jóns- dóttur. „Við komum með nýjungar inn í þessa línu í haust enda eru vörulínur okkar í stöðugri þróun.“ Birgitta segir það færast í aukana að fólk gefi fallega og nýtilega hluti í jólagjöf og þannig hafa VARMA-sokkar fengið að fljóta með í marga pakka. Þá hafa angórasokkarnir verið gífur- lega vinsælir en íslensku ullar- sokkarnir og útivistar sokkarnir fylgja fast á eftir. „Salan fyrir jólin hefur margfaldast síðustu ár,“ segir Birgitta. VARMA-vörurn- ar eru á viðráðanlegu verði og er mikið úrval fyrir börn, konur og karla á öllum aldri. Birgitta segir útflutning sömuleiðis hafa aukist. „Útflutningur til Skandinavíu hefur þrefaldast síðan í fyrra auk þess sem töluverð aukning er í útflutn- ingi til Þýskalands og fleiri landa.“ Allar vörur VARMA eru seldar undir vöru- merkinu VARMA, The Warmth of Iceland. Helstu útsölu- staðir eru Hag- kaup, Ellingsen, Handprjónasam- bandið, Samkaup og al lar helstu ferðamanna búðir. Blik-línan fæst í ATMO hönnunar- húsi, Kraumi, Ála- fossi og Reið- hjólaversluninni Berlín. Mokka- vörurnar úr ný ju línunni fást s v o í Geysis- verslunum, ATMO, Kraumi , K is tunn i , Hrími og hótelverslunum hjá Hilton, Natura og Radisson SAS. Sjá nánar www.varma.is og á Facebook. HLÝJA Í JÓLAPAKKANN Ullarvörur og vörur úr íslensku lambaskinni frá VARMA rata í auknum mæli í jólapakka landsmanna enda varla hægt að hugsa sér notalegri jólagjafir. Vörurnar eru alfarið framleiddar á Íslandi. VARMA býður upp á klassíska mokkainniskó og lúffur. Fyrr á árinu kom svo á markað endur- hönnuð mokkalína eftir iðn- hönnuðinn Sigríði Heimisdóttur. Úrval ullarsmávöru er í boði frá VARMA en sömuleiðis ullar- peysur og jakkar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.