Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 64
7. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 44 Hommar, lesbíur og hinsegin jólatónleikar Kórinn leggur sig fram við að vera skemmtilegur og öðruvísi og setur oft hinsegin brag á lögin. Engum er mismunað sökum kynhneigðar. „Við viljum leggja áherslu á að við séum hinsegin kór með því að gera hluti hinsegin. Til dæmis tökum við gömul lög og snúum aðeins út úr þeim, setjum hinsegin tvist á þau,“ segir Auður Emilsdóttir, rit- ari í stjórn Hinsegin kórsins. Hinsegin kórinn heldur sína fyrstu jólatónleika í Iðnó þann 13. desember næstkomandi og er kórinn nú í miklum ham við undir- búning. „Okkar tónleikar eru öðru- vísi en aðrir því við leggjum enga ofuráherslu á jólalög og erum ekki heldur með þessa klassísku kóra- tónlist. Jólalögin eru auðvitað með í dagskránni á þessum tónleikum, en við syngjum líka popptónlist og dægurlög í bland. Í raun tökum við bara tónlistina sem er í uppáhaldi hjá okkur,“ segir Auður. Kórinn hefur verið starfræktur í eitt og hálft ár og hefur á þeim tíma komið fram við ýmis tæki- færi, þar á meðal á opnunarhá- tíð Hinsegin daga í Háskólabíói í haust. Í kórnum eru 35 karlar og konum á öllum aldri og af öllum kynhneigðum. „Við mismunum engum sökum kynhneigðar,“ segir Auður og hlær en kórinn er hags- munafélag í Samtökunum 78. „Við fáum að æfa í húsnæðinu hjá Sam- tökunum og erum með í alls konar ákvarðanatökum en erum þó ekki hluti af samtökunum,“ bætir hún við. Auður segir að auk þess að vera rosalega góður leggi kórinn sig fram við að vera skemmtilegur og öðruvísi. „Til dæmis veigrum við okkur ekki við því að hafa konur í karlaröddum og öfugt ef okkur þykir slíkt henta. Við erum galopin fyrir öllum slíkum breyt- ingum,“ segir hún. tinnaros@frettabladid.is Í raun tökum við bara tónlistina sem er í uppáhaldi hjá okkur. Auður Emilsdóttir Rómantík í kastala Ný haustlína Chanel var sýnd í kastala í Skotlandi í byrjun vikunnar. Línan gengur undir nafninu Métiers d´Art og á að sýna handbragð Chanel gegnum tíðina. Á tískupallinum mátti sjá köfl ótt munstur, síðar kápur, uppreimaða skó og stórar slaufur um hálsinn og það var svo ofurfyrirsætan Stella Ten- nant sem lokaði sýningunni ásamt Karl Lagerfeld. LITADÝRÐ Munstur og margir litir. HÖNNUÐURINN OG FYRIRSÆTAN Stella Tennant og Karl Lagerfeld í lok sýningarinnar. Vandræði Lindsay Lohan virðast engan endi ætla að taka því skatt- urinn hefur nú fryst bankainni- stæður leikkonunnar vegna van- skila. Tmz.com sagði frá þessu fyrir skemmstu. Ríkisskatturinn Bandaríkjanna rannsakaði fjármál Lohan allt til ársins 2009 og komst að því að hún skuldar 29,4 milljónir króna í skatt fyrir árin 2009 og 2010. Leikkonan mun einnig skulda töluverða fjár- hæð fyrir síðasta ár. Leikarinn Charlie Sheen rétti Lohan hjálpar- hönd og gaf henni tæpar 12,6 millj- ónir króna upp í skuldina. Sú upp- hæð dugði þó ekki til og því voru bankainnistæður Lohan frystar þar til hún hefur greitt skuld sína til fullnustu. Skuldar skattinum Lindsay Lohan glímir við mikinn fj árhagsvanda. Í VANDA Lindsay Lohan er í fjárhags- vandræðum. Hún skuldar töluverðar fjárhæðir í skatt. NORDICPHOTOS/GETTY HRESS HÓPUR Hinsegin kórinn er óhræddur við að vera öðruvísi og á til að setja konur í karlmannsraddir og öfugt ef það passar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM N O RD IC PH O TO S/ G ET TY RAUÐ KÁPA Haustlegur klæðnaður. HRESSANDI Fyrirsæta ársins í Bretlandi, Cara Delvigne. HVÍTT Fallegur brúðarkjóll. KÖFLÓTT Pokabuxur og alpahúfur FEÐGAR Fyrirsætan Brad Kroenig gekk eftir pallinum með syni sínum. SÍÐUR TREFILL Grátt og rautt. Heimsferðir bjóða nú sérstakt jólatilboð! Keyptu gjafabréf fyrir 5.000 kr. en andvirði þess verður 7.000 kr.! Eða keyptu gjafabréf fyrir 10.000 kr. og andvirði þess verður 15.000 kr.! Athugið að tilboðið gildir einungis fyrir upphæðirnar sem eru tilteknar hér að ofan og einungis er hægt að nota eitt gjafabréf á mann í bókun. Gjafabréfið gildir einungis á nýjar bókanir. Nánar á www.heimsferdir.is og í síma 595 1000. Gefðu hlýju og samveru um jólin! E N N E M M / S IA • N M 3 0 8 7 7 Gjafabréf Heimsferða er tilvalin gjöf fyrir þá sem „eiga allt“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.