Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2012, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 21.12.2012, Qupperneq 76
21. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 52 Sviðsett samband LEIKHÚS ★★★★ ★ Strindberg: Aftur og sem aldrei fyrr Leiksýning Nemendaleikhússins Leikarar: Elma Stefanía Ágústsdóttir, Thelma Marín Jónsdóttir, Þorleifur Einarsson, Arnar Dan Kristjánsson, Oddur Júlíusson, Hildur B. Arndal, Salome R. Gunnarsdóttir, Þór Birgisson, Arnmundur E. Björnsson, Hafdís Helga Ingadóttir. Kennari og leikstjóri: Egill Anton Heiðar Pálsson. Undir styrkri stjórn Egils Antons Heiðars Pálssonar steypa leiklist- arnemar á þriðja ári í Listaháskóla Íslands saman tveimur verkum eftir August Strindberg sem verður að þéttri uppákomu um samskipti og ást eða ástleysi. Verkin eru Fröken Júlía og Leikið með eldinn. August Strindberg er ekkert sjálfgefinn og einfaldur enda sýna verkin tvö sem Nemendaleikhúsið hefur valið að hræra saman í eitt að hann er stórfenglega næmur á samskipti og þær innri hugsanir og hugdettur sem fylgja því ofur- venjulega, nefnilega að hugsa, finna og lifa með annarri persónu. Fröken Júlíu skrifar hann fyrir þáverandi eiginkonu sína, leikkon- una Siri von Essen, og kvenpers- ónan í seinna verkinu, Leikið með eldinn, á að vera hún eða hefur miklar skírskotanir til þeirra erf- iða samlífs. Hvað var svona erfitt? Einmitt þessarar spurningar hafa ótal höfundar spurt sig og fund- ið við mismunandi svör. Sumir fræðimenn eru þeirrar skoðunar að Strindberg hafi sett líf sitt og uppákomur allar á svið til þess að geta svo unnið úr þeim í verkum sínum. Flestir eru á því að Strind- berg hafi verið hömlulaus snill- ingur sem þrátt fyrir sjálfsdýrk- un hafi verið einkar næmur á allt í umhverfinu, eins og sést í verk- um hans. Hann skrifaði jafnt á frönsku sem sænsku og hafði mikl- ar áhyggjur og bar umhyggju fyrir móðurmáli sínu. Í þessum verkum sem hér var steypt saman kemur einkar vel fram hversu vel honum farnast að leika sér að tungunni í nánu sam- bandi fólks. Egill Heiðar hefur valið þá leið að láta leikarana ungu leika sömu hlutverkin sem endur- tekin eru frá mismunandi sjón- arhóli og fór vel á því, þó atriðið fræga þegar þjónninn Jean burst- ar stígvél greifans hafi kannski verið fulloft endurtekið. Leikur- inn að eldinum kom heldur betur út og þar var meiri framvinda úr verkinu sjálfu. Leikaraefnin ungu stóðu sig mjög vel og leikmyndin átti sinn þátt í að gera verkið gott. Hér var bæði grínast og spriklað í fötum og án þeirra og kannski fullmikið gert úr nektinni, eins og til að sýna að þetta getum við. Það er miðsumarnæturbrjálæði sem einkennir stemninguna og brúin milli leikverkanna er algerlega áreynslulaus. Nokkuð reyndi þó á þolrif áhorfenda þar sem verk- ið var heldur langt í flutningi. Við hittum fyrir þrjár Júlíur, þrjá þjóna og tvöfalda uppsetningu hlut- verkanna úr Leika með eldi. Hér verður ekki gert upp á milli leikara enda skiluðu þeir allir hlutverkum sínum með sóma og var framsögn þeirra til einstakrar fyrirmyndar. Það hömluleysi sem Strindberg er oft kenndur við kom hér mjög vel fram. Vonandi verður sýning- in tekin aftur upp eftir áramótin. Elísabet Brekkan NIÐURSTAÐA: Sýning sem fangar hömluleysi Strindbergs vel. Leikurinn að eldinum kom betur út en Frú Júlía. Leikaraefnin stóðu sig fantavel. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012 Sýningar 17.00 Sýningin Umskurður verður opnuð í Dúfnakofanum (kaffihúsinu) í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á henni eru klippi- verk eftir Hrafn Hrólfsson. Sýningin stendur til 1. janúar. Hátíðir 15.00 Fögnuður verður haldinn í Hjartagarðinum í tilefni vetrarsólstaða, loka tímatals mayanna og nýs upphafs. Það er No Borders Iceland sem stendur fyrir hátíðinni og fjöldi listamanna kemur fram. Uppákomur 11.00 Gluggagægir kíkir í heimsókn á Þjóðminjasafn Íslands. Aðgangur er ókeypis. 12.10 Ljósmyndarinn Mats Wibe Lund dregur út sigurvegara í leiknum Setja í skóinn hjá Mats. Leikurinn er í tengslum við ljósmyndasýningu hans í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og fer útdrátturinn fram þar. 12.34 Fjölbreytt menningardagskrá er í boði á Jóladagatali Norræna hússins. Uppákomur hvers dags eru gestum huldar þar til gluggi dagatalsins er opn- aður í upphafi atburðarins. Listamaður- inn Hugleikur Dagsson gerði dagatalið í ár. 15.00 Kaffi Framsókn, Hverfisgötu 33, býður í vöfflukaffi. Ingibjörg Reynis- dóttir leikari og rithöfundur les upp úr bók sinni, Gísli á Uppsölum. Tónlist 12.00 Gissur Páll Gissurarson og Árni Heiðar Karlsson koma fram á Jólatón- um Munnhörpunnar í Hörpu. Aðgangur er ókeypis. 