Fréttatíminn - 07.10.2011, Blaðsíða 16
Lín Design Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið Sími 533 2220 www.lindesign.is
Krakkadagar
25-40% afsláttur af allri barnavöru
fram á laugardag
Sendum frítt úr vefverslun
www.lindesign.is
Börnin leika í barnahorninu og
fá gefins rúmfatnað fyrir dúkkuna
R íkisstjórnin ætlar að svíkja þau fyrirheit að bætur almanna-trygginga og atvinnuleysis
hækki í samræmi við hækkun lægstu
launa í kjarasamningum. Það er vont,“
segir Gylfi Arnbjörnsson, formaður
ASÍ.
„Gert er ráð fyrir í fjárlögum að bæt-
urnar hækki um 3,5 prósent. En það
er ljóst að lægstu laun á vinnumarkaði
hækka um 11 þúsund krónur, sem er
helmingi meira. 3,5% eru ekki nema
5.600 krónur,“ segir Gylfi.
Svelt út af bótum
Gylfi segir að fólk sé svelt út af atvinnu-
leysisbótum með breytingum sem
stefnt er á að gera á þeim í fjárlögum.
„Það er verið að þrengja að því sem
við sömdum um fyrir ári um lengingu
bótaréttarins í fjögur ár. Draga á úr þjónustu við
atvinnulausa,“ segir hann.
„Það á að svelta fólk út. Þetta eru einhver viðhorf
um það að fólk sé ekki í vinnu vegna þess að það vilji
ekki vinna. Þetta er eins og uppgjöf kerfisins við að
glíma við vandann. Því eigi bara að koma fólkinu af
bótum. En ástæðan fyrir því að fólkið er atvinnulaust
er að það er enga vinnu að hafa. Viðhorfið gagnvart
atvinnulausum er vont. Þetta eru fordómar. Það hafa
engin efnisleg rök komið fram um það að þetta sé
með þessum hætti, nema síður sé.“
Ríkisstjórnin stefnulaus
Gylfi segir að meginviðfangsefni ríkisstjórnarinnar
í efnahagsmálum, fyrir utan ríkisfjármálin, ættu að
vera atvinnumál og vextir. „Ég fæ ekki séð í þessum
fjárlögum hvernig ríkisstjórnin ætlar að takast á við
það. Ekki er búið að birta neina efnahagsstefnu, ekki
er búið að birta neina fjárfestingarstefnu, það er ekki
klárt með hvaða hætti stjórnvöld ætla að auka hér
hagvöxt og fjárfestingu í landinu. Ríkisstjórnin hefur
ekki sameinast um stefnu í peningamálum og afnámi
gjaldeyrishaftanna. Það eru veigamiklir þættir
efnahagsmála í vindinum,“ segir hann. „Ríkisstjórnin
hefur haft það sem meginverkefni sitt að ná tökum á
efnahagsmálunum. Ef þeim finnst að það hafi tekist
og sjái fyrir endann á því verkefni, eins og hún hrósar
sér af og segir að alþjóðasamfélagið, Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn og fleiri, klappi þeim á bakið fyrir, þá
er kannski hlutverki hennar lokið.“ Gylfi segir ósam-
komulagið milli Samfylkingar og Vinstri grænna
ástæðu þess að stefnuna vanti. „Þegar menn birta
ekki stefnu sína heitir það í daglegu máli stefnuleysi.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Það eru
veigamiklir
þættir efna-
hagsmála í
vindinum.
Gylfi
Arnbjörnsson
ASÍ telur fólk
svelt út af bótum
Gylfi Arnbjörnsson telur ríkisstjórnina svíkja fyrirheit um hækkun
bóta á við hækkun lægstu launa. Hann segir að innan hennar sé
að finna fordóma gagnvart atvinnulausum. Auk þess sé ríkis-
stjórnin stefnulaus og að hlutverki hennar sé hugsanlega lokið.
Frumvarp fjár-
málaráðherra,
Steingríms J.
Sigfússonar, um
fjárlög var kynnt
í byrjun vikunnar.
Ljósmynd/Hari
Ríkissjóður er tilbúinn að selja hluti
sína í Arion banka og Íslandsbanka
þegar aðstæður leyfa. Hann er einn-
ig tilbúinn að selja allt að þriðjungi
í Landsbankanum. Ekki stendur
þó til að eignarhald ríkisins verði
minna en það í bankanum í nánustu
framtíð. Þetta kemur fram í Ríkisbú-
skapnum 2012-2015 sem fjármála-
ráðuneytið gaf út í byrjun vikunnar.
