Fréttablaðið - 06.02.2013, Síða 10
6. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10
F
A
S
TU
S
_H
_0
3.
01
.1
3
Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 | Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900
Við léttum þér lífið
Fastus ehf. býður upp á heildarlausnir innan endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja.
Í verslun Fastus að Síðumúla 16, 2. hæð er að finna gott úrval af heilbrigðisvörum.
Sérhæft fagfólk á sviði endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja leggur metnað sinn
í að finna lausnir og aðstoða við val á vörum fyrir einstaklinga og stofnanir.
Komdu og skoðaðu úrvalið - við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig.
WWW.FASTUS.IS
Handföng Gönguvagnar Griptangir Stólar með salernissetu
MALÍ, AP „Þessi handrit eru sjálfs-
mynd okkar,“ segir Abdoulaye
Cisse, umsjónarmaður bóka-
safnsins í Timbuktu sem herská-
ir íslam istar kveiktu í 23. janúar.
„Fólk heldur að saga okkar sé
aðeins munnleg, ekki rituð. Það
eru þessi handrit sem sanna að
við áttum okkur ritaða sögu.“
Íslamistar höfðu ráðið ríkj-
um í borginni í tíu mánuði þegar
franski herinn mætti til leiks og
hrakti þá burt. Áður en þeir flúðu
kveiktu þeir í bókasafninu en
vissu ekki að einungis hluti hand-
ritanna var á staðnum.
Meðan þeir stjórnuðu borg-
inni framfylgdu þeir af hörku
strangri bókstafstúlkun á ísl-
ömskum lögum, svipað því sem
talibanar höfðu gert í Afgan-
istan rúmum áratug fyrr. Þeir
hreinsuðu burt öll ummerki um
það sem þeir töldu vera hjáguða-
dýrkun eða hégóma, lögðu graf-
hýsi helgra manna í rúst, lokuðu
hárgreiðslustofum og bönnuðu
konum að mála sig í framan. Þá
bönnuðu þeir alla tónlist, þótt
Malí sé þekkt fyrir fjölskrúðuga
tónlistarhefð.
Þegar þeir kveiktu í bóka-
safninu höfðu Cisse og nokkrir
vitorðsmenn hans forðað megn-
inu af handritunum í öruggt skjól.
Fáir vissu hins vegar af þessu og
meira að segja starfsfólk bóka-
safnsins brast í grát þegar eyði-
leggingin blasti við.
Það var aldraður maður, Abba
Alhadi, sem átti stærstan þátt í að
koma handritunum undan. Hann
var húsvörður í gamla bókasafn-
inu, sem áður hýsti handritin.
Íslam istarnir stóðu í þeirri trú að
nýbúið væri að flytja allan bóka-
kostinn yfir í nýja bókasafnið,
sem þeir kveiktu svo í.
Þangað voru hins vegar aðeins
komin um tvö þúsund handrit af
alls 30 þúsund, sem voru í gamla
safninu.
Alhadi hafði undanfarna mánuði
troðið dýrmætum handritum ofan
í tóma hveiti- eða hrísgrjónapoka
og laumast með þá að næturlagi
á handvagni yfir í annan bæjar-
hluta þar sem hann kom þeim í
hendur bílstjóra á flutningabílum
eða vélhjólamanna. Þeir óku síðan
með handritin yfir að árbökkum
Nígerfljóts og þaðan voru þau flutt
niður ána á litlum bátskænum til
bæjarins Mopti, sem enn var í
höndum stjórnarhersins. Loks
voru þau flutt áfram til höfuð-
borgarinnar Bamako, þar sem þau
voru vandlega geymd á öruggum
stað á meðan nýja safnið brann.
gudsteinn@frettabladid.is
Handritum laumað
burt í skjóli nætur
Aldraður bókasafnsvörður í Timbuktu hafði komið stærstum hluta dýrmætra
fornrita í öruggt skjól þegar íslamistar kveiktu í bókasafni borgarinnar fyrir
hálfum mánuði. Fáir vissu af þessu, ekki einu sinni flest starfsfólk safnsins.
DÝRMÆTT HANDRIT Bókasafnsvörðurinn Abdoulaye Cisse vissi að flest handritin
voru komin í öruggar hendur. NORDICPHOTOS/AFP
VINNUMARKAÐUR VR hefur þróað
svokallaða Jafnlaunavottun, sem
ætluð er fyrirtækjum og stofnun-
um, þar sem launagreiðendum
gefst tækifæri til að sýna svart
á hvítu að launastefna þeirra og
mannauðsstjórnun mismuni ekki
körlum og konum.
VR hefur unnið að þróun Jafn-
launavottunarinnar í tæp tvö ár
og byggir vottunin á nýjum jafn-
launastaðli sem Staðlaráð Íslands
gaf út á síðasta ári. Forsendur
þess að fyrirtæki eða stofnanir
innleiði staðalinn eru meðal ann-
ars að fyrir liggi mótuð launa-
stefna, að launaviðmið hafi verið
ákveðin og að störf séu flokk-
uð samkvæmt kerfi Íslenskrar
starfagreiningar, ÍSTARF 95.
Samkvæmt niðurstöðum launa-
könnunar 2012 hafa konur í VR
að meðaltali 14,9% lægri laun en
karlar og þegar tekið hefur verið
tillit til allra áhrifaþátta á launin
er óútskýrður launamunur 9,4%.
„Þetta er óásættanlegt að
okkar mati og hvorki félagsmenn
VR né aðrir á vinnumarkaði geta
beðið lengur eftir því að allir sitji
við sama borð. Þessa baráttu
verður að heyja bæði á vettvangi
stéttarfélaganna og innan veggja
fyrirtækjanna. Þess vegna hleyp-
ir félagið nú af stokkunum Jafn-
launavottun VR,“ segir Stefán
Einar Stefánsson, formaður VR.
- shá
Ný leið til að uppræta kynbundinn launamun:
VR kynnir nýtt vopn
í jafnréttisbaráttunni
JAFNLAUNAVOTTUN KYNNT VR hefur sagt launamun kynjanna stríð á hendur
með nýrri aðferðafræði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA