Fréttablaðið - 17.01.2013, Síða 48

Fréttablaðið - 17.01.2013, Síða 48
17. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING TÓNLIST | 32 Bandarísku indírokkararnir í Yo La Tengo gáfu á þriðjudaginn út sína þrettándu hljóðversplötu, Fade. Tríóið nýtur mikillar virð- ingar og hefur lengi verið eftirlæti gagnrýnenda en meginstraums- vinsældir hafa verið takmarkaðar, enda tónlistin oft á tíðum tilrauna- kennd, lágstemmd og innhverf. Yo La Tengo var stofnuð í bænum Hoboken í New Jersey af hjónunum Ira Kaplan og Georgia Hubley árið 1984. Fyrsta platan leit dagsins ljós tveimur árum síðar og hét Ride the Tiger. Árið 1993 hóf Yo La Tengo sam- starf sitt við útgáfuna Matador og segja má að boltinn hafi byrjað að rúlla fyrir alvöru með sjöttu plöt- unni, Painful, sem kom út sama ár. Það var sú fyrsta með núverandi bassaleikara, James McNew, um borð í öllum lögunum. Painful var einnig fyrsta platan með Roger Moutenot sem upptökustjóra og átti hann eftir að stjórna upptök- um á næstu sex plötum sveitarinn- ar. Ein sú þekktasta, I Can Hear the Heart Beating as One, kom út 1997 við mjög góðar undir tektir gagnrýnenda. Síðar meir náði hún í 25. sætið á lista vefsíðunnar Pitchfork yfir bestu plötur tíunda áratugarins. Yo La Tengo er þekkt fyrir að spila lög eftir aðra á tónleikum og á plötum sínum. Til að mynda tók hún Little Honda með Beach Boys á I Can Hear the Heart Beating as One og sömuleiðis lagið My Little Corner of the World, sem hljóm- aði í sjónvarpsþáttunum Gilmore Girls. Einnig kom hljómsveit- in óvænt fram í kvikmyndinni I Shot Andy Warhol sem New York- sveitin The Velvet Underground. Roger Moutenot er fjarri góðu gamni á Fade og í stað hans er sest- ur við takkaborðið John McEntire, liðsmaður síðrokk sveitarinnar Tortoise. Hann hefur áður tekið upp fyrir Bright Eyes, Stereolab og Teenage Fanclub. Platan þykir vera afturhvarf til I Can Hear the Heart Beating as One og And then Nothing Turned Itself Inside Out, sem kom út 2000. Þar er góðum melódíum blandað saman við noise, shoegaze, strengja- og blásturs hljóðfæri og alls kyns til- raunamennsku. Ekki kemur á óvart að Fade hefur fengið fyrirtaksdóma. The Guardian gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum, The Independent gefur henni þrjár af fimm en Pitchfork splæsir á hana 8,1 af 10 í einkunn og vefsíðurnar Drowned in Sound og Clashmusic 8 af 10. freyr@frettabladid.is Eft irlæti gagnrýnenda Þrettánda hljóðversplata indírokkaranna í Yo La Tengo, Fade, er nýkomin út. NÚMER ÞRETTÁN Ira Kaplan og félagar í tríóinu Yo La Tengo hafa gefið út sína þrettándu hljóðversplötu. NORDICPHOTOS/GETTY Shoegaze-tónlistarstefnan tengist indírokki og kom fyrst fram í Bretlandi seint á níunda áratugnum og hélt vinsældum þar fram á miðjan tíunda áratuginn. Hún dró nafnið sitt af því að tónlistarmennirnir stóðu nánast kyrrir uppi á sviði án nokkurra afskipta af áhorfendum og virtust í eigin heimi. Talað var um að þeir væru að stara á skóna sína og þaðan er nafnið komið. Flestar shoegaze-hljómsveitir notuðu mikið af bjöguðum gítareffektum í tónlist sinni. Helstu sveitirnar í þessum geira voru Cocteau Twins, The Jesus and Mary Chain og My Bloody Valentine. Meðal áhrifavalda shoegaze-stefnunnar voru The Velvet Underground og Sonic Youth. Störðu á skóna á tónleikum Við Bowie-aðdáendur vöknuðum upp við þær óvæntu og ánægjulegu fréttir á 66 ára afmæli söngvarans 8. janúar að það var komið út nýtt lag með honum og fyrsta platan hans með nýju efni í tæp tíu ár væntanleg 11. mars. Lagið, Where Are We Now, hefur fengið góðar viðtökur. Það er rólegt og melankólískt og maður heyrir að röddin er orðin eldri og viðkvæmari. Bowie sjálfur hefur ekki enn gefið kost á viðtali, en upptökustjórinn Tony Visconti, sem hefur mikið unnið með Bowie, hefur veitt nokkur viðtöl. Hann segir að þeir hafi unnið plötuna, The Next Day, á síðustu tveimur árum. Hann segist undrandi á valinu á fyrsta smáskífu- laginu og segir að platan sé mun rokkaðri en þetta fyrsta lag gefur til kynna. Hann sagði líka þetta: „Þeir sem vilja sígilt Bowie-efni fá það og þeir sem vilja eitthvað nýtt fá það líka.“ Hljómar eins og fínasti auglýsingatexti … Um leið og fréttin barst af útgáfu The Next Day myndaðist mikil stemning. Fjölmiðlar kepptust um að fjalla um málið og platan fór beint á topp Amazon-listans í Bretlandi, þó að hún komi ekki út fyrr en eftir tvo mánuði. Bretar elska Bowie og sú hrifning minnkaði ekki þegar lagið Heroes var spilað undir innkomu heimamanna á setningarathöfn Ólympíuleikanna í fyrra. Tímasetningin á nýrri plötu er þess vegna fullkomin. Það stefnir á að 2013 verði mikið Bowie-ár, því að auk nýrrar plötu verður stór yfirlitssýning um David Bowie opnuð í Victoria & Albert Museum í London 23. mars og stendur fram á sumar. Það verður að vísu engin tónleikaferð í kjölfar útgáfu The Next Day, en Bowie útilokar ekki að halda eina tónleika. 2013 verður Bowie-ár TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson New Order - Lost Sirens Pere Ubu - Lady From Shanghai Ýmsir - World Music from the Cold Seas Í spilaranum PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 0 32 88 Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. LAGALISTINN TÓNLISTINN Sæti Flytjandi Lag 1 Valdimar Yfir borgina 2 Labrinth / Emeli Sandé Beneath You‘re Beautiful 3 Ásgeir Trausti Nýfallið regn 4 Moses Hightower Háa C 5 Blaz Roca / Ásgeir Trausti Hvítir skór 6 Retro Stefson Julia 7 Bruno Mars Locked Out of Heaven 8 Jónas Sigurðsson Hafið er svart 9 Ed Sheeran Give Me Love 10 Pink Try Sæti Flytjandi Plata 1 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 2 Retro Stefson Retro Stefson 3 Moses Hightower Önnur Mósebók 4 Valdimar Um stund 5 Hjaltalín Enter 4 6 Jónas Sigurðsson Þar sem himin ber við haf 7 Sigurður Guðm. & Memfism. Okkar menn í Havana 8 Of Monsters And Men My Head Is an Animal 9 Steindór Andersen & Hilmar Örn Hilmarsson Stafnbúi 10 Sverrir Bergmann Fallið lauf 10.01.20123 ➜ 16.01.2013

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.