Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.10.2011, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 07.10.2011, Blaðsíða 6
www.skjargolf.is / 595-6000 TIGER SNÝR AFTUR! FRYS.COM OPEN FRAMUNDAN Í NÓVEMBER: Í BEINNI UM HELGINA: Föstudagur kl. 21:00 – 24:00 Laugardagur kl. 21:00 – 24:00 Sunnudagur kl. 21:00 – 24:00 Bók og brúða sem forvörn gegn einelti Á næstunni kemur út á íslensku bók Ásthildar Bj. Snorradóttur, talmeinafræðings og rithöfundar, um engilinn Rafael. Bókin er komin út í Bandaríkjunum á vegum bandarískrar útgáfu, Strategic Book Group, og er hún forvarnarbók fyrir börn. Höfundur mun kynna hana á bókasýningunni í Frankfurt. Engillinn Rafael kennir börnum að takast á við ýmsar erfiðar kringumstæður; einelti, ótta og fleira. Einelti gagnvart börnum hefur verið mjög í fréttum að undanförnu eftir sviplegt fráfall 11 ára drengs í Sandgerði. Í viðtali við Fréttablaðið í vikunni sagði Ásthildur að bókin væri hugsuð sem forvörn gegn einelti. Ensk útgáfa bókarinnar er komin í sölu á netinu hjá Barnes and Noble og Amazon. A4 Skrifstofa og skóli mun dreifa íslensku útgáfunni. Gerð hefur verið brúða eftir aðalpersónunni, englinum Rafael, sem notuð verður í kennslu og þjálfun fyrir börn. Bók Ásthildar kallast á ensku Raphael: The Angel Who Decided to Visit Earth eða Engillinn sem valdi að koma til jarðarinnar. Ásthildur Snorradóttir starfar sem talmeinafræðingur hjá Talþjálfun Reykjavíkur. - jh L jó sm yn d/ Te itu r Þ etta er of mikið – meira en ég vil sjá,“ segir Sigurgrímur Skúlason, próffræðing-ur og sviðsstjóri prófadeildar Námsmats- stofnunar, um þá staðreynd að ákveðið hefur verið að fella út þrjú dæmi í samræmdu stærð- fræðiprófi 10. bekkjar sem haldið var í síðasta mánuði. Sigurgrímur segir að verið sé að fara yfir vinnubrögð í tengslum við gerð prófanna. „Við þurfum að skoða hvort við setjum dæmin of seint í uppsetningu og hvort yfirferðin yfir prófin er nægileg áður en þau eru tekin,“ segir Sigurgrímur. Hann játar því að stærðfræðiprófið hafi verið of þungt eða „kannski frekar of tímafrekt. Krakkarnir lentu í tímahraki, sem er ekki nógu gott,“ segir Sigurgrímur. Í íslenskuprófi 10. bekkjar þurfti að fella út eitt dæmi sem metið var of þungt fyrir krakka sem eru að hefja nám í 10. bekk. „Þegar um er að ræða atriði sem eiga að reyna á þau bestu er hætta á að skotið sé yfir markið. Það gerðist í þessu dæmi í íslenskunni,“ segir Sigurgrímur. Hann segist geta glatt tíundu bekkinga með því að niðurstöður í samræmdu prófunum liggi fyrir í síðasta lagi um miðja næstu viku. „Við erum á fullu að fyrir yfir prófin. Það verður allt klárt á miðvikudaginn í næstu viku,“ segir Sigurgrímur. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  Skólamál Samræmd próf Þrjú dæmi felld út úr stærðfræði- prófi 10. bekkjar Námsmatsstofnun hefur ákveðið að fella út þrjú dæmi úr samræmdu prófi 10. bekkjar í stærðfræði og eitt atriði í íslensku. Þessi atriði voru felld út Fyrir liggur að fjögur prófatriði verða felld út. Í reynd þýðir það að allir fá stig fyrir þau atriði. Um er að ræða þrjú atriði í stærðfræði og eitt í íslensku. Prófatriði 4 og 47 verða felld út úr stærðfræði vegna mistaka í uppsetningu. Atriði 44 í stærðfræði er fellt út vegna ónákvæmni í forsendum sem endurspeglast í svörum nemenda. Í íslensku er atriði 54 fellt út vegna þess að svör nemenda benda til þess að þar reyni um of á námsefni 10. bekkjar eða eldri. Dæmi 4 á stærðfræðiprófinu er eitt þeirra sem felld voru út. Fremsta sviganum var ofaukið. Stærðfræðiáhugamenn geta spreytt sig á dæminu og sent svarið á rit- stjorn@frettatiminn.is Þegar um er að ræða atriði sem eiga að reyna á þau bestu er hætta á að skotið sé yfir markið Helgin 7.-9. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.