17.30 Jara spilar á Undiröldunni í Kaldalónssal Hörpu. Undiraldan er tón- leikaröð Hörpu í samstarfi við 12 Tóna. Sindri Eldon & The Ways stíga einnig á svið. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Blúsfélag Reykjavíkur og Vinir Dóra efna til Jólablúsgjörnings í Rúbín við hliðina á Keiluhöllinni. 21.00 Camerarctica leikur ljúfa tónlist við kertaljós á tónleikunum Mozart við kertaljós í Garðakirkju. Aðgangseyrir er kr. 2.500 en kr. 1.500 fyrir nemendur og eldri borgara og frítt fyrir börn. 22.00 Ýmsir listamenn koma fram á jólatónleikum á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Útgáfu- og jólatónleikar Brother Grass verða haldnir á Café Rosenberg. Boðið verður upp á frumsamin, notaleg og tímalaus jólalög og skemmtilega gesti. 20 ára aldurstakmark og aðgangs- eyrir er kr. 2.900. Hægt er að kaupa miða við hurð eða á midi.is. 23.00 Hljómsveitin Ojba Rasta heldur góðgerðatónleika til styrktar Mæðra- styrksnefnd á Faktorý. Meðal gesta verða Egill Ólafsson, Gnúsi Yones úr Amöbu Dömu og Birkir B úr Forgotten Lores. Leiðsögn 12.00 Boðið verður upp á leiðsögn um sýningu Þórunnar Elísabetar Sveins- dóttur, Lauslega farið með staðreyndir – sumt neglt og annað saumað fast, og sýningu Þuríðar Rósar Sigurþórsdóttur, Hinumegin. Báðar sýningarnar standa nú yfir í Hafnarborg og er aðgangur ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is BÆKUR ★★ ★★★ Kantata Kristín Marja Baldursdóttir JPV-ÚTGÁFA Kristín Marja Baldurs- dóttir hefur glatt bók- menntasinnaða Íslend- inga með bókum á borð við Mávahlátur, Hús úr húsi, Karit- as og Óreiða á striga. Nýjasta bók hennar, Kantata, er kynnt sem „stórbrotin og margradda fjöl- skyldusaga þar sem þræðir flétt- ast , spinnast , vindast og rakna“. Í upphafi bók- arinnar er lýst óumbeðinni myndatöku í jarðlest í París. Sú myndataka á eftir að koma við sögu síðar og hrinda af stað atburðarás sem persónur sögunn- ar eiga miserfitt með að takast á við. Aðalpersónur eru hjónin Nanna og Gylfi, sem eru vel stæðir hótel- eigendur, og Hjálmar hálfbróðir Gylfa, frægur og vinsæll leikari sem býr hjá Ingdísi móður sinni. Finnur, föðurbróðir bræðranna og endurskoðandi, og Dúi, frændi Finns, sem býr hjá honum og vinn- ur sem móttökustjóri eins hótels- ins, Senna, ættleidd dóttir Nönnu og Gylfa, og Olli, hundur Dúa, koma líka við sögu. Ljósmyndarinn Aloked Achmad Maurice Hamand kemur hreyf- ingu á líf fjölskyldunnar þegar hann mætir á svæðið og vill fá að mynda karlmennina og nota myndirnar í bók sem hann hyggst gefa út eftir Íslandsdvöl sína. Ljós- myndarinn skrásetur það sem hann sér í gegnum myndavélar- linsuna, en eins og gengur eru menn missáttir við afraksturinn og þá sögu sem hann vill segja með myndunum. Til að byrja með þótti mér erfitt að henda reiður á persónum sög- unnar, en það lagaðist í þann mund sem ég sótti mér penna og ætlaði að fara að punkta niður hjá mér helstu persónur og fjölskyldutengsl. Sjónarhornið er brey t i leg t , en það sem er einna skemmtilegast við söguna er að stund- um er það hjá pers- ónum sem eru ekki vanar að hafa orðið; förðunarfræðingi leik- arans, nuddara, ritara og síðast en ekki síst, hundinum Olla. Ótti við hið óþekkta, útlendingahatur og ísl- amófóbía er eitt af því sem höfundur lætur pers- ónur sínar takast á við í sögunni. Verðugt viðfangsefni, en hér er rasisminn fullýktur og fyrirsjáanlegur. Það er ákaflega lítill háski í sögunni. Persónurn- ar dunda sér við garðyrkjustörf og laxveiði, hlusta á sígilda tón- list og hittast í settlegum grill- veislum, þar sem drukkin eru dýr vín. Í raun er manni alveg sama um þessar manneskjur. Þær eru hvorki skemmtilegar né leiðinleg- ar og það sem knýr þær áfram er afskaplega óljóst. Ég varð raunar hissa yfir því hvað höfundi virðist liggja fátt á hjarta. Þegar endirinn nálgaðist bjó ég mig undir einhvern óvænt- an snúning, eitthvað sem varp- aði ljósi á persónurnar og tengsl þeirra, en varð fyrir vonbrigðum. Kantata þykir mér æði bragðdauf saga um fremur lítt spennandi fjölskyldu. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir NIÐURSTAÐA: Bragðlítil fjölskyldu- saga um fordóma og það að ekki sé allt sem sýnist. Óljósar myndir af fjölskyldu GLEÐILEG JÓL Faxafeni 5, Reykjavik og Skeiði 1, Ísafirði HÆGINDASTÓLAR dönsk hönnun og gæði! Kr. 139.800 Til í svörtu, hvítu og rauðu leðri. LEVANTO hægindastóll með skemli Kr. 219.800 Til í svörtu og hvítu leðri. Opus hægindastóll með skemli Amstel hægindastóll með skemli Kr. 149.800 Til í svörtu og hvítu leðri. Kr. 149.900 Í antracite áklæði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.