Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2012, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 21.12.2012, Qupperneq 8
Augusto Monterroso frá Guatemala (1921-2003) er konungur örsagnanna. Kristín Guðrún Jónsdóttir kynnir hann hér fyrir íslenskum lesendum. SVARTI SAUÐURINN OG AÐRAR FABÚLUR EFTIR AUGUSTO MONTERROSO ÖRSÖGUR STÖÐUGT NÝJAR FRÉTTIR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag BREYTINGARTILLÖGUR NEFNDARINNAR Ekki fallið frá afdráttarskatti af vöxtum sem greiddir eru úr landi Hætta við hækkun 1.600 m.kr. 1.590 m.kr. 300 m.kr. 250 m.kr. 284 m.kr. 348 m.kr. 218 m.kr. 190 m.kr. Bifreiðagjöld lækki um 300 m.kr. Áfengisgjald lækki um 250 m.kr. Olíugjald lækki um 284 m.kr. Sérstakt vörugjald af bensíni lækki um 348 m.kr. Vörugjald af bensíni lækki um 218 m.kr. Gjald vegna Ríkisútvarps- ins ohf. lækki um 190 m.kr. Fallið verður frá hækkunum á gjöldum sem nema 1,6 milljörðum króna, samkvæmt tillögu meiri- hluta efnahags- og viðskiptanefnd- ar. Helgi Hjörvar formaður greindi frá þessu skömmu fyrir atkvæða- greiðslu um fjárlög. Stjórnarand- staðan gagnrýnir að tillagan hafi ekki komið fyrr fram. Meirihlutinn leggur til að horfið sé frá hækkun á bifreiðagjöldum, á vörugjaldi á bensíni, á sérstöku bensíngjaldi og á olíugjaldi. Þá verði hætt við hækkanir á bjór og léttvíni og hækkun á útvarpsgjaldi. Þetta þýðir að skatttekjur ríkisins dragast saman um 1.590 milljónir króna. Til að mæta því leggur meiri- hlutinn til að fallið verði frá afnámi afdráttarskatts á vöxtum sem greiddir eru úr landi. Það skilar 1.600 milljóna króna tekjum. „Breytingarnar draga úr nei- kvæðum verðlagsáhrifum fjár- lagafrumvarpsins um liðlega 0,1 prósent og þar með hækka verð- tryggðar skuldir heimilanna um hátt í tveimur milljörðum króna minna en annars hefði orðið en heildarniðurstaðan er jákvæð um 10 milljónir króna fyrir ríkissjóð,“ sagði Helgi þegar hann kynnti til- löguna á þingi í gær. Hann sagði breytingarnar hafa lítils háttar áhrif á útkomu fjárlag- anna. Efnislegar umræður færu fram þegar við aðra umræðu um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Höskuldur Þórhallsson, þingmað- ur Framsóknarflokksins, sagði það forkastanleg vinnubrögð að koma fram með mál sem hefði áhrif á tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins rétt áður en það væri samþykkt. „Það eina sem við, fulltrúar minni hlutans á Alþingi, höfum fengið að heyra um þessar tillögur er ræða háttvirts þingmanns rétt áðan sem stóð yfir í þrjár mínútur. Slík vinnubrögð eru til skammar fyrir Alþingi og það veit háttvirt- ur þingmaður Helgi Hjörvar.“ Hætta við hækkun á bjórnum og bensíninu Fallið verður frá hækkunum á bensín-, olíu- og bifreiðagjaldi, sem og áfengis- og útvarpsgjaldi. Þýðir 1,6 milljarða króna minni hækkun. Í staðinn verður skattur á vaxtagreiðslur úr landi ekki afnuminn. Sterkt vín og tóbak hækkar eftir sem áður. Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Pétur H. Blöndal, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd, gagnrýnir vinnubrögðin varðandi breytingarnar mjög. Hann segir veiga- miklar breytingar á skattkerfinu hafa verið kynntar og rifnar út með hasti. Þetta einkenndist af því að kosningar væru í nánd. Þá þýddu nýir skattar á bílaleigur að Íslendingar ættu nú heimsmet. „Svo er þarna ýmislegt gott sem bendir til þess að kosningar séu í nánd, eins og til dæmis að lækka á gjaldið á Ríkisútvarpið aftur, það á sem sagt að hækka það og svo á að lækka það aftur, og sama máli gegnir um vörugjald á bensíni, olíugjald, áfengisgjald og vegagjöld og svo framvegis. Skuldir heimilanna hækka þá ekki eins mikið, sem sumir hafa gaman af að reikna út. En ég rak augun í að komnir eru þrír nýir skattar á bílaleigur. Einn af þeim er hækkun á virðisaukaskatti í 27 prósent, nýtt heimsmet, frú forseti.“ Heimsmet í sköttum á bílaleigur Svo er þarna ýmislegt gott sem bendir til þess að kosningar séu í nánd, eins og til dæmis að lækka á gjaldið á Ríkisútvarpið aftur. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. | FRÉTTASKÝRING | 21. desember 2012 FÖSTUDAGUR8 BREYTINGAR Á VÖRUGJÖLDUM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.