Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 28
FÓLK|| FÓ K | TÍSKA4 Áhugi á Hönnunarmarsinum er greinilega að aukast. Íslensk hönnunarsena þykir fersk og spennandi á alþjóðavettvangi og í ár eigum við von á fleiri erlendum blaða- mönnum á Hönnunarmars en nokkru sinni áður,“ segir Sari Peltonen, kynn- ingarfulltrúi hjá Hönnunarmiðstöð Ís- lands. „Þeir koma einnig víðar að en fyrr og spanna fjölbreyttara svið.“ Von er á fjölmiðlum frá Evrópu og Bandaríkjunum og stærstu dagblöð- unum í Skandinavíu svo sem Politiken og Dagens Nyheter, að sögn Sari. Hún nefnir einnig Der Spiegel, ABC og hönn- unartímaritin FORM, Creative Review, Wallpaper, Dezeen og Design Week svo fáein séu nefnd. Þá gætu enn fleiri átt eftir að bætast við. Reykjavík Fashion Festival verður einnig haldið á sama tíma og fjöldi blaðamanna tískutímarita verður því einnig á landinu. Einhverjir þessara fjölmiðla eru að koma í annað og þriðja sinn. Margir hafa fylgst með frá upphafi eins og David Golling, sem var áður ritstjóri FORM, en heldur nú úti podcast-þætt- inum Summit. Hann mun gera þátt um Hönnunarmars 2013. Þá eru þó nokkrir að koma í fyrsta skipti. „Í ár koma fleiri frá Bandaríkjunum og Þýskalandi en áður og þá fáum við gesti frá Frakk- landi, Spáni, Kanada og Eistlandi. Eins kemur einn af þekktari hönnunarblogg- urunum, Emma Fexeus, en hún heldur úti blogginu Emmas Designblogg,“ segir Sari og bætir við að ekki hafi reynst erf- itt að fá fólk til að koma til Íslands. „Ég þarf ekki að biðja tvisvar. En þetta eru bestu blaðamennirnir á sínu sviði og þar af leiðandi mjög uppteknir og bókaðir um allan heim. Því voru ekki allir á lausu sem vildu koma, en það þýðir bara að ég er þá þegar komin með góðan lista fyrir næsta ár,“ segir Sari sposk og bætir við að það hafi ómælda þýðingu fyrir hönnuði að fá umfjöllun fagfjölmiðla á sviði hönnunar. „Hönnunarmars er vettvangur fyrir íslenska hönnuði til að sýna sín verk hérlendis en ekki síður til að koma sér á framfæri á erlendum vettvangi. Það gerist að stórum hluta með umfjöllun erlendra fjölmiðla. Slík umfjöllun bæði stækkar tengslanetið og þá er ekki síður mikilvægt að fá faglega umsögn og álit utanaðkomandi aðila á verkum sínum,“ segir Sari. Hönnunarmars fer fram dagana 14. til 17. mars. Nánar má fylgjast með á vef Hönnunarmiðstöðvar, www.honnunar- midstod.is en einnig á designmarch.is og honnunarmars.is. Þá er Hönnunar- mars á Facebook. ■ heida@365.is UPPSKERUHÁTÍÐ ÍS- LENSKRA HÖNNUÐA Dagskrá Hönnunarmars 2013 er þegar orðin þétt en hátíðin verður nú haldin í fimmta sinn, dagana 14. til 17 mars. Myndin er frá Hönnunar mars 2012. MYND/VALLI ÁHUGINN STÖÐUGT AÐ AUKAST Sari Peltonen, kynningarfulltrúi Hönnunar miðstöðvar Ís- lands, segir fleiri erlenda blaðamenn munu mæta á Hönnunarmars í ár en nokkru sinni fyrr. MYND/VALLI ÞEKKT NÖFN MÆTA HÖNNUNARMARS 2013 Fjöldi erlendra blaðamanna sækir Hönnunarmars í ár. Sari Peltonen segir áhuga á íslenskri hönnun að aukast um allan heim og fagleg umfjöllun erlendis geti reynst stökkpallur fyrir hönnuði. Verðlaunahátíðin var haldin í Los Angeles á sunnu- daginn og flott- ustu kjólarnir hafa skreytt helstu fjölmiðla heims- ins. Kjólarnir fá þó mismunandi einkunn og nokkrir þeirra lentu í „rusl- flokki“ þetta árið. Á myndunum má sjá leikkonurnar sem mættu til leiks í ljótustu kjólunum þetta árið. Meðal þeirra voru frægar leikkonur eins og Jessica Chastain, sem fékk verðlaun á hátíðinni, og leik- konan Halle Berry. LJÓTUSTU KJÓLARNIR MISMUNANDI SMEKKUR Þær eru margar tískulöggurnar sem taka út kjóla- tískuna á stórhátíðum eins og Golden Globe. JESSICA CHASTAIN ARIEL WINTER LUCY LIU HALLE BERRY Vertu vinur okkar á FacebookGlæsilegur þýskur og danskur kvenfatnaður í stærðum 36-52. Vandaðir ítalskir og þýskir leðurskór í stærðum 36-42. Meiri verðlækkun! af öllum fatnaði og skóm Útvarpsþátturinn Snorri með Orra frá hádegi alla virka daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.