Fréttablaðið - 21.12.2012, Side 24
21. desember 2012 FÖSTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og
í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is
Misskilningur verður blaðagrein
ÍBÚÐALÁNA-
SJÓÐUR
Sigurður
Erlingsson
forstjóri Íbúða-
lánasjóðs
Grein Hreiðars Más Hermannssonar í
Fréttablaðinu þann 18. desember, „Þegar
viðskipti verða fjárfesting“, byggir að
miklu leyti á þeim grundvallarmisskiln-
ingi að eignir Íbúðalánasjóðs eigi að
leigja út á kostnaðarverði. Það er rangt,
því slíkt hefur aldrei staðið til. Leiguverð
Íbúðalánasjóðs fylgir markaðsverði á
leigumarkaði, sem byggt er á upplýsing-
um úr þúsundum þinglýstra leigusamn-
inga.
Atriði í greininni sem þarfnast leiðrétt-
ingar lúta aðallega að eftirfarandi:
• Íbúðalánasjóður er ekki gjaldþrota
• Íbúðalánasjóður hefur þegar heimild til
að leigja út íbúðir. Stofnun félags er því
ekki forsenda þess
• Leiguíbúðir Íbúðalánasjóðs eru og
verða leigðar út á markaðsverði – ekki
kostnaðarverði
• Í 750 af 880 leiguíbúðum sjóðsins búa
fjölskyldur eða einstaklingar sem
bjuggu í íbúðunum við nauðungarsölu
• Nýtt leigufélag verður tímabundið í
eigu Íbúðalánasjóðs en samkvæmt
lögum verður rekstur þess og stjórn
fullkomlega aðskilin frá sjóðnum
Fullnustueignir Íbúðalánasjóðs eru
hlutfallslega flestar á Suðurnesjum, en
þar á sjóðurinn tæp 8% íbúða á svæðinu,
ekki 20% eins og dæmisagan í greininni
tiltekur.
Íbúðalánasjóður hefur þurft að leysa til
sín margar eignir frá hruni og 2.193 íbúð-
ir eru nú í eigu sjóðsins. Unnið er fag-
lega og lögum samkvæmt að því að leysa
þann vanda fólks sem hægt er að leysa og
bjarga þeim verðmætum sem hægt er að
bjarga. Eignir eru skipulega undirbúnar
og skráðar í sölu í gegnum fasteignasölur
landsins, án þess að vera merktar sér-
staklega. Við sölu eignanna er Íbúðalána-
sjóður ekki eingöngu að gæta eigin hags-
muna, því hærra söluverð eignar þýðir
lægri skuld þess sem missti hana.
Íbúðalánasjóður gerir sitt ýtrasta til
að gæta jafnræðis og meðalhófs í öllum
aðgerðum. Ómögulegt er að þóknast
öllum sjónarmiðum, sem sést best á því
að sjóðurinn hefur undanfarið fengið
jöfnum höndum gagnrýni fyrir að leigja
of lítið, að leigja of mikið, að selja of hratt
og að selja of hægt.
Eina svar starfsmanna Íbúðalánasjóðs
við þessari gagnrýni úr öllum áttum er að
ástunda fagmannleg og hlutlæg vinnu-
brögð við þetta verkefni, hér eftir sem
hingað til.
➜ Unnið er faglega og lögum sam-
kvæmt að því að leysa þann vanda
fólks sem hægt er að leysa ...
Nágirndin eina bjargráðið?
Hallur Hallsson horfði á skoska sjón-
varpsþáttinn Taggart á þriðjudag og
það varð honum efni í pistil í Morgun-
blaðinu í gær. Þar mærir hann Taggart
í bak og fyrir. „Gott hjá Taggart að
takast á við váfuglinn djúpt, djúpt í
myrkviðum mannlegrar vitundar,“
segir Hallur og vill fá Taggart til Ís-
lands. Það er fallegt að fylgjast með
barnslegri uppljómun Halls vegna
umrædds þáttar og því er það
með sorg í hjarta að honum
er bent á þá staðreynd að
umræddur Taggart hefur
legið í gröf sinni síðan árið
1995, þegar hann var jarð-
aður í upphafi eins þáttarins.
Illa er fyrir Íslendingum
komið ef rotinn skoskur
nár er eina bjargráðið.
Europhobia
Til eru ýmiss konar fóbíur, en það
útleggst sem órökrænn ótti við
eitthvað. Til eru þeir sem hræðast
köngulær meira en allt, eða opin
rými, lyftur og jafnvel trúða.