Gísli Hauksson, framkvæmda-
stjóri hjá ráðgjafar- og sjóðstýring-
arfyrirtækinu Gamma og hagfræð-
ingur, segir að hægt sé að líta svo á
að aðstæður séu fyrir hendi. „Málið
er að við erum í miðjum gjaldeyris-
höftum. Lífeyrissjóðir sitja því á fé
sínu og vantar fjárfestingarkosti
og þeir hefðu ábyggilega áhuga á
aðkomu að þessum eignum.“ Gísli
bendir þó á að ekki blási ekki byr-
lega í alþjóðlegu efnahagslífi og
bankar hafi orðið verst úti. „Mér
finnst því hæpið að erlendir fjár-
festar sýni bönkunum áhuga.“
Ríkið á níu banka
Ríkissjóður á eignarhluti í fjórum
viðskiptabönkum og fimm spari-
sjóðum og vill selja fyrrgreinda
eignarhluti „til að ekki þurfi að ráð-
ast í frekari skattahækkanir eða
lækkun á útgjöldum“. Bankasýsla
ríkisins, sem fer með eignarhlutina
fyrir hönd ríkisins, vinnur að tillög-
um um það hvernig fjármálafyrir-
tækin verði seld. Tillagnanna er að
vænta á næstu mánuðum.
Í skýrslu fjármálaráðherra um
áætlun í ríkisf jármálum segir:
„Meðal álitamála sem ræða þarf í
því sambandi er hvaða lagaramma
og hvaða formlega ferli sé æskilegt
að skapa um sölu á eignarhlutum
ríkisins í fyrirtækjum, og hvenær
einstakir eignarhlutar verði boðnir
til sölu.“ Þar kemur einnig fram að
mikilvægt sé að ríkisstjórnin móti
stefnu um hvaða eignarhluta megi
selja og hverja ekki.
Athygli hefur vakið að Páll Magn-
ússon hefur verið ráðinn forstjóri
Bankasýslunnar. Hann var aðstoð-
armaður Valgerðar Sverrisdóttur
þegar Búnaðarbankinn og Lands-
bankinn voru seldir í ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar og Halldórs Ás-
grímssonar. Hann er því í þeirri
stöðu að geta komið að undirbún-
ingi og sölu ríkisbankanna í annað
sinn.
Verðmætið meira en áður
Í skýrslunni segir að ekki sé ljóst
hvaða verð ríkið fái fyrir hluti sína í
Arion og Íslandsbanka en verðmæti
eignarhlutanna sé 14.272 milljón-
ir króna í Arion og 6.239 milljónir
króna í Íslandsbanka. Eignarhlutur
ríkissjóðs í Arion er 13% og framlagt
hlutafé 9.872 milljónir króna en 5%
í Íslandsbanka og þangað hafa 3,25
milljarðar runnið í hlutafé.
Í Viðskiptablaðinu í ágúst mátti
lesa um mat þess á því hvað fengist
fyrir eignarhluti ríkisins í Arion og
Íslandsbanka, miðað við heildar-
eignir bankanna og eigiðfé þeirra.
Það taldi söluna á Arion geta skilað
7,1-14,2 milljörðum króna í kassann
en ríkið gæti fengið 3-6 milljarða
króna fyrir hlut sinn í Íslandsbanka.
Gísli segir mjög erfitt að henda
reiður á réttu verði. „Sala þessara
fjármálastofnana myndi taka lang-
an tíma og kaupandinn þyrfti að fá
langan umhugsunarfrest því óvissa
er um framtíðarskipan bankanna.“
Einnig segir hann að óvissa sé um
lán innan þeirra, eigendur þeirra og
niðurstöður málaferla gegn þeim
vegna hrunsins.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Vill selja þriðjung Landsbankans líka
FjáRlög
Ríkið er tilbúið að selja þriðjung í Landsbankanum og eignar-
hluta sína í Arion og Íslandsbanka um leið og aðstæður leyfa. Á
næstu mánuðum verða tillögur Bankasýslunnar um söluferlið
kynntar. Sérfræðingur í fjármálamarkaðnum segir lífeyris-
sjóðina líklega hafa áhuga á að eignast banka.
Páll er því í þeirri stöðu að geta komið að
undirbúningi og sölu ríkisbankanna í annað sinn.
16 fréttaskýring Helgin 7.-9. október 2011