Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.10.2011, Side 28

Fréttatíminn - 07.10.2011, Side 28
U nnur Hrefna Jóhanns- dóttir er fertug, kennari, blaðamaður, eiginkona og móðir 12 ára drengs. Hún er meðal skipu- leggjenda Brospinnans sem verður seldur dagana 7. til 10. október, til styrktar bættum aðbúnaði á geðdeild- um Landspítalans. „Ég hafði heyrt af Brospinnunum – áhugahópi um bættan aðbúnað á geðdeildum Landspítalans en þeir fengu í fyrra þessa góðu hugmynd og stóðu fyrir lítilli söfnun. Ég var búin að fá nóg af lélegum aðbúnaði á geðdeildinni sem ég dvaldist oftast á, þegar ég þurfti að leggjast inn, svo að ég spurði lækninn minn hvort ég mætti ekki vera með í þessum hópi sem væri að berjast fyrir betri aðbúnaði, þótt hann væri eingöngu skipaður starfs- fólki spítalans, og hann kvað já við. Ég var í léttri uppsveiflu og á næsta fundi Brospinna mætti ég með markmið og það var hvorki meira né minna en að safna tíu milljónum og á það stefnum við nú og er þó bara dropi í hafið. En það er nú bara algjör tilviljun að ég er stödd í þessu viðtali eins og þú veist, Anna Kristine,“ segir hún og hlær. Og það er rétt. Unnur var búin að benda á tvær aðrar konur sem vildu leggja sitt lóð á vogarskálarnar en báðar veiktust alvarlega líkamlega – og á endanum mætti hún sjálf með eigin sögu. A2 ekki aðalskemmtistaðurinn „Ég hef lifað með geðhvörfum í 22 ár og ég get sagt þér að þetta er snúinn skratti. Ég fór fyrst að finna fyrir ein- kennum þunglyndis þegar ég var um fimmtán ára,“ segir Unnur sem kveðst samt í eðli sínu vera glaðsinna. „Það má segja að þunglyndið ráðist á mann í orðsins fyllstu merkingu; það lamar mann, hægir á öllum hugsunum, hægir á hreyfingum, dregur úr matarlyst, dregur annað hvort úr svefni eða eykur hann. Maður verður eins og vofa. Ung- lingsárin mótuðust af þessu þótt ég ætti góð tímabil inn á milli. Þegar ég var 18 ára missti ég ömmu mína, sem ég hafði alltaf verið mjög mikið hjá, og það var mér mikið áfall. Þunglyndið helltist yfir mig og ég missti fótanna. Það varð úr að ég var lögð inn á A2, geðdeildina á Borgarspítalanum, árið 1989. Ég fór inn til að leita mér lækn- inga en ég mátti ekki fara út nema í fylgd. Ég hef aldrei á ævinni fengið jafn mikla innilokunarkennd. Það var ein- kennileg tilfinning að mega ekki fara. Það er eins og þá komi yfir mann eðlis- læg tilfinning til að leita allra mögu- legra leiða til að komast út, jafnvel þótt mann langi ekki út.“ Unnur komst, að eigin sögn, fljótt að því að A2 var ekki aðalskemmtistaður bæjarins. „Það var mjög sérstök upplifun fyrir átján ára stúlku að koma inn á geðdeild og sjá alla þessu veiku einstaklinga; suma í maníu, aðra með anorexíu og enn aðra sem höfðu orðið fyrir heila- skaða vegna hassneyslu. Ég komst einnig fljótlega að því að maður sagðist ekki hafa legið inni á geðdeild þótt maður hefði verið á spítala. Á þessum árum var það enn algjört tabú að leggj- ast inn á geðdeild. Um það var ekki rætt í þjóðfélaginu fyrir 22 árum. Hugs- aðu þér, fyrir aðeins 22 árum! Við því var bara brugðist með þögninni. Svo að ég þagði bara líka og var viss um að ég væri ein af óhreinu börnunum hennar Evu þótt ég hefði ekki getað orðað það svo þá.“ Samfélagið þarf að gefa fólki með geðraskanir tækifæri Unnur er mjög vel máli farin og bæði kennari og blaðamaður að mennt auk þess sem hún er með diplóma í fötl- unarfræði. „Ég býst við að ég hafi alltaf haft áhuga á lítilmagnanum vegna eigin reynslu en ég er einnig flogaveik.