Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 58
7. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 38 Limran er kannski svolítið eins og skíðastökkpallur,“ segir Pétur Blöndal beðinn um að útskýra í örstuttu máli hvað limra sé. „Hún er fimm línur, fyrstu tvær lín- urnar eru langar og þess vegna hægar, svo koma tvær stuttar línur, sem ríma sér, og hraðinn eykst og í fimmtu línu, sem rímar við fyrstu tvær, tekst limran á loft. Það má segja að í fimmtu lín- unni verði gjarnan uppbrot eða jafnvel uppreisn gegn því sem á undan er komið og rökfestan hverfi. Gott dæmi um það er limra Kristjáns Karlssonar: Ég festi ekki blíðan blund fyrir bölvaðri rökfestu um stund. Loks tókst mér að sofna, fann samhengið rofna og símastaur pissaði á hund.“ Hvað veldur þessum áhuga þínum á þessu formi? „Ég hef verið hugfanginn af limrum frá barnæsku. Bæði var kveðskap haldið að mér af afa mínum og föður og eins kynntist ég snemma limrum Kristjáns Karlssonar, sem á marga strengi í sinni hörpu, og heillaðist af þeim.“ Er þetta ekkert óvenjulegt áhugamál fyrir mann á þínum aldri? „Nei, nei, það hefur orðið mikil vakning í hefðbundnum kveðskap og alþýðukveðskap. Að hluta til má þakka það netinu og maður grunar þá sem fara fyrir hugmyndaþróun þess um að vera sérstakir vinir ferskeytlunnar og limrunnar, því statusar á fésbók eru eins og sniðnir að þörfum hag- yrðinga, henta fjórlínu og fimm- línu forminu afar vel. Síðan er mjög algengt að limrur og annar slíkur kveðskapur fái vængi á netinu.“ Hvernig barstu þig að við söfnun efnis í bókina? „Ég hélt að það yrði létt verk og löðurmann- legt. Ég á held ég allar limru- bækur sem komið hafa út hér á landi og skammtaði mér nauman tíma til að gera þetta. Síðan komst ég fljótlega að því að limran hafði farið mun víðar en mig óraði fyrir og það fór svo að ég fór í gegnum Tímarit.is og þau gagnasöfn sem ég komst í. Auk þess hringdi ég í ófáa hagyrðinga og menn sem ég heyrði að hefðu sett saman limrur, safnaði þessu öllu saman og setti í bók.“ Þú yrkir sjálfur en átt enga limru í bókinni, eigum við von á frumsömdu limrusafni í fram- haldinu? „Ég mun einhvern tíma safna í frumsamda limrubók, en ég þori ekki að lofa neinu um tíma- setningu. Það er hins vegar alveg ljóst að ég mun fylgja þessari limrubók eftir með einhverjum hætti.“ fridrikab@frettabladid.is statusar á fésbók eru eins og sniðnir að þörfum hagyrðinga MENNING Limran fær vængi á netinu Pétur Blöndal hefur safnað saman limrum ýmissa höfunda og gefi ð út Limrubók- ina, sem ber undirtitilinn „snjöllustu, fyndnustu og furðulegustu limrurnar“. Hann segir mikla vakningu hafa orðið í hefðbundnum kveðskap, ekki síst á netinu. HEILLAÐIST Pétur segist hafa heillast af limruforminu strax í æsku, ekki síst limrum Kristjáns Karlssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ljúft er að láta sig dreyma og líða um heima og geima. En það er helvíti hart að hugsa svo margt að það hafist ekki undan að gleyma. Kristján Eldjárn Hugsað og gleymt TÓNLIST ★★★ ★★ Hylur Agnar Már Magnússon DIMMA Hylur er nafnið á geisla- diski með djasspíanó- leikaranum Agnari Má Magnússyni. Þar er að finna spunaverk eftir Agnar, nokkuð sem er frekar sjaldgæft hérlendis. Agnar er mikið á lágu nótunum, ef svo má að orði komast. Það er yfirleitt ekki nein sérstök dramatísk breidd í tónlistinni, engin spenna, ekkert sem beinlínis grípur mann. Varla hefur það heldur verið til- gangurinn. Tónlistin á að vera lág- stemmd, sem slík fellur hún ágæt- lega í bakgrunninn. Það er oftast þægilegt að hafa hana á fóninum. Þeir sem vilja kröftug tilþrif og til- finningaþrungna atburðarás, ættu hins vegar að leita eitthvert annað. Lagið Dýpi myndar þó skemmtilegt mótvægi við allt hitt. Það er frekar dimmt og í því er nett ógnandi undir alda. Ég er ekki frá því að það sé flottasta lagið. Diskurinn er hljóðritaður í Vonarsal SÁÁ. Mig minnir að flygillinn þar sé af gerðinni Bösendorfer. Slík hljóð- færi hafa ekki sama glansinn og Steinway. Þetta kemur aðeins að sök. Laglínurnar verða ekki eins glitrandi; hljómurinn er almennt dálítið mattur. Í það heila er þetta fallegur geisladiskur með ljúfri tónlist. Hún kemur aldrei beinlínis á óvart, en er fagmannlega gerð og vel framsett. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Þægilegur, vandaður en fremur tilþrifalítill geisladiskur. Ljúfir tónar Nemendaleikhúsið frumsýnir í kvöld 20. aldar verkefni 3. árs leik- listarnema. Þau hafa fengið það vandasama verkefni að ganga inn í hugarheim sænska skáldsins Aug- usts Strindberg en í ár eru 100 ár frá því hann lést. Fröken Júlia, eitt af vinsælustu verkum Strindbergs, og tragi- kómedían Leikið að eldi eru efni- viður vinnustofu sem leiklistar- nemar á 3. ári ásamt kennara sínum, Agli Heiðari Antoni Páls- syni, hafa valið til þess að færa sig nær Strindberg og hans hugar- heimi. Nemendur á 3. ári á leikarabraut veturinn 2012-2013 eru Arnar Dan Kristjánsson, Arnmundur Ernst Backman, Elma Stefanía Ágústs- dóttir, Hafdís Helga Helgadóttir, Hildur Berglind Arndal, Oddur Júlíusson, Salóme Rannveig Gunn- arsdóttir, Thelma Marín Jónsdóttir, Þorleifur Einarsson, og Þór Birgis- son. Leikmynd og lýsingu hannar Eva Signý Berger og Guðmundur Jörundsson sér um búninga. Strindberg í LHÍ Nemendaleikhúsið frumsýnir í kvöld verk sem 3. árs nemar unnu upp úr tveimur verkum Strindbergs. HÓPURINN Nemendur á 3. ári á leikarabraut LHÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.