Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 17. janúar 2013 | MENNING | 29 Sýning á nýjum verkum Rögnu Róbertsdóttur verður opnuð í i8 í dag. Þetta er þriðja einkasýning Rögnu í galleríinu. Í tilkynningu frá i8 segir að hverfulleiki stundar og staðar einkenni verkin á sýningunni. Öll eru þau unnin úr náttúrulegum efnum úr hafinu, meðal annars úr skeljum og skeljasandi úr fjörum Arnar fjarðar. Þar hefur Ragna tínt skeljar og heillast af þeirri hringrás sem á sér stað þegar skel- dýr vaxa, hvert með sínu einstaka sköpulagi og brotna svo niður í ein- sleitan mulning og gulan sand sem einkennir strendur fjarðarins. Ragna vinnur enn fremur með sjávarsalt, bæði í sínu óbreytta formi eins og má sjá í einu vegg- verka hennar, og með þær ófyrir- séðu kristallamyndanir sem verða við uppgufun vatns. Ragna Róbertsdóttir sýnir í i8 Öll verkin eru unnin úr náttúrulegum efnum úr hafi nu, meðal annars skeljasandi frá Vestfj örðum. RAGNA RÓBERTSDÓTTIR Safnaði skeljum í Arnarfirði og heillaðist af hring rásinni þegar skeldýr vaxa og brotna svo niður og mynda gulan sand. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2013 Félagsvist 20.00 Félagsvist Rangæinga og Skaftfellinga verður haldin í Skaftfell- ingabúð, Laugavegi 178. Allir velkomnir og gott með kaffinu. Tónlist 21.00 Fuglabúr FTT verður á Café Rosenberg. Jónas Sig, Ómar Guðjóns og Kristjana Stefánsdóttir stilla þá saman strengi sína. 22.00 Magnús Einarsson, Eðvarð Lárusson, Karl Pétur Smith og Tómas Tómasson leika tónlist eftir The Rolling Stones á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Tónlistarmaðurinn Pétur Ben spilar á Heineken Music tónleikaröðinni á Slippbarnum. Röðin er samstarf Heineken og tónlistarveitunnar gogo- yoko. Aðgangur er ókeypis. Listamannaspjall 20.00 Björg Viggósdóttir ræðir við gesti um sýningu sína Aðdráttarafl - hring- laga hreyfing í Hafnarborg. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Tríó Glóðir og Sigríður Thorla- cius flytja leikritalög Oddgeirs Kristjánssonar og Jóns Múla í Salnum í Kópavogi á laugardags- kvöld. Auk laga sem Oddgeir og Jón Múli sömdu fyrir leikrit eru á efnisskránni dúettar Oddgeirs sem finna má á plötu Tríós Glóða, Bjartar vonir, sem kom út í árs- lok 2011 en Sigríður Thorlacius var gestasöngvari. Má þar nefna lög eins og Glóðir, Svo björt og skær, Vor við sæinn, Án þín og Á Ljúflingshól. Tríó Glóðir skipa Hafsteinn Þórólfsson söngvari, Jón Gunnar Biering Margeirsson gítarleikari og Ingólfur Magnússon bassa- leikari. Glóðir fl ytja lög Oddgeirs og Jóns Múla SIGRÍÐUR THORLACIUS Var gestasöngkona á plötu Tríós Glóðar, Bjartar vonir, og kemur fram með því á laugardagskvöld. GEFÐU VATN gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 í meðferð ríkisins gagnvart trúfélögum og lífsskoðunarfélögum Ójafnræði á Íslandi Kæru Íslendingar! Við viljum vekja athygli ykkar á eftirfarandi staðreyndum: Ekkert breyttist við hina ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu í október 2012. Með þjóðkirkjuskipan í lögum er enn mismunun og ójafnræði við lýði. Ranglæti verður aldrei að réttlæti með meirihlutaatkvæði. Þjóðkirkjan og öll önnur trúfélög fá sóknargjöld fyrir hvern meðlim 16 ára og eldri en veraldleg lífsskoðunarfélög fá ekkert. Sóknargjaldið er 8.412,- kr. fyrir árið 2012. Þar með er þó sagan ekki öll sögð: Talsmenn Þjóðkirkjunnar segja að launin séu greidd vegna samnings og því sé hún sjálfstæð kirkja. Það fær ekki staðist því launagreiðslur til Þjóðkirkjunnar um alla framtíð í skiptum fyrir jarðir1 hennar er ekki eðlilegur samningur. Allir Íslendingar eru í raun erfingjar hins kirkjusögulega arfs sem nær langt aftur fyrir tíma siðaskiptanna. Ef ríkið greiðir laun á þennan hátt er um ríkisstofnun að ræða en það getur ekki talist réttlætanlegt að eitt trúfélag sé að fullu ríkisrekið en önnur ekki. Víðast hvar í Vestrænum löndum standa trúfélög á eigin fótum því að þau tilheyra einkasviðinu. Með þjóðkirkju er verið að reka ríkistrú en það samræmist ekki jafnræði í lýðræðisríkjum. Þjóðkirkjan þjónar ekki öllum landsmönnum. Reglur hennar2 leyfa það ekki og fólk annarrar lífsskoðunar leitar sjaldnast eftir þjónustu hennar3. Í raun er hún því ekki og verður aldrei þjóðkirkja. Hvað kostar núverandi skipan mála okkur? Reiknað tillegg hvers tekjuskattsgreiðanda er tæp 25 þús. kr. til málaflokksins4 en ekki 8.412 kr. sem svarar til eins sóknargjalds. Ástæðan er sú að: 1. Þjóðkirkjan fær rúmlega tvöfalt (x2.3) fé fyrir hvern meðlim 16 ára og eldri. 2. Aðeins um 2/3 hlutar Íslendinga greiða tekjuskatt og þeir greiða því fyrir sóknargjöld hins 1/3 hlutans. Grundvallarréttindi allra íbúa Íslands eru að njóta jafnræðis og sömu meðferðar af hálfu ríkisins. Fjárhagslegt og lagalegt 1) Í krafti áhrifa og valds eignaðist þjóðkirkjan 1/3 hluta allra jarða landsins en á 20. öldinni var arðvænlegra að selja þær ríkinu fyrir föst laun til óendalegs tíma. 2) Prestum Þjóðkirkjunnar er ekki leyfilegt að gifta hjónaefni nema að annað eða bæði séu í henni. 3) Þegar fólk utan Þjóðkirkjunnar, vegna aðstöðuleysis, hefur beðið um aðstöðu í kirkju eru til dæmi um bæði neitun og veitt leyfi. 4) Tekjuskattsgreiðendur eru 156.018 manns árið 2012 (Tíund, okt. 2012 bls. 178). Sóknargjöld fólks utan trúfélaga renna ekki til HÍ (lagabreyting frá 2009). Graf: Heildarframlegg ríkisins til málaflokksins á hvern meðlim 16 ára og eldri í félögunum: Öll önnur trúfélög 38 talsins 0 5000 10000 15000 20000 Þjóðkirkjan Öll önnur trúfélög 38 talsins Utan trú- félaga og ótilgreint 19.109 kr. 8.412 kr. 0 kr. x2.3 x1 • Ásatrúarfélagið • Fjölskyldusamtök heimsfriðar og sameiningar • Búddistasamtökin SGI á Íslandi • Siðmennt, félag siðrænna húmanista
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.