Fréttablaðið - 17.01.2013, Síða 6

Fréttablaðið - 17.01.2013, Síða 6
17. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 VINNUMARKAÐUR Atvinnuleysi í aðildarríkjum Efnahags- og fram- farastofnunarinnar OECD var 8,0% í nóvember og breyttist ekki á milli mánaða. Alls eiga 34 þróuð ríki aðild að OECD. Samanlagt eru því 48,2 milljónir án atvinnu í ríkjum OECD, en alls búa ríflega 1.245 milljónir í ríkj- unum 34. Hæst fór atvinnuleysi í OECD í 8,9% árið 2009 skömmu eftir að alþjóðlega fjármálakrepp- an náði hámarki. Atvinnuleysi í ESB hefur farið hækkandi síðustu mánuði, mest á evru svæðinu. Í Bandaríkjunum og Kanada hefur atvinnuleysi hins vegar heldur farið lækkandi. Sé Ísland borið saman við hin Norður landaríkin og Bretland kemur í ljós að á meðan atvinnu- leysi hefur farið sífellt lækkandi á Íslandi síðustu misseri hefur það haldist nokkurn veginn stöðugt í hinum löndunum. Er atvinnuleysi því orðið lægst á Íslandi af þessum löndum ef frá er skilinn Noregur. - mþl Atvinnuleysi hefur haldist stöðugt í flestum ríkja OECD á meðan það hefur minnkað hér á landi: Færri án atvinnu hér en í nágrannaríkjum 1. Hversu mörg börn hafa fengið með- ferð vegna óæskilegrar kynhegðunar hjá Barnaverndarstofu síðan 2009? 2. Hversu mörgum milljörðum munu lífeyrissjóðirnir tapa eftir uppgjör sín við föllnu bankana? 3. Eigendur hvaða kaffi húss vilja nota hið svokallaða Goðahverfi í Reykjavík sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn? SVÖR: 2009 2010 2011 2012 ➜ Þróun atvinnuleysis 2009– 2012 12 10 8 6 4 2 % Noregur Svíþjóð Bandaríkin OECD-ríki Evrusvæðið Ísland Finnland ESB-ríki Danmörk VINNUMARKAÐUR Nýju tilraunaverkefni til að hækka menntunarstig á vinnumarkaði verður hleypt af stokkunum í haust. Það verður fjármagn- að með afgangsfé úr vinnumarkaðs- og mennt- unarátaki síðustu tveggja ára. Þetta kynntu Guð- bjartur Hannesson velferðarráðherra og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í gær eftir fund með aðilum vinnumarkaðarins. Verkefnið verður til eins árs og fer fram í Breið- holtshverfi í Reykjavík og í Norðvesturkjördæmi. Þar verður meðal annars könnuð eftirspurn eftir endurmenntun, þróað samstarf milli símenntunar- stöðva, framhaldsskóla og háskóla um endur- menntun, og nýjar námsleiðir út frá þörfum hvers svæðis, auk þess sem lagt verður mat á mögulegan kostnað við að beita úrræðunum um land allt. Í minnisblaði sem var kynnt á fundinum kemur fram að 950 milljónum króna er óráðstafað hjá menntamálaráðuneyti og Atvinnuleysistrygginga- sjóði, miðað við áætlun vinnumarkaðs- og menn- taátaks stjórnvalda og aðila vinnumarkaðsins árið 2011. Þeir fjármunir, auk þess sem af mun ganga í ár, verða notaðir til að fjármagna verkefnið. - þj Nýtt tilraunaverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins hefst í haust: Auka menntun á vinnumarkaði NÝTT ÁTAK Í MENNTUN Ráðherrarnir Guðbjartur Hannes- son og Katrín Jakobsdóttir kynntu í gær nýtt tilraunaverkefni í vinnumarkaðsmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMFÉLAGSMÁL Engin hjálparlína, hvorki í síma né á netinu, er starf- rækt hér á landi fyrir þolendur kynferðisbrota. Fólk getur hringt í Neyðarlínuna í 112 eða í hjálpar- síma Rauða krossins í síma 1717 og fengið þaðan samband við við- eigandi aðila. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykja- vík, vakti athygli á málinu á fundi allsherjar- og menntamálanefndar á þriðjudag um viðbragðs áætlanir til að sporna við kynferðisbrotum gegn börnum. Flestir fundar gestir tóku vel í tillögu Svölu, þá þing- menn sér í lagi, en Bragi Guð- brandsson benti á að hjálparlína fyrir börn hefði verið starfrækt undanfarin ár á vegum Barna- heilla og ekki gefist vel. Svala telur slíka hjálparlínu fyrir þolendur, aðstandendur og mögulega gerendur kynferðis- brota mögulega geta hjálpað til við að koma kynferðisbrotamálum í eðlilegan farveg í kerfinu. Hún bendir þá einnig sérstak- lega á slíka línu fyrir gerend- ur sem finna fyrir hvötum sem þeir hafa áhyggjur af. Í 7. grein Evrópuráðssamningsins sé mælt fyrir um aðgang þeirra sem ótt- ast að fremja brot af þessu tagi að aðstoð. Þó sé línan vissulega sér í lagi starfrækt fyrir þolendur og aðstandendur þeirra, en einnig fyrir aðra sem hafa grun um eða vita um aðstæður sem eru ekki í lagi og þurfa einhvern til að tala við og fá leiðsögn. Fólk sem ekki er tilbúið að snúa sér til yfirvalda, að minnsta kosti ekki á þessu stigi. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, og Margrét Steinars- dóttir, framkvæmdastjóri Mann- réttindaskrifstofu Íslands, tóku undir að hjálparlína sem þessi væri mikilvæg. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verk- efnastjóri hjá Barnaheillum, segir Ísland einfaldlega of fámennt til að það borgi sig að halda úti slíkri línu. Það hafi að minnsta kosti verið raunin þegar hjálpar- línan Heyrumst.is var starfrækt í þrjú ár á vegum samtakanna. Hún segir flest málin sem rötuðu inn á línuna hafa verið mál tengd vinum, kærustum eða skólanum. „Sem betur fer voru mjög fá mál sem þurfti að bregðast við. Okkar reynsla er að þessi erfiðu mál endi ekki í svona línum,“ segir hún. „Það kostaði of mikið að halda þessu úti miðað við aðsóknina.“ sunna@frettabladid.is Skoði möguleika á kynferðisbrotalínu Fagaðilar leggja til að hjálparlína sem fórnarlömb, aðstandendur og gerendur kynferðisbrota geta haft samband við verði sett á laggirnar. Hjálparlína var starf- rækt á vegum Barnaheilla en gekk ekki vel. Þingnefnd tók vel í tillöguna á fundi. LEITAÐ EFTIR AÐSTOÐ Vakin var athygli þingmanna á þeim möguleika að opna hjálparlínu fyrir þolendur og aðstandendur þolenda kynferðisbrota, sem og mögu- lega gerendur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 112 Neyðarlínuna ættu allir að þekkja. Færri vita þó að hægt er að fá sam- band við barnaverndaryfirvöld, nótt sem dag, í gegn um númerið. Hægt er að tilkynna um möguleg brot eða annað slíkt í gegnum 112, sem gefur þér samband við viðeigandi aðila. 1717 Hjálparsími Rauða krossins hefur verið starfræktur í mörg ár. Við hann starfar tæplega 100 manna hópur sjálfboðaliða við símsvörun. Meðal markmiða Hjálparsímans er að hlusta á og veita ráðgjöf fólki á öllum aldri, fólki sem þarf á stuðningi að halda. 1. Um 60 börn 2. Tæpum 70 milljörðum 3. Kaffi Loka VEISTU SVARIÐ? Vi ð er um fy rir a lla la nd sm en n. B ók að u ut an la nd sfe rð in a nú na . B æ nd fe rð ir. is. Komdu á kynningarfund núna í kvöld kl. 20:00 ,,Hið stórbrotna Alaska“ Fararstjórinn Jónas Þór kynnir ferðina ,,Hið stórbrotna Alaska“sem stendur yfir frá 1. til 10. september 2013 Í kvöld kl. 20:00 halda Bændaferðir kynningarfund um ferðina „Hið stór- brotna Alaska“. Jónas Þór fararstjóri mun segja frá náttúru og menningu. Allir hjartanlega velkomnir. Fáðu hagnýtar upplýsingar og heyrðu um stórfenglega landkosti í Matanuska -Susitna dalnum, McKinley fjallið í Denali þjóðgarðinum, einstakt dýralíf, undur Kodiakeyju og svo margt fleira. Skoðaðu ferðirnar á bændaferðir.is Hringdu í síma 570-2790, sendu póst á bokun@baendaferdir.is eða komdu til okkar í Síðumúla 2. Skrifstofan er opin frá kl. 8:30 -16:00 virka daga. Næstu kynningarfundir hjá Bændaferðum: Mánudaginn 21. janúar kl. 20:00. Þriðjudaginn 22. janúar kl. 20:00. Fimmtudaginn 24. janúar kl. 20:00. Kynningarfundurinn verður haldinn í húsakynnum Bændaferða, Síðumúla 2 í Reykjavík, í kvöld (17. jan) kl. 20:00 Frá kr. 108.775 með „öllu inniföldu“ Heimsferðir bjóða frábært verð á allra síðustu sætunum til Tenerife 30. janúar í viku. Í boði er einkar hagstætt verð á Hotel Adonis Isla Bonita með öllu inniföldu. Athugið að mjög takmörkuð gisting er í boði! Einnig önnur gisting í boði á afar hagstæðum kjörum. Tenerife 30. janúar í 7 nætur Frá kr. 108.775 Hotel Adonis Isla Bonita með „öllu inniföldu“ Netverð kr. á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi með allt innifalið. Verð í tvíbýli kr. 134.500 með allt innifalið. Sértilboð 30. janúar í viku.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.