Fréttablaðið - 07.12.2012, Page 60

Fréttablaðið - 07.12.2012, Page 60
7. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 40 MYNDLIST ★★★★ ★ Fjarlægð Sigurður Guðjónsson GALLERÍ KLING OG BANG Sýning Sigurðar Guðjónssonar í Kling og Bang er ágeng og gríp- andi þó hún sé ekki endilega frek á athygli manns. Hún er ágeng í hægfara dulúðleika sínum þar sem áhrifin síast inn eftir því sem maður staldrar lengur við hvert myndband sýningarinnar. Gengið er inn í stóran hvítmál- aðan sal þar sem fjögur ólík mynd- bönd eru sýnd á veggjum salarins. Verkin fjögur mynda eitt heild- stætt verk sem listamaðurinn kallar Fjarlægð. Eftir því sem maður dvelur lengur inni í sýningunni fara manni að verða ljósir helstu eigin- leikar einstakra myndbanda. Maður tekur fljótt eftir grunnform- unum sem listamaðurinn leikur sér með; í einu myndbandi eru það t.d. hringir og í öðru ferhyrningar. Með öllum myndböndunum er hljóð, sem myndar síðan varfærið tón- verk inni í salnum – tónverk sem þó getur ekki án myndanna verið. Við skoðun sýningarinnar verður manni hugsað til kontrabassaleik- ara að styðja fingri á streng, fiðlu- leikara að renna fiðluboga eftir hljóðfæri eða ásláttar leikara að lemja saman kubbum. Þetta er þó ekki það sem mynd- böndin sýna. Fyrsta myndbandið sýnir hendur vera að fitla við járn- hringi, lyfta þeim, færa þá til á streng, þannig að þeir slást saman, í hægagangi. Í næsta myndbandi eru það staflar af steinflísum sem standa á óstöðugum grunni, sem slást saman í hægagangi, eins og bátur upp við bryggju. Í þriðja myndbandinu eru stálvír- ar á ferð, upp og niður jarðgöng. Fjórða myndbandið er af sandfoki á Skeiðar ársandi. Ef maður ætti að velja einhver orð til að lýsa verkum Sigurðar hér, og einnig verki sem hann sýndi í Hafnarborg fyrr á árinu, Prelude, þá er það einhvers konar þrýstingur, pressa og þéttleiki. Verk hans eru eins og fylliefni sem vekja hjá manni einhvern nota- legan óróa, enda gefa þau í skyn frásögn sem aldrei verður. Í sýningarskrá segir að Sigurður kanni í sýningunni grunnform skynjunar, og fylli skynsviðið. Þetta tekst honum sem sagt vel, og hvert skynfæri fær þó nokkuð fyrir sinn snúð. Sjónrænt leika verkin við augun, hljóðið leikur við eyrun og maður fær ríka tilfinn- ingu fyrir snertingu, en snerting er líklega eitt sterkasta elementið í verkunum, þó svo snerting sé sú af þessum skynjunum sem er fyrir sýningargestinn að mestu óeigin- leg, skynræn og yfirfærð. Ég hefði kosið að hafa sýninguna betur myrkvaða, lokað fram í afgreiðslu til dæmis. Það hefði hjálpað til við þjappa mynd bönd- unum saman í þá heild sem talað er um í sýningarskrá. Þóroddur Bjarnason NIÐURSTAÐA: Áhrifarík myndbands- verk Sigurðar tala til skynfæranna, hvert út af fyrir sig. Meiri myrkvun hefði þjappað verkunum meira saman í heildræna upplifun. Dagný og Sabrína Grimm eru afkomendur hinna frægu Grimmsbræðra. Margverðlaunaðar sögur þar sem kunnugleg ævintýri birtast í nýju ljósi. Ævintýri eins og þau gerast best fyrir ára 7-12 Met- sölubók New York Times „Frábær bók til að lesa með börnunum„ Vorið 2012 hlaut Bókabeitan Vorvinda IBBY fyrir framlag sitt til barnamenningar Samtök um sorg og sorgarviðbrögð NÝ DÖGUN www.nydogun. is www.sorg. is sorg@sorg. is Dagskrá Kl. 10:30 Morgunganga til móts við nýja dögun. Lagt af stað frá Nauthól í Nauthólsvík. Gengið um Fossvogskirkjugarð og duftgarðinn Sólland. Skógarkaffi og kleinur í lok göngu. Kl. 15:00 Samvera í Háteigskirkju. Ávörp flytja Halldór Reynisson formaður samtak- anna, Olga Snorradóttir kennari og Bragi Skúlason