Hallur tilheyrir þeim sem eru
haldnir europhobiu, en það eru þeir
sem óttast ESB meira en nokkuð
annað. Fyrir þeim verður ljúf stund
yfir skoskum krimma tilefni
greinaskrifa um váfuglinn
sem Evrópusambandið
er í þeirra huga.
Lagst gegn hreinsunum
Jón Kristjánsson, fyrrum þingmaður
Framsóknarflokksins, er ósáttur við
fyrrverandi formann flokksins, Guðna
Ágústsson. Jón segir í grein í Morgun-
blaðinu að sér hafi brugðið við skrif
síns gamla formanns, en Guðni hafði
fagnað því að Framsóknarflokkurinn
væri „búinn að hreinsa sig“ af ESB-
draumnum. Jón segir að á þeim
fjörutíu árum sem liðin eru
síðan hann hóf afskipti af
stjórnmálum hafi hann
aldrei heyrt talað um
„hreinsanir“ innan Fram-
sóknarflokksins. Mættu
margir taka yfirvegun Jóns
sér til fyrirmyndar í umræðu
dagsins.
kolbeinn@frettabladid.is
Opið kl. 11 - 18 laugardag
Opið kl. 13 - 18 sunnudag
Mikið úrval aðventuljósa og LED sería
E
in af frumskyldum þeirra sem byggja jörðina hverju
sinni er að skila henni áfram til niðja sinna í jafngóðu
ástandi og við henni var tekið, þ.e. að nýting á gæðum
jarðar hverju sinni dragi ekki úr möguleikum þeirra
sem landið erfa á að nýta og nota.
Hugtakið sjálfbær þróun var skilgreint til að ná utan um
þessa hugsun. Hugtakið er skilgreint sem mannleg starfsemi
sem fullnægir þörfum samtímans án þess að draga úr mögu-
leikum framtíðarkynslóða til að fullnægja sínum þörfum.
Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra
hefur í þessu sambandi oft notað hugtakið jafnrétti kynslóða
og leggur þar með áherslu á að
ekki sé með nýtingu á hverjum
tíma gengið á rétt þeirra sem
eftir koma.
Íslensk ungmenni hafa ekki
eins miklar áhyggjur af því
hvernig mennirnir umgangast
jörðina og jafnaldrar þeirra í
öðrum Evrópulöndum hafa að
meðaltali. Þetta sýnir nýleg Pisa-könnun þar sem meðal annars
er spurt um áhyggjur af loftmengun, orkuskorti og útrýmingu
plantna og dýra.
Engan skyldi undra áhyggjuleysi ungmennanna því áhyggju-
leysi fullorðinna Íslendinga birtist hvarvetna dag hvern. Þótt
eingöngu sé litið til frétta allra síðustu daga birtast dæmin;
skólpmál og meðferð sorps hafa til dæmis verið umfjöllunar-
efni í fréttaskýringum hér í blaðinu síðustu daga.
Hér virðist lenskan vera sú að Íslendingar þurfi ekki að hafa
áhyggjur af umhverfistengdum málefnum vegna þess hversu
stórt landið er, það sé sama hversu illa við umgöngumst landið
því það hverfur meira og minna í flæminu. Þessa sýn verður að
uppræta.
Skólar, og þar með talin öll skólastig, skipta sköpum hvað
þetta varðar. Fyrrnefnd könnun leiddi einmitt í ljós að viðhorf
ungmenna til umhverfismála mótast fremur af skólanum en
viðhorfum foreldra þeirra.
Sjálfbærni er enda einn sex skilgreindra grunnþátta mennt-
unar ásamt læsi, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannrétt-
indum, jafnrétti og sköpun í aðalnámskrá allra skólastiga.
Þetta leggur vitanlega skyldu á hendur skólunum.
Skólunum er í sjálfsvald sett með hvaða hætti þeir sinna
skyldu sinni um að uppfræða nemendur um sjálfbærni. Hins
vegar felst bæði aðhald og stuðningur í því að taka þátt í sam-
eiginlegu verkefni eins og Grænfánaverkefni Landverndar. Nú
taka rúmlega 200 skólar á öllum skólastigum þátt í því verk-
efni. Markmið þess er að veita nemendum menntun og færni
til að takast á við umhverfismál en einnig að bæta umhverfi
skólanna, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.
Ógnir sem steðja að umhverfinu eru margháttaðar. Sums
staðar í heiminum stafa þær af fátækt en annars staðar af
ofgnótt. Alls staðar er verkefnið að kenna börnum og ungu
fólki að umgangast jörðina af virðingu jafn brýnt því það er
órjúfanlegur þáttur af því að vera ábyrg manneskja.
Skólarnir skipta sköpum varðandi umhverfisvitund:
Virðing fyrir
næstu kynslóð