Fréttablaðið - 17.01.2013, Side 10

Fréttablaðið - 17.01.2013, Side 10
17. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 10 Neytendur sem ósáttir eru við þjónustu iðnaðar- manna geta snúið sér til Neytendasamtakanna. Tak- ist ekki að útkljá deilur er hægt að skjóta málunum fyrir þrjár mismunandi kæru- og úrskurðarnefndir. „Sú nefnd sem langmest er leitað til er kæru- nefnd lausafjár- og þjónustukaupa sem hýst er hjá Neytenda stofu. Ekki þarf að greiða málskotsgjald sem er kostur en ákvörðun nefndarinnar er hins vegar ekki bindandi,“ segir Brynhildur Péturs- dóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna. Sam- tökin vilja að þau fyrirtæki sem ekki virða úrskurð nefndarinnar séu nafngreind opinberlega og benda á að slíkt þekkist annars staðar á Norðurlöndum. Úrskurðarnefnd Neytendasamtakanna, Samtaka iðnaðarins, Meistarafélags húsasmiða, Samtaka atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði og Húseigend- afélagsins var sett á fót 1998. Að sögn Brynhildar hafa afar fá mál farið fyrir þessa nefnd sem hún segir meðal annars skýrast af því að oft tekst að leysa ágreininginn. „En erfiðustu málin snúa oft að iðnaðarmönnum sem ekki eru í meistarafélagi.“ Árið 2010 var sett á fót ný úrskurðarnefnd, að því er segir í frétt á vef Neytendasamtakanna. Aðild að henni eiga Meistaradeild byggingagreina innan Samtaka iðnaðarins, MSI, Neytendasamtökin og Húseigendafélagið. Nefndin úrskurðar um deilumál sem upp koma vegna viðskipta neytenda við félags- menn MSI og varða viðskipti yfir 100.000 krónur. Málskotsgjald er 15.000 krónur en jafnframt geta aðilar þurft að greiða málskostnað að hámarki 100.000 krónur tapi þeir máli fyrir nefndinni. Bent er á að kosturinn við nýju nefndina sé sá að iðnaðarmenn sem heyra undir eitthvert meistara- félaganna skuldbinda sig, eða því sem næst, til að fara eftir niðurstöðu nefndarinnar auk þess sem kaupanda eru tryggðar þær bætur sem hann á rétt á í gegnum ábyrgðasjóð MSI. Stundum er kvartað yfir fúski en algengast er að kvartað sé vegna reikninga sem neytendur telja of háa eða ekki í samræmi við það sem um var samið. „Oft nær maður samkomulagi og iðnaðarmaður- inn lækkar reikninginn en sumir setja strax í inn- heimtu,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir, fulltrúi leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasam- takanna. Hún leggur áherslu á að það sé beggja hagur að gert sé skriflegt tilboð í upphafi. ibs@frettabladid.is Mikilvægt að gert sé skriflegt tilboð Neytendasamtökin aðstoða við að útkljá deilur við iðnaðarmenn. Hægt að skjóta málum til þriggja nefnda. Viðskiptavinir kvarta vegna fúsks og hárra reikninga. ÞJÓNUSTA Þeir sem ósáttir eru við þjónustu iðnaðarmanna geta snúið sér til Neytendasamtakanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMTe & kaffi verður fyrsta lífræna kaffibrennslan hér á landi. Fyrirtækið fékk á dögunum vottun frá vottunarstofunni Túni um framleiðslu á líf- rænu kaffi, að því er segir í fréttatilkynn- ingu. Kaffibrennslan hóf nýlega að framleiða kaffiblöndu úr lífrænum kaffibaunum fyrir vörulínuna Himneskt sem fyrirtækið Aðföng markaðssetur. Yfir 100 fyrirtæki og bændur hafa hlotið vottun til lífrænnar framleiðslu hér á landi. Auk þess vottar Tún nú framleiðslu fyrirtækja á náttúruvörum og aðföngum til lífrænnar framleiðslu. TE & KAFFI FRAMLEIÐIR LÍFRÆNT KAFFI Neytendastofa hefur vakið athygli á innköllun á strumpaljósi/mood- light. Í frétt á vef Neytendastofu segir að um sé að ræða 10 cm háan lampa með strikamerkinu 8717624274039 sem dreift hefur verið af fyrirtækinu NORSTAR AB í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Auðvelt er fyrir börn að fjarlægja rafhlöðulokið. Bent er á að það geti haft alvarlegar afleiðingar kyngi börn rafhlöð- unum. Ekki er vitað til þess að þetta strumpaljós hafi verið selt hér á landi. Neytendastofa biður þá sem kunna að eiga lampa af umræddri gerð að farga honum á öruggan hátt eða senda hann aftur til NORSTAR og fá endur- greitt. HÆTTULEG STRUMPALJÓS INNKÖLLUÐ En erfiðustu málin snúa oft að iðnaðar- mönnum sem ekki eru í meistarafélagi. Brynhildur Pétursdóttir starfsmaður neytendasamtakanna Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus · www.lífrænt.is Láttu hjartað ráða „Hnetusmjörið mitt inniheldur 99,5% hnetur og aðeins 0,5% salt og er því í miklu uppáhaldi hjá mér.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.