sjúkrahússprestur. Matthías Jóhannessen skáld les úr ljóðabók sinni Söknuður. Tónlistarflutningur í höndum Ernu Blöndal, Gunnars Gunnarssonar, Ellenar Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunnarssonar. Kaffiveitingar í safnaðarheimili Háteigskirkju að lokinni afmælisdagskrá. Allir hjartanlega velkomnir. laugardaginn 8. desember Þrýst á skynfærin Á SÝNINGUNNI „Fyrsta myndbandið sýnir hendur vera að fitla við járnhringi, lyfta þeim, færa þá til á streng, þannig að þeir slást saman, í hægagangi,“ segir í dómnum. ➜ Verk hans eru eins og fylliefni sem vekja hjá manni einhvern notalegan óróa, enda gefa þau í skyn frásögn sem aldrei verður. www.saft.is RÆDDU UM ÞÁ ÁHÆTTU SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ HITTA NETVIN BÆKUR ★★★ ★★ Vígroði Víst skal höggva MÁL OG MENNING Vígroði Vilborgar Dav- íðsdóttur er beint fram- hald Auðar sem út kom fyrir þremur árum, vakti mikla hrifn- ingu og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna. Þar var sögð saga Auðar djúpúðgu sem ungrar stúlku í föður húsum, fjallað um kristni- töku hennar, giftingu hennar og Ólafs hvíta, fæðingu Þorsteins sonar hennar og slit hjónabandsins. Í Vígroða er þráðurinn tekinn upp tólf árum síðar þegar Þorsteinn, sem hefur viðurnefnið Rauður, er orðinn tólf vetra og farinn að nálgast það að teljast í fullorðinna manna tölu, óþreyjufullur að losna undan pilsfaldi móður sinnar. Enn er ófriður í algleymingi á norðanverðum Bretlands eyjum, jarlar og kóngar berjast um yfirráð yfir landi og limum og ber þar mest á Sigurði Orkneyjajarli og Ólafi hvíta Dyflinnar- konungi. Hér bregður einnig fyrir þekktum persónum úr Íslandssög- unni, til að mynda Ingólfi Arnarsyni og Leifi bróður hans auk þeirra Þórunnar hyrnu, Helga magra og fleiri. Eins og nafn bókar- innar ber með sér er mikið um bardaga, bæði milli fylkinga og einstaklinga, og þótt Auður kjósi ekkert frekar en að standa utan við átökin dregst hún inn í þau nauðug viljug og þá um leið Þor- steinn sonur hennar, sem saknað hefur föður síns frá því hann man eftir sér. Ófriður og róstur eru í forgrunni en minna fer fyrir pers- ónusögu Auðar sjálfrar, sem undir- rituð saknar að fá ekki að vita meira um. Langir kaflar fjalla um liðssafnað og bardaga en uppgjör, hefndir og harmsögur leika einnig stórt hlutverk og þá ekki síst saga Þorbjargar Höskuldsdóttur, sem Auður hefur skotið skjólshúsi yfir án þess að þekkja dapurlega for- sögu hennar. Sjónarhorn sögunnar skiptist á milli nokkurra einstaklinga og er það í senn veikleiki hennar og styrkur. Með því móti vindur sögu- þræðinum lítt fram og þegar ofan á bætist ástríða þjóðfræðingsins Vilborgar fyrir klæðnaði, lifn- aðarháttum og umhverfi fólks á norðanverðum Bretlandseyjum á þessum tíma verður sagan ansi langdregin og lesandinn hund- svekktur þegar í ljós kemur að engir hnútar hafa verið leystir við lok hennar. Vígroði er greini- lega millikafli í þríleik og stendur ekki einn og sér en er vissulega nauðsynlegt púsl í sögu Auðar og aðdraganda þess að hún fluttist búferlum til Íslands. Bókin er afskaplega vel unnin og liggja augljóslega miklar rann- sóknir og mikil vinna að baki. Vel skrifuð og fallega sögð en nær ekki að byggja upp spennu og nær því ekki þeim slagkrafti sem þarf til að hrífa lesandann með sér. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Vandlega unnin og vel skrifuð saga um aðdraganda þess að Auður djúpúðga nam land á Ís landi en geldur þess að vera millikafli sögunnar og stendur illa ein og sér. Víst skal höggva

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.