Fréttablaðið - 21.12.2012, Page 56

Fréttablaðið - 21.12.2012, Page 56
18 • LÍFIÐ 21. DESEMBER 2012 fyrir sér. Harpan verður ekki nógu mikið notuð af klassísk- um söngvurum en þó verður sett upp gömul þekkt ópera á árinu. Diddú, Sigrún Hjálmtýsdóttir, fer í samstarf við aðila í dæg- urtónlistinni og gerir garðinn frægan þar. ÍÞRÓTTIR Íþróttafólk er mjög áberandi á árinu. Kvennaliðið í handbolta á eftir að gera garðinn frægan á stórmóti á árinu. Mér sýnist að þær komi heim með verð- launapeninga. Þær eru vel að sigrinum komnar, leggja allt í þetta. Þar innanborðs eru mjög margar efnilegar konur, ég vil ekki nefna nein nöfn því heildin er svo sterk og góð. Ásdís Hjálmsdóttir mun eiga gott ár. Sigrar á stórmóti og fær silfur á öðru. En seinni hluta ársins er hún að glíma við meiðsli sem plaga hana talsvert. Gylfi Þór Sigurðsson spil- ar áfram með Tottenham og mun verða betri og eftirsóttari á árinu en nokkru sinni. Eiður Smári sest á skólabekk Eiður Smári Guðjohnsen dreg- ur sig endanlega í hlé og sest á skólabekk. Hann á gott og rólegt ár fram undan. Björgvin Páll Gústavsson heldur áfram að verja skot- in fyrir okkur. Hann mun spila mest erlendis á árinu en hann skiptir um lið og einnig land, ég sé Þýskaland koma upp í kringum hann. Hann er alls ekki kominn á toppinn dreng- urinn sá. Í einkalífinu er allt í blóma hjá honum. Sævar Birg- isson skíða- kappi keppir á erlendu stórmóti og stendur sig betur en nokkur Íslendingur hefur gert lengi. Hann á framtíðina fyrir sér og virðist sleppa við meiðsli, sem er frábært. María Guðmundsdóttir fer einnig utan á mót eftir að hafa sigrað á stórmóti hér heima og nær góðum árangri í alpa- greinum. Parið sem sigraði í Dans Dans Dans hefur sig lítið í frammi. Eftir þessi úrslit er almenning- ur ekki ánægður með keppn- ina og þyrfti að breyta fram- kvæmd fyrir næstu keppni, en ég er hrædd um að það verði ekki gert þannig að keppnin líður fyrir það. Byrjunin á botnspyrnunni Þegar ég lít yfir árið með já- kvæðnina að leiðarljósi finnst mér við standa okkur ótrúlega vel. Þjóðin í heild er hamingju- söm og fólk reynir að gera það besta úr málunum. Við erum þó enn á botninum og þok- umst sorglega lítið upp á við en ný ríkisstjórn mun hjálpa okkur vel í baráttunni og við skulum segja að árið 2013 sé byrjunin á botnspyrnunni upp á við. hildur hafstein workshop Fal legar gjafir fyrir f lo t tar konur Hildur Hafstein / Workshop Laugavegi 20 b, (Klapparst ígsmegin)

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.