Fréttablaðið - 21.12.2012, Page 37

Fréttablaðið - 21.12.2012, Page 37
JÓL Í LINDAKIRKJU Söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir verður með jóla- tónleika fyrir alla fjölskylduna í Lindakirkju í Kópavogi í kvöld kl. 19.30. Með henni verða hinir ýmsu hljóð- færaleikarar og kórar. Sungin verða þekkt jólalög. Miðaverð er 2.500 krónur. Matreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holta- kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar okkur appelsínugljáðan hátíðarfugl með byggi, döðlum og trönuberjafyllingu. Tilvalið er að bera fuglinn fram með sellerírótarkartöflumús og góðu grænmeti. Hægt er að fylgjast með Úlfari elda þessa girnilegu hátíðarmáltíð í kvöld klukkan 21.30 á sjónvarps- stöðinni ÍNN. Þættirnir verða svo endursýndir yfir helgina. Einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN, inntv.is. ELDAÐ MEÐ HOLTA HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi. HRÁEFNI 1 hátíðarfugl, um 2 kíló FYLLING 6-8 þurrkaðar döðlur, smátt saxaðar 4 skorpulausar brauð- sneiðar í litlum teningum 2 egg ½ gráðostshorn í litlum bitum ½ dl appelsínusafi 4 dl soðið bygg 1 dl þurrkuð trönuber 1 dl kasjúhnetur 1 msk. rifinn appelsínu- börkur Öllu hellt í skál og blandað vel saman. Setjið síðan fyllinguna inn í fuglinn. SOÐ, SÓSA OG BAKSTUR 2 dl appelsínusafi 2 dl hvítvín 2 msk. appelsínu- marmelaði 1 msk. rifinn appelsínu- börkur 1 msk. græn piparkorn 1 msk. kóríanderfræ 1-2 rósmaríngreinar eða 1 tsk. þurrkað 1 msk. kjúklingakraftur 3-4 dl vatn 40 g kalt smjör í teningum Nýmalaður pipar Sósujafnari Setjið fyllta hátíðarfuglinn í steikarpott eða djúpa ofnskúffu ásamt appels- ínumarmelaði, appelsínu- safa, appelsínuberki, hvít- víni, kóríanderfræjum og rósmarín. Kryddið fuglinn með pipar og setjið lokið á eða álpappír yfir og færið í 150 °C heitan ofn í eina og hálfa klukkustund eða þar til kjarnhiti sýnir 70 °C. Sigtið þá soðið úr steikar- pottinum í pott og bætið vatni og kjúklingakrafti út í. Hleypið suðunni upp og þykkið með sósujafnara. Takið pottinn af hellunni og bætið smjörinu saman við. Hrærið þangað til smjörið hefur bráðnað. Eftir það má sósan ekki sjóða. HJÚPUR 2-3 msk. appelsínu- marmelaði 2 msk. kóríanderlauf, smátt söxuð 1 tsk. rósapipar, má sleppa 1 tsk. grænn pipar 1 tsk. kóríanderfræ AÐFERÐ Allt sett í skál og blandað vel saman. Penslið fuglinn með hjúpnum og bakið í 10 mín við 190 °C. Berið fuglinn fram með sósunni og til dæmis sellerírótar- kartöflumús og góðu grænmeti. APPELSÍNUGLJÁÐUR HÁTÍÐARFUGL MEÐ BYGGI, DÖÐLUM OG TRÖNUBERJAFYLLINGU 69.990 Finlux 32FLX905U RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS Ó32 LCD SJ NVARP" Innbyggður margmiðlunarspilari Tækið er búið margmiðlunarviðmóti og USB tengi, þannig að hægt er að tengja USB lykil eða flakkara við tækið og horfa á ljósmyndir og kvikmyndir. Styður öll helstu snið, t.d. DivX, MKV, MP3 og JPG. Vel tengjum búið Tækið er með öllum helstu tengimöguleikum sem þarf í dag, 2xHDMI, Scart, VGA, Audio In, heyrnartólstengi og USB tengi þannig að ekkert mál er að tengja leikjatölvur, heimabíó, heyrnartól og margt fleira við tækið. Góð myndgæði Tækið er með vönduðum LCD skjá með 1366x768 punkta upplausn og 5ms svartíma með progressive scan sem gefur skarpa og góða mynd. CI kortarauf Tækið er með innbyggðri CI kortarauf þannig að þeir sem eru með Digital Ísland frá Vodafone geta losnað við afruglarann frá Vodafone Digital Ísland og fengið CA tengi sem er smellt í tækið. Einfalt en vandað 32" Finlux sjónvarp með stafrænum DVBT móttakara, USB tengi og innbyggðum margmiðlunarspilara.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.