Ég hef oft skrifað um málefni þeirra sem minna mega sín. Mér finnst ég hafa skilning á þeirra aðstæðum. Námið í fötlunarfræðum opnaði mér einnig alveg nýja sýn á fólk með skerðingu í samfélaginu, hlutverk þess og þátt- töku og ég vona að það fái að dafna og fötlunarfræðingar fræði samfélagið um mikilvægi þátttöku fólks með skerðing- ar og að það verði sjálfsagður hluti af því, ekki eitthvað „sér“. Við förum svo mikils á mis þegar við lítum fram hjá hæfileikum og færni þess. Fólk með geðraskanir, hvaða geðröskun sem það er, hefur allt sína hæfileika og sína færni. Samfélagið glatar svo miklu ef það gefur þessu fólki ekki tækifæri til að nýta þá. Lækning við geðröskunum snýst ekki lengur eingöngu um að gefa fólki lyf, heldur er horft á heildar- myndina í lífi hvers og eins; félagslega, sálfræðilega og fleiri þætti. Það er lögð miklu meiri áhersla á að virkja fólk í samfélaginu nú en fyrir 22 árum. Nú eru komin þverfagleg teymi sem styðja bæði við einstaklinginn og fjölskyldu hans, og viðkomandi getur, til dæmis í endurhæfingu, fengið betri stuðning til að sækja vinnu. Tilnefnd til Blaðamannaverð- launanna 2003 Unnur var tilnefnd til Blaðamannaverð- launa ársins 2003 fyrir bestu umfjöllun í grein sem hún skrifaði fyrir tímaritið Mannlíf um félagslegan veruleika HIV- smitaðra. „Hugmyndin að þeim skrifum kom út frá þeim félagslega veruleika sem geðsjúkir bjuggu lengi við og því miður hefur félagslegur veruleiki HIV-smit- aðra lítið breyst síðustu ár. Ég skrifaði líka töluvert um kynferðismisnotkun heyrnarlausra og baráttu þeirra fyrir Hún hefur lifað lengur í heimi geðröskunar en án hennar. Átján ára að aldri lagðist hún í fyrsta skipti inn á geðdeild en ekki það síðasta. Það er sagt um andlega sjúkdóma eins og marga aðra: Fólk ber þá ekki endilega utan á sér. Og það gerir hún svo sannarlega ekki, þessi fallega kona, þegar hún kemur til viðtals. Hef lifað með geðhvörfum í 22 ár táknmálinu og svo rannsakaði ég líknar- dráp og viðhorf Íslendinga til þeirra og ímyndir geðsjúkra í fjölmiðlum. En eftir hrun getur maður því miður minna leyft sér að kafa ofan í málin og virkilega rannsaka það sem vekur áhuga manns. Bæði er tíminn minni og eins hafa fjöl- miðlar minna rými en áður.“ Heilu kaflarnir horfnir úr lífinu – og líka stærðfræðidæmin! Unnur starfar sem lausapenni og hefur gert undanfarin tólf ár. „Ég ætlaði aldrei að verða blaðamaður, það hvarflaði ekki svo mikið sem að mér að ég gæti skrifað. Ég hélt að ég kæmist ekki einu sinni í gegnum stúdents- prófið. Á milli þess sem ég dvaldist á A2, og var nú farin að þekkja suma sjúk- lingana ágætlega, var ég í eðlisfræði- deild í Menntaskólanum í Reykjavík. Námið sóttist vitaskuld mun verr eftir að veikindin tóku sig upp og ég var svo sljó af lyfjunum að það eru heilu kaflarnir frá þessum tíma horfnir úr lífi mínu – og flest stærðfræðidæmin, en mér er nú sama um þau. En þrátt fyrir að vera inn og út af geðdeild á þessum tíma náði ég nú tveimur síðustu árunum og stúdents- prófinu með góðri hjálp einnar af mínum bestu vinkonum, Svövu Sigurðardóttur, en hún er slíkur afbragðsglósari að það var nánast eins og að sitja í tímum að fara yfir glósurnar hennar, sem hún kom með næstum á hverjum degi eftir skóla ef ég lá inni.“ Eftir að hafa kynnst félagsfræði í gegnum Helga Gunnlaugsson, þá kenn- ara í MR, kastaði Unnur raunvísindum fyrir róða og ákvað að fara í Kennarahá- skóla Íslands. „Til að gera langa sögu stutta fannst mér það yndislegur skóli en meginhugs- unin var sú að þar sem flogin voru líka Það var mjög sér- stök upp- lifun fyrir átján ára stúlku að koma inn á geðdeild og sjá alla þessa veiku einstak- linga; suma í maníu, aðra með anorexíu og enn aðra sem höfðu orðið fyrir heilaskaða vegna hass- neyslu. Unnur Hrefna Finnsdóttir. Geðhvörfin eru snúin skratti. Ljósmynd/Hari Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is Framhald á næstu opnu 28 viðtal Helgin 7.-9. október 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.