Fréttablaðið - 21.12.2012, Síða 26

Fréttablaðið - 21.12.2012, Síða 26
21. desember 2012 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 26 Í vikunni fór fram ríkjaráðstefna í Brussel þar sem samningar hófust um sex nýja málaflokka í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Það er mesti fjöldi samn- ingskafla sem hefur verið opn- aður á sama fundi frá því að við- ræðurnar hófust, en samanlagt voru opnaðir níu samningskaflar í formennskutíð Kýpur á síðustu sex mánuðum. Kaflarnir sem nú er byrjað að semja um eru flestir utan EES-samstarfsins, eins og evran og byggðamálin, og því má segja að viðræðurnar séu að fær- ast inn á ný svið. Viðræður eru nú hafnar um 27 málaflokka af þeim 33 sem semja þarf um, en það eru um 4/5 allra mála. Þetta er umtalsverður árangur á þeim 18 mánuðum sem liðnir eru frá því að efnislegar samningavið- ræður hófust. Evrumálin eru mikilvæg Þegar samn- ingskaflinn um evruna var opn- aður á ríkjaráð- stefnunni 18. desember sl . kom fram í máli fulltrúa ESB að Ísland hefði fullnægjandi getu til að taka þátt í myntsamstarfinu, og taka upp evruna að uppfylltum ákveðnum efnahagslegum skilyrð- um. Þetta greiðir götu fyrir mögu- legri þátttöku Íslands í myntsam- starfinu ERM II. Þá gæti íslenska krónan komist í skjól með því að tengjast evrunni og efnahags- ramma hennar, og þannig yrði lagður grunnur að auknum efna- hagslegum stöðugleika. Um leið benti fulltrúi ESB á að tryggja þyrfti enn betur sjálfstæði Seðla- banka Íslands. Áður en til aðildar gæti komið yrði einnig nauðsyn- legt að afnema gjaldeyrishöftin á Íslandi. Sameiginlegur vinnu- hópur Íslands, ESB, Seðlabanka Evrópu og AGS skoðar það brýna úrlausnarefni sérstaklega. Tækifæri í byggðamálum Um þriðjungur útgjalda ESB rennur til byggðamála. Mark- mið byggðastefnu Evrópusam- bandsins er að jafna stöðu svæða í Evrópu og það er gert með því að styðja við verkefni sem stuðla að atvinnuuppbyggingu og bæta samkeppnishæfni á þeim svæð- um sem eiga undir högg að sækja. Þau svæði sem einkum fá stuðn- ing eru þau sem glíma meðal ann- ars við fámenni, strjálbýli, ein- hæft atvinnulíf, erfitt náttúrufar og almennt harðbýlar aðstæður. Þetta hljómar kunnuglega fyrir okkur hér á Íslandi og það er mat samninganefndarinnar að Ísland uppfylli flest ef ekki öll þessi við- mið. Verkefnið í samningaviðræð- unum er að búa þannig um hnúta að íslensk sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki geti nýtt sér þann stuðning sem er í boði innan ESB en í því felast mörg tækifæri. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga þessara aðila að taka þátt í upp- byggingarverkefnum ESB á sviði byggðamála. Hvað gerist næst? Eftir er að hefja viðræður um fimmtung samningskafla. Ísland hefur þegar afhent samnings- afstöðu sína í samningsköflum um matvælaöryggi og dóms- og innanríkismál, og boltinn er því hjá Evrópusambandinu í þeim málum. Samninganefndin heldur nú áfram að undirbúa samningsaf- stöðu Íslands í landbúnaði og sjáv- arútvegi, og tvo EES-kafla sem fjalla um staðfesturétt, þjónustu- frelsi og frjálsa fjármagnsflutn- inga (og tengjast þannig sjávarút- vegskaflanum). Fram undan er að ljúka okkar undirbúningsvinnu á næstu misserum, í nánu samráði við hagsmunaaðila og Alþingi, hér eftir sem hingað til, og hefja svo viðræður um þessa kafla. Þá verða öll málefnin sem semja þarf um komin upp á borðið – þá hefst loka- áfanginn. Hagsmunir Íslands, og færni samningsaðila beggja vegna borðsins við að finna lausnir, munu ráða hraðanum. Þolinmæði og úthald eru mikilvægir eiginleikar í samningum. Fagleg framvinda Samninganefndin hefur leitast við að starfa af fagmennsku. Sérhvert skref í viðræðunum hefur verið vandlega undirbúið að höfðu sam- ráði við fjölmarga aðila og þannig hefur mikilvægum áföngum verið náð. Samvinna við Alþingi hefur verið góð, þótt vissulega séu þar skiptar skoðanir um Evrópumál- in eins og eðlilegt er í lýðræðis- ríki. Öll meiriháttar mál, þ.m.t. samningsafstaða Íslands í öllum köflum, hafa verið rædd í utan- ríkismálanefnd og eftir atvikum fagnefndum þingsins. Öll gögn málsins hafa verið birt jafnt og þétt og samninganefndin hefur lagt sig fram um að upplýsa skil- merkilega um stöðu og framvindu viðræðnanna. Þannig á það líka að vera því viðræðurnar um aðild Íslands eru grundvallarhagsmuna- mál sem varðar alla þjóðina. Það er okkar mat að framlag þeirra fjölmörgu hagsmunaaðila, félaga- samtaka, stofnana og sérfræð- inga sem lagt hafa hönd á plóginn í samningavinnunni hingað til hafi verið ómetanlegt og gert málflutn- ing Íslands áhrifameiri. Verkefni okkar í samninganefnd Íslands er skýrt: Að tryggja hagsmuni Íslands og koma heim með aðild- arsamning sem Íslendingar geta tekið afstöðu til í þjóðaratkvæða- greiðslu. ➜ Hagsmunir Íslands, og færni samningsaðila beggja vegna borðsins við að fi nna lausnir, munu ráða hraðanum. Nýr áfangi í aðildarviðræðum Stefán Haukur Jóhannesson ESB-AÐILD Þorsteinn Gunnarsson Björg Thorarensen formaður og varaformenn samninganefndar Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið EVRÓPU- VEFURINN Er aðildarríkjum takmörk sett við úthlutun kvóta? Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson verkefnastjóri á Evrópuvefnum www.volkswagen.is Volkswagen Caddy Caddy er áreiðanlegur, sparneytinn og þægilegur í allri umgengni. Lipur vinnuþjarkur með frábæra aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað. Hann er fáanlegur með bensín-, dísil- og metan- vélum frá framleiðanda. Caddy* kostar aðeins frá 2.990.000 kr. (kr. 2.382.470 án vsk) *Miðað v ið Caddy TSI bensín, 86 hestöfl, beinskiptur. Aukahlutir á mynd, álfelgur og þokuljós. Góður vinnufélagi Atvinnubílar Til afgreiðslu strax Fæst einnig fjórhjóladrifinn Við inngöngu í Evrópu- sambandið, án undanþága eða sérlausna vegna sér- stakra aðstæðna hérlend- is, mundu íslensk stjórn- völd undantekningalaust þurfa að hlíta reglum ESB um fiskveiðar en aðildar- ríkin hafa framselt sam- bandinu mikil völd á því sviði. Að meginreglu hafa aðildarríkin hvert um sig jafnan aðgang að haf- svæðum og auðlindum annars að því gefnu að þau hafi yfir að ráða tilskild- um aflakvóta. Samkvæmt annarri meginreglu, um hlutfalls- lega stöðugar veiðar, byggist hlut- deild hvers ríkis í heildarafla ESB á sögulegri veiðireynslu en einn- ig er tekið tillit til svæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Reglan um hlutfallslega stöð- ugar veiðar ætti að tryggja að íslenskar útgerðir héldu hefðbundnum fiskveiði- réttindum sínum innan íslenskrar efnahagslög- sögu ef Ísland gerðist aðili að ESB. Þetta leiðir af því að einungis Íslendingar hafa reynslu af veiðum í íslenskri efnahagslögsögu undanfarna áratugi. Einn- ig er hátt hlutfall svæða hérlendis sem eru sér- staklega háð fiskveiðum. Ísland ætti því að halda óbreyttum veiðiheimild- um á staðbundnum fiski- stofnum sem og flökk- ustofnum innan íslenskrar efnahagslögsögu. Reglan um hlutfallslegan stöð- ugleika hefur verið í gildi frá því árið 1983. Hún er ekki hluti af sáttmálum Evrópusambands- ins heldur sækir hún stoð sína í afleiddan rétt ESB. Með meiri- hlutaákvörðun í ráðinu væri því hægt að víkja frá reglunni eða afnema hana. Framkvæmda- stjórn ESB kannaði afstöðu aðildarríkjanna til reglunnar í aðdraganda yfirstandandi end- urskoðunar sameiginlegu sjáv- arútvegstefnunnar og voru 26 af 27 aðildarríkjum andsnúin breyt- ingum á reglunni. Hverju sem því líður er óvíst hver afstaða aðild- arríkjanna verður í framtíðinni. Litlar sem engar hömlur Veiðiheimildir hvers aðildarrík- is eru bundnar við fiskiskip sem sigla undir fána viðkomandi ríkis eða eru skráð í því landi. Sjávar- útvegsfyrirtæki í ESB lúta á hinn bóginn þeim reglum sem gilda á innri markaði ESB, þar með talið reglunum um frjálsar fjármagns- hreyfingar og staðfesturétt. Sökum þessa eru litlar sem engar hömlur á fjárfestingum í sjávar- útvegi í aðildarríkjum ESB. Enn fremur eru engar takmarkanir á rétti ríkisborgara ESB-ríkja til að stofnsetja sjávarútvegsfyrirtæki í öðru aðildarríki og launþegum aðildarríkjanna er frjálst að ráða sig til starfa hjá útgerðarfyrir- tækjum hvar sem er innan ESB. Þetta hefur leitt til þess sem kallað er kvótahopp. Í því felst að útgerðarfyrirtæki frá aðildarríki A fær hlutdeild í landskvóta aðild- arríkis B með því annaðhvort að setja á fót útgerð í ríki B, kaupa ráðandi eignarhlut í starfandi útgerð í ríki B eða skrá skip sín í aðildarríki B og landa síðan afl- anum í ríki A. Arðurinn af fisk- veiðunum skilar sér þar með ekki til þess ríkis sem fékk veiðiheim- ildunum úthlutað upphaflega. Mörg ríki hafa sett reglur til þess að takmarka möguleikann á að stunda kvótahopp en slíkt þarf að gera í samráði við ESB. Þótt ekki semdist um undan- þágur eða sérlausnir varðandi sameiginlegu sjávarútvegsstefn- una, í aðildarviðræðunum við ESB, má ætla að reglan um hlut- fallslega stöðugar veiðar, svo framarlega sem hún heldur gildi sínu, mundi tryggja íslenskum útgerðum áframhaldandi fisk- veiðiréttindi sín í íslenskri lög- sögu og koma í veg fyrir veiðar togara annarra aðildarríkja á íslenskum miðum þar sem þau skortir veiðireynslu. Möguleik- inn á kvótahoppi gæti hins vegar valdið Íslandi efnahagslegum skaða ef ekki yrði mótað sérstakt regluverk til að sporna við því. Regluverk þarf gegn kvótahoppi ➜ Einnig er hátt hlutfall svæða hérlendis sem eru sérstaklega háð fi skveiðum. Ísland ætti því að halda óbreyttum veiðiheimildum á staðbundnum fi skistofnum sem og fl ökkustofnum innan íslenskrar efnahagslögsögu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.