Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.10.2011, Side 32

Fréttatíminn - 07.10.2011, Side 32
Öskubuskur nútímans bjarga konungsveldunum Mette-Marit, næsta drottning Norðmanna, og Daniel Westling, hertogi af Vestur-Gotlandi, eru hinar sönnu öskubuskur nútímans. Bæði eru þau elskuð í sínum heimalöndum og hafa aukið á vinsældir konungsfjölskyldnanna, segir Elísabet Brekkan, áhugamaður um hagi kóngafólks. Fréttatíminn skoðar með Elísabetu hvort öskubuskuævintýrin leiði til endaloka konungsvelda Evrópu. E f Karl Bretaprins væri ung- ur, ógiftur maður en hefði ekki verið fastur í viðjum vana og reglna áttunda og níunda áratugarins, væru synir hans Harry og Vilhjálmur vart inni í myndinni. Kalli vildi nefnilega giftast Camillu sinni Parker Bowles. Hún þótti hins vegar ekki samboðin honum innan hirðarinnar. Kalli giftist því Díönu Spen- cer, sem er af eldri aðalsættum en krón- prinsinn sjálfur. Í bókinni Díana – Sönn saga er sagt frá því að hún, svo ung að árum, hafi lítið hugsað um ástæður þess að prinsinn vildi giftast henni – en stóð svo berskjölduð frammi fyrir bresku þjóðinni; ein að bugast undan álagi, haldin átröskun og í ástlausu hjónabandi. Á meðan dreymdi Kalla um Camillu. Hann skreytti sig með erma- hnöppum frá Camillu, enda guðfaðir elsta sonar hennar. Nú er Camilla samboðin Karli, þau gift og dóttir fyrrum flugþjóna sem reka fyrirtækið Party Pieces, Kate Middle- ton, orðin tengdadóttir hans. Því mætti ætla að á 21. öldinni gætu prinsessu- draumar okkar almúgastúlkna ræst. Hafa ekki þau Mette-Marit, barnsmóðir lögbrjóts og næsta Noregsdrottning, Daniel Westling, fyrrum einkaþjálfari og eiginmaður erfingja Svíakrúnunnar, hin ástralska Mary Donaldson, eigin- kona krónprins Dana, og suður-afríska sunddrottningin Charlene Lynette Witt- stock, næsta furstynja af Mónakó, öll sannað það? „Nei, aldeilis ekki,“ segir Elísabet Brekkan, sérfræðingur í kóngafólki. „Aðeins þau Mette-Marit og Daniel Westling eru af almúgaættum. Hin eru öll úr efri stéttum samfélagsins; líka Mary því hún kemur úr toppdjobbi og pabbi hennar er prófessor. Þau eru úr efri stéttum Ástralíu.“ Mette-Marit og Daníel elskuð Elísabet bendir á að það sé misskiln- ingur að Silvía Svíadrottning hafi hefð- bundinn bakgrunn millistéttarinnar. Hún hafi alist upp við mun strangara uppskafnings-uppeldi en Karl Gústaf, kóngurinn sjálfur. „Hún er af yfir- stétt í Brasilíu þar sem litið var niður á Brasilíumenn. Faðir hennar var þýskur forstjóri í Brasilíu. Hún ólst upp innan girðingar.“ Þau Mette-Marit í Noregi og Daniel í Svíþjóð eru því, að dómi Elísabetar, einu hreinræktuðu öskubuskurnar sam- kvæmt skilgreiningu blaðamanns. Hún segir að bæði hafi þau náð mikilli hylli heima fyrir. Í hitteðfyrra hefði hreinlega verið hægt að sópa sænsku konungsfjöl- skyldunni út úr höllinni því vinsældir hennar hafi farið svo dvínandi. En nú sé öldin önnur. „Daníel slær svona ofboðs- lega í gegn. Já, og pabbi hans líka, því ræðan sem hann hélt í brúðkaupinu í fyrrasumar sló allt út. Í ljós koma að tengdafaðir Viktoríu var með meira en gripsvit en það er ekki algengt þarna því kóngurinn er ekki með meira vit en Guð gaf.“ Byltingarhæft í Evrópu Elísabet telur ekki að það dragi úr vin- sældum og virðingu konungsfjölskyldna að velja sér sína öskubuskuna hver eða að það grafi á endanum undan konungs- veldunum. „Þetta fellir ekki kóngsfjölskyldu- rnar. Aftur á móti ef sænski kóngur- inn þeytist út um allar jarðir og hittir einræðisherra og segir: Hér er aldeilis gott að vera, fellir hann sjálfan sig.“ En konungsveldin haggist ekki. „Til dæmis í Danmörku sitja þau ógurlega föst þó að Daniel Westling: Ólst upp í smábæ í Svíþjóð og stofnaði líkamsræktarkeðju Daniel fæddist 15. septem- ber 1973 í Örebro. Hann ólst upp í smábænum Ockelbo. Faðir hans er félagsmála- stjóri og móðir hans vinnur á póstinum. Hann á eina systur. Daniel er mennt- aður íþróttakennari. Hann stofnaði líkamsræktar- keðjuna Master Training aldamótaárið og þar hittust þau Viktoría Ingrid Alice Désirée, sem verður fyrsti kvenkyns þjóðhöfðinginn í Svíþjóð af Bernadotte-ættinni. Hann er mikill íþrótta- maður og stundaði íshokkí, fótbolta og golf. Hann hefur gegnt herþjónustu og starfaði við skóla fyrir börn með sérþarfir. Nú eftir brúðkaupið ber hann titlana prins af Svíþjóð og hertogi af Vestur-Gotlandi. Catherine Middleton: Í skóla með Villa en foreldrarnir selja partískraut Catherine Middleton er nú hertogaynjan af Cambridge eftir að hún giftist syni Díönu prinsessu af Wales og Karls Bretaprins. Hún fæddist 9. janúar 1982 og ólst upp í Chapel Row í Bucklebury, litlum bæ nálægt Newbury í Berkshire. Þau Vilhjálmur stunduðu bæði nám við St. Andrews-háskólann í Skot- landi og hittust fyrst 2001. Hún útskrifaðist með MA í listum. Þau slitu sambandinu í þó nokkra mánuði árið 2007 en héldu vinskap, sem svo aftur þróaðist í ástar- samband og hjónaband 29. apríl síðastliðinn. Kate er elst þriggja systkina. Foreldrar hennar reka fyrirtækið Party Pieces, sem selur partíbúnað og skraut, og er 30 milljóna punda virði, sem eru um sex milljarðar króna. Mary Donaldson: Fjögurra barna móðir með mikla menntun Mary fæddist 5. febrúar 1972 í Hóbart, á eyjunni Tasmaníu í Ástralíu. Hún á tvíburabróður og tvö eldri systkin og er dóttir prófessorsins Johns Dalgleish Donaldson og fyrri konu hans, Henriettu Clark Donaldson, sem var skosk. Fimm árum eftir lát móðurinnar, árið 2001, giftist faðir hennar á ný, rit- höfundinum Susan Elizabeth Donaldson. Mary og Friðrik kynntust á krá í Sydney þegar Ólympíuleik- arnir voru haldnir þar árið 2000. Hún er menntuð sem viðskiptalögfræðingur og lauk einnig námi í auglýsingum, The Advertising Federation of Australia, og beinni markaðs- setningu frá Australian Direct Marketing Association. Þau Mary og Friðrik eiga fjögur börn. Christian Valdemar Henri John er elstur, fæddur 15. október 2005. Þá fæddist dóttir þeirra Isabella Henrietta Ingrid Margrethe 21. apríl 2007 og loks fæddust tvíburarnir Vincent Frederik Minik Alexander og Josephine Sophia Ivalo Mathilda 14. apríl 2011. Mette-Marit: Stundaði reif-dansleiki og vann á kaffihúsi í Ósló Mette-Marit Tjessem Høiby fæddist í Kristiansand 19. ágúst 1973. Hún er dóttir Svens O. Høiby, sem vann sem blaðamaður á héraðsfréttablaði, og Marit Tjessem. Foreldrar hennar skildu og giftust að nýju. Hún á eina systur og tvo eldri bræður. Fósturbróðir hennar, Trond Bernsten, lést á Útey í fjöldamorðinu í sumar. Á menntaskólaárunum varði hún sex mánuðum í Ástralíu sem skiptinemi. Mette-Marit kláraði fornám í heimspeki fyrir háskóla- nám, tók sér ár frá námi og vann á kaffihúsi í Ósló áður en hún hitti krónprinsinn. Hún stundaði ekki fullt nám og var lengur að klára framhaldsskólanám en gengur og gerist. Á síðari hluta tíunda áratugarins fór hún oft á árlega rokkhátíð í heimabæ sínum, þá stærstu í Noregi um árabil, þar sem hún hitti Hákon prins. Mette-Marit var þá einstæð móðir með soninn Marius Borg Høiby, sem fæddist 13. janúar 1997. Ekki voru allir á eitt sáttir þegar ljóst varð að hún yrði drottningarefni Norðmanna. Hún hafði stundað reif-dansleiki, sem oft eru nefndir í sömu andrá og eiturlyf, og barnsfaðir hennar hefur verið dæmdur fyrir sölu á þeim. Almenn- ingsálitið hefur hins vegar breyst. Þau Hákon eiga tvö börn, Ingrid Alexöndru, sem fæddist 21. janúar 2004, og Sverre Magnus, sem fæddist 3. desember 2005. Charlene Lynette Wittstock: Fædd í Simbabve og keppti á Ólympíuleikum Charlene Lynette Wittstock, sem er nú prinsessan af Mónakó, fæddist 25. janúar 1978. Hún er afburða sundkona og var í 4x100 metra boðsveit Suður-Afríku á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000, þar sem þau prins Albert hittust fyrst. Sveitin varð í fimmta sæti. Hún hætti keppni 2007. Þau Albert sáust þó ekki fyrst saman fyrr en fyrir fimm árum, þegar hún fylgdi honum við hinar ýmsu opinberu athafnir. Hún er dóttir Michaels og Lynette Wittstock, fæddist í Ródesíu, sem nú er Simbabve, og er af þýskum, enskum og írskum ættum. Fjölskyldan fluttist til Transvaal í Suður- Afríku árið 1989. Pabbi hennar sagði í apríl síðastliðnum að hann væri að hugsa um að flytja fjölskyld- una frá Suður-Afríku til Mónakó vegna hárrar glæpatíðni í heima- landinu. þau séu ekkert sérlega vinsæl af almúg- anum. Fólk veit ekki eins mikið um þau og við hér; því er nákvæmlega sama um þau. Það sá ég vel þegar ég var á Sjálandi í sumar. Við höldum að þau séu svo elsk- uð í Danmörku en fólk gerir bara grín að þeim – nema drottningunni. Það er vegna þess að hún er vel gefin og kemur vel fyrir. Hún eltist aldrei við merkjavöru eins og Gucci, Ninu Ricci eða Hugo Boss heldur fylgdi afa sínum, Svíakonungi, við fornleifauppgröft.“ Elísabet segir að aðeins hið pólitíska landslag haggi konungsfjölskyldunum. Þannig hafi franska konungsfjölskyldan eytt sjálfri sér í Frönsku byltingunni með því að ögra fólki með villtu líferni. „Ég skil því ekki að ekki hafi komið til uppþota við brúðkaup Vilhjálms og Kate. Á Bretlandseyjum deyr fólk á götum úti. Þar er fólk af fjórðu kynslóð atvinnu- leysingja. Og svo þyrfti ekki að selja nema eina skúffu af gullrusli þessarar kerlingar til að brauðfæða heila borg. Það er byltingarhæft í Evrópu, en hún verður ekki. Enda er Bretadrottning alltaf með sama veskið og greiðsluna og virkar aðhaldssöm. Hún ögrar ekki landsmönnum.“ Útþynnt blátt blóð Elísabet telur heldur ekki að þótt bláa blóðið þynnist með hverri kynslóð verði það til þess að almenningur sjái ekki lengur tilganginn í að halda fjölskyldun- um uppi með skattgreiðslum sínum. „Það er einmitