Fréttablaðið - 17.01.2013, Síða 56
17. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 40
A RIÐILL
ÚRSLIT
Brasilía - Túnis 27-22 (13-11)
Þýskaland - Svartfjallaland 29-21 (13-11)
Argentína - Frakkland 23-35 (6-19)
STAÐAN
Frakkland 4 4 0 0 112-81 8
Þýskaland 4 3 0 1 116-96 6
Brasilía 4 2 0 2 96-102 4
Túnis 4 2 0 2 101-105 4
Argentína 4 1 0 3 87-104 2
Svartfjallaland 4 0 0 0 4 92-116 0
B RIÐILL
ÚRSLIT
Makedónía - Rússland 29-29 (13-16)
Síle - Katar 23-31 (9-16)
Ísland - Danmörk 28-36 (13-16)
Ísland - Mörk (skot): Kári Kristján Kristjánsson
7 (8), Snorri Steinn Guðjónsson 6 (8/1),
Guðjón Valur Sigurðsson 5/1 (9/2), Ásgeir Örn
Hallgrímsson 3 (8), Ólafur Gústafsson 2 (4), Aron
Pálmarsson 2 (8), Arnór Þór Gunnarsson 1 (1),
Ernir Hrafn Arnarson 1 (1), Þórir Ólafsson 1/1
(2/2),
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 8 (31/3,
26%), Aron Rafn Eðvarðsson 4 (17/1, 24%),
Hraðaupphlaup: 3 ( Guðjón Valur Sigurðsson 2,
Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, )
Fiskuð víti: 5 (Kári Kristján Kristjánsson 2, Snorri
Steinn Guðjónsson 1, Guðjón Valur Sigurðsson 1,
Vignir Svavarsson 1,)
Utan vallar: 8 mínútur.
Danmörk - Mörk (skot): Anders Eggert 7/4 (7/4),
Hans Lindberg 7 (9), Mikkel Hansen 7 (11), Henrik
Möllgaard 5 (6), Rasmus Lauge 3 (4), Nikolaj
Markussen 3 (7), Jesper Nöddesbo 2 (2), Kasper
Söndergaard Sarup 2 (4),
Varin skot: Niklas Landin 11/1 (35/3, 31%),
Jannick Green 3/1 (7/1, 43%),
Hraðaupphlaup: 9 (Anders Eggert 2, Hans
Lindberg 2, Mikkel Hansen 1, Henrik Möllgaard 2,
Nikolaj Markussen 1, Jesper Nöddesbo 1, )
Fiskuð víti: 4 ( Hans Lindberg 1, Rasmus Lauge 1,
René Toft Hansen 2,)
Utan vallar: 6 mínútur.
STAÐAN
Danmörk 4 4 0 0 151-106 8
Rússland 4 2 1 1 115-107 5
Makedónía 4 2 1 1 112-110 5
Ísland 4 2 0 2 114-107 4
Katar 4 1 0 3 110-127 2
Síle 4 0 0 4 97-142 0
Ísland verður að vinna Katar í lokaumferðinni
og treysta á að Danir vinni Makedóníu. Danir
hafa hins vegar að engu að keppa í leiknum
við Makedóníumenn því þeir eru búnir að
tryggja sér sigur í riðlinum.
C RIÐILL
Í DAG
14.45 Slóvenía - Hvíta-Rússland
17.00 Sádi-Arabía - Suður-Kórea
19.15 Pólland - Serbía
Í beinni á Sport 3.
STAÐAN
Serbía 3 3 0 0 95-70 6
Slóvenía 3 3 0 0 91-73 6
Pólland 3 2 0 1 76-61 4
Hv. Rússland 3 1 0 2 76-78 2
S. Kórea 3 0 0 3 69-91 0
S. Arabía 3 0 0 3 56-90 0
D RIÐILL
Í DAG
15.45 Ástralía - Alsír
18.00 Ungverjaland - Spánn
Í beinni á Stöð 2 Sport og HD.
20.15 Króatía - Egyptaland
Í beinni á Stöð 2 Sport og HD.
STAÐAN
Spánn 3 3 0 0 107-49 6
Króatía 3 3 0 0 87-45 6
Ungverjaland 3 2 0 1 87-56 4
Egyptaland 3 0 1 2 71-85 1
Alsír 3 0 1 2 58-82 1
Ástralía 3 0 0 3 37-130 0
Í DAG
17.50 Ungverjaland - Spánn
19.10 Pólland - Serbía (sport 3)
20.05 Króatía - Egyptaland
22.00 HM-samantekt
Sigurður Elvar Þórólfsson seth@365.is
Vilhelm Gunnarsson villi@365.is
HM 2013
Á SPÁNI
Danska landsliðið sýndi það í gær-
kvöld að það er mætt til leiks á
heimsmeistaramótið á Spáni til
þess að fara alla leið. Átta marka
sigur Dana gegn Íslandi, 36-28,
var öruggur og þeir léku vörn
Íslands grátt. Danir eru öruggir
með efsta sæti B-riðilsins eftir
sigurinn í gær en Íslendingar
þurfa að landa sigri gegn Katar
á morgun, föstudag, og stóla á að
Danir vinni Makedóníu til þess að
enda í þriðja sæti riðilsins.
Danska liðið er firnasterkt og
Danir unnu í Víkingalottóinu
þegar þeir fengu leikauppsetn-
inguna í riðlakeppninni í Sevilla.
Gátu leyft sér að hvíla lykilmenn
daginn fyrir leikina gegn Rúss-
landi og Íslandi. Þökk sé Síle og
Katar.
Á heimsmeistaramótum er
álagið gríðarlegt og það sást
greinilega í gærkvöld að lykil-
menn danska liðsins voru með
„frískari fætur“ en þeir íslensku.
Guðjón Valur Sigurðs son klikkaði
úr opnum færum, sem er ekki líkt
honum, og þeir Vignir Svavars son
og Sverre Jakobsson voru ekki
alveg eins þéttir fyrir og gegn
Makedóníu. Það er reyndar til
mikils ætlast að þeir geti ávallt
leikið varnarleikinn með þeim
hætti. Sóknarnýting Dana var
73% í fyrri hálfleik – sem segir
allt um varnarleik Íslands.
Ulrik Wilbek, þjálfari Dana,
lagði gríðarlega áherslu á hraðar
sóknir ef Íslendingar skoruðu – og
oftar en ekki náðu þeir Sverre og
Vignir ekki að skipta við sóknar-
mennina eins og þeir eru vanir. Í
þeirri stöðu var íslenska vörnin
opin og Danir fundu ávallt leiðir
til að skora. Hans Lindberg, sem á
íslenska foreldra, klíndi boltanum
hvað eftir annað í markvinkilinn
úr hægra horninu. Hann var besti
maður liðsins og lék varnarleikinn
einnig vel þar sem hann tók Aron
Pálmarsson nánast úr umferð.
Wilbek tók þá ákvörðun að láta
Henrik Möllgaard standa vaktina
í vörninni en hann er jafnframt
frábær skotmaður. Möllgaard
reyndist íslenska liðinu erfiður
og þá sérstaklega í síðari hálf-
leik, þar sem hann skoraði fjög-
ur af alls fimm mörkum sínum.
Öll eftir hraða miðju eða hraða-
upphlaup á meðan íslenska liðið
var að skipta.
Aron Pálmarsson setti tvö skot
í þverslá og stöng í fyrri hálf-
leik – en hann var duglegur að
finna Kára Kristján Kristjáns-
son á línunni eftir að hann fór í
leikstjórnandahlutverkið. Ólafur
Gústafs son svaraði kalli fyrir-
liðans og var ekkert „súkkulaði“
þegar hann kom inn á í vinstri
skyttuna. Dúndraði inn tveimur
mörkum í fyrri hálfleik – engin
púðurskot þar á ferð. Ernir Arnar-
son kom einnig snemma inn á og
leysti Ásgeir Örn Hallgrímsson
af í hægri skyttunni. Ernir komst
fljótlega á blað og gerði það sem
óskað var eftir frá honum.
Þegar 6 mínútur voru eftir
af fyrri hálfleik náði Arnór Þór
Gunnarsson að minnka muninn
í eitt mark, 11-12, en íslenska
liðið náði ekki að fylgja því eftir.
Hraðaupphlaup og brottrekstrar
hjá Vigni Svavarssyni og Sverre
gerðu Íslendingum erfitt fyrir.
Danir nýttu sín færi og voru yfir
í hálfleik, 16-13. Danir náðu strax
fjögurra marka forskoti í upphafi
síðari hálfleiks – 14-18 – og lögðu
þar með grunninn að sigrinum.
Danir sýndu stórkostleg tilþrif
í sóknarleiknum – gegnumbrot,
langskot og mörk úr hornum og
línu. Anders Eggert trítlaði síðan
af og til af varamannabekknum
og skoraði úr vítaköstum. Maður-
inn er með meistarapróf í þess-
ari iðngrein. Ótrúlega öruggur.
Íslendingar nýttu aðeins tvö af
alls fimm vítum í leiknum.
Varnarleikur íslenska liðsins
var dapur í gær. Sóknarleikurinn
var það sem lýsti upp myrkrið.
Snorri Steinn Guðjónsson lék vel
í síðari hálfleik og það er jákvætt,
hann skoraði alls 5 mörk. Snorri
þarf að brjóta ísinn hvað varð-
ar vítin en hann tók eitt undir
lok leiksins og það varði Niklas
Landin. Snorri hefur ekki skorað
úr víti í landsleik frá því á ólymp-
íuleikunum síðasta sumar. Kári
Kristján Kristjánsson var öflug-
ur í sóknarleiknum og var marka-
hæsti leikmaður liðsins með alls
átta mörk úr níu tilraunum – sem
er afar jákvætt fyrir leikinn gegn
Katar.
Vörnin brást gegn Dönum
Firnasterkir Danir léku varnarmenn Íslands grátt í 36-28 sigri á HM á Spáni. Jákvæð merki í sóknarleik
Íslendinga, sem þurfa að stóla á Dani í lokaumferðinni. Katar er lokaprófverkefni Íslands í riðlinum.
ALLT OF STERKIR Aron Pálmarsson og félagar í íslenska landsliðinu náðu sér ekki á strik á móti sterku dönsku liði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HANDBOLTI „Danirnir náðu að
slíta okkur í sundur í varnar-
leiknum. Náðum ekki að hreyfa
vörnina og reyndum að breyta
ýmsu en það gekk ekkert upp.
Við notuðum mikla orku í leik-
inn gegn Makedóníu þar sem við
vorum komnir í þá stöðu að það
var lykil leikurinn fyrir okkur
eftir tapið gegn Rússum. Það
kemur ekkert annað en sigur til
greina gegn Katar,“ sagði Aron
Kristjánsson, þjálfari íslenska
landsliðsins, eftir 36-28 tapið
gegn Dönum í gær.
„Sóknarleikurinn var frábær
hjá Dönum og þeir skoruðu úr
öllum færum. Við náðum ekki að
leysa skiptingarnar úr sókn og
vörn nógu vel. Danirnir fórnuðu
ákveðnum leikmönnum í vörninni
til þess að efla seinni bylgjuna í
hraðaupphlaupunum – og það
réðum við ekki við. Við töpuðum
stórt og vorum teknir í kennslu-
stund en ég sé samt jákvæða
punkta. Sérstaklega í sókninni.
Snorri Steinn Guðjónsson fann
sig vel í seinni hálfleik, Kári
Kristján Kristjánsson var öflug-
ur og Ásgeir Örn Hallgrímsson
náði að sýna það sem ég vissi að
býr í honum. Það var aðeins farið
að draga af Aroni Pálmarssyni og
Guðjóni Val Sigurðssyni – enda
ekkert skrýtið eftir það sem þeir
lögðu í leikinn gegn Makedóníu,“
sagði Aron.
Kári Kristján Kristjánsson
nýtti færin sín vel á línunni í gær,
en hann markahæstur í íslenska
liðinu með 8 mörk úr 9 skotum.
„Danir eru með gríðarlega mikla
breidd og þeir eru skyn samir í
öllum sínum aðgerðum. Við áttum
ekki svör gegn þeim – því miður.
Það er fúlt að tapa en við getum
tekið eitthvað jákvætt með okkur
í framhaldið. Hvað sjálfan mig
varðar var sjálfstraustið meira
en áður og það voru fleiri sem
fundu sig í sókninni – og það er
jákvætt fyrir liðið upp á fram-
haldið,“ sagði Kári. -seth
Danirnir náðu að slíta okkur í sundur
Aron Kristjánsson segir að ekkert annað en sigur komi til greina í lokaleiknum á móti Katar á morgun.
ARON KRISTJÁNSSON Ánægður með
sóknina en vörnin klikkaði í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SPORT