Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2012, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 21.12.2012, Qupperneq 44
6 • LÍFIÐ 21. DESEMBER 2012 Árið 2013 heilsar okkur með heldur aðgerðalitlu veðri, og verður þannig sennilega allan janúarmánuð, en þá breytir um og margar krappar lægðir eiga eftir að lenda hjá okkur í febrúar og mars. Það verður sem sagt um- hleypingasamt í febrúar og mars en fremur hlýtt hér sunn- anlands. Í öðrum landshlutum verður mikill snjór enda norð- lægar áttir ríkjandi meirihluta vetrar. VEÐUR OG FRÉTTIR Snjóflóð Ég er hrædd um að snjóflóð verði sem tekur mannslíf, mér sýnist það vera á Vestfjörðum norðanverðum. Þar sem veður verða rysjótt verður einnig erf- itt fyrir sjómennina að stunda sína vinnu og svo eru vand- ræði með fiskveiðistjórnun sem á eftir að hafa miklar af- leiðingar til hins verra víða um land, einkum í hinum smærri byggðarlögum. En þegar gefur mun vel veiðast og verð á fiski verður betra en oft áður. Kvótamálin fara í endurskoðun hjá nýrri ríkisstjórn. Aflaheim- ildum verður breytt þannig að menn mega veiða fyrir sig og sína án vandkvæða. Ríkið mun svo selja aflaheimildir að hluta. Eftir árið fer svo allt þetta kerfi í endurskoðun og kemur breytt og bætt þaðan í febrúar 2014. Hlýtt sumar Tíðarfar sumarsins verður mis- jafnt en sumarið í heild sinni verður hlýtt, en kemur seint á Norðurlandi og Vestfjörðum. Vestan- og sunnanlands verð- ur rakt og hlýtt vor, en sólin skín má segja í allt sumar og fá Sunnlendingar sannkall- að sumar, hlýtt en mætti vera meiri væta á köflum. Fyrir norðan og vestan verða júlí og ágúst sólríkir og nokkuð hlýir en júní kaldur og þurr. Á Austurlandi verður einnig gott um miðbik sumarsins, en ansi mikil úrkoma og þungbúið veður yfir stóran hluta sumars. Árið endar með miklum veður- hvelli, það verður bæði hvasst og mikil ofankoma. Mér sýnist mannvirki vera þar í hættu og eitthvað verður um rafmagns- leysi yfir áramótin. Jörð mun skjálfa Eldsumbrot verða undir sjó og koma ekki til með að valda skaða hjá okkur að neinu ráði. Ég sé ekki eld koma upp á landi, en þó er hugs- anlegt að það gerist í lok árs 2013 og verða þá nokkuð mikil eldsumbrot. Jörð mun skjálfa svo til í öllum landshlutum á árinu og mér sýnist að verði nokkuð stór skjálfti, held að hann tengist norð- austurhorninu en það verður ekki mikið tjón sýnist mér og engin mannslíf í húfi þar. Banaslysum í um- ferðinni fækkar Banaslys í umferðinni verða færri á árinu 2013 en mörg undanfarin ár. Ekki dregur þó bensínverð úr akstri lands- manna, sem ferðast meira innanlands en oft áður. Einn- ig aukast enn ferðalög útlend- inga á eigin vegum um Ísland þannig að í heild verður um- ferð á vegum úti meiri en verið hefur að minnsta kosti undan- farin tvö ár. Stórt sjóslys sé ég í mars, þar verður manntjón. Eldsvoðar verða tíðir og ekki færri en á síðastliðnu ári. Það mun kosta að minnsta kosti tvö mannslíf. Það er sýnist mér á austanverðu landinu. ÞJÓÐMÁLIN Nýir flokkar fá lágmarksfylgi Í þjóðmálunum ber árið 2013 mikinn keim af því að vera kosningaár. Stjórnarflokkarn- ir hafa sig mikið í frammi, lofa ýmsu og halda sínum „heiðri“ á lofti, á meðan stjórnarand- staðan berst um á hæl og hnakka við að rétta sinn hlut. Kosningarnar verða ekki af- gerandi á nokkurn hátt. Sjálf- stæðismenn fá minna fylgi en haldið er, en það er að hluta til vegna þess að forystan er ekki fólksins í landinu. Fram- sókn heldur sínu og fær heldur meira en lítur út fyrir. Nýir flokk- ar fá lágmarksfylgi. Samfylk- ing og Vinstri græn tapa fylgi, Vinstri græn meira en Samfylking, sem velur sér öflugan og vin- sælan foringja á árinu. Það er Guðbjartur Hannesson sem þar mun standa við stjórnvöl- inn, eftir afgerandi kosningu. Jóhanna lætur til sín taka Steingrímur verður enn í for- ystu VG, hann er samt orðinn þreyttur og þarf að passa upp á heilsuna. Í VG er mikil ólga og ófriðaröldur sem erfitt er að lægja, þannig að það er erf- itt hjá Steingrími. Úr flokknum fara margir á árinu, bæði óróa- seggir og dugnaðarfólk. Jóhanna hættir eins og hún er búin að segja, en hún er ekki hætt að láta til sín taka og verður áberandi í sambandi við stórt mál þegar líða tekur á árið. Þetta mál snertir inn- flytjendur á Íslandi og fær hún stóra rós í hnappagatið fyrir framgöngu sína þar. Henni veitir ekki af, því minnisvarð- inn sem hún ætlaði að reisa sér með nýju stjórnarskránni og stjórnlagaþinginu mis- heppnast gersamlega. Sú stjórn sem tekur við að loknum kosningum sýnist mér vera sjálfstæðismenn og VG ásamt nýjum flokki. Ann- ars verður stjórnarmyndun- in erfið og þunglamalegt að koma saman nýjum stjórnar- sáttmála. Völva Lífsins fram- hald á næstu opnu VÖLVUSPÁ 2013 Völva Lífsins þykir sannspá enda með áratuga reynslu þegar kemur að spádómum því óskaði Lífið eftir að hún skoðaði framtíð lands og þjóðar árið 2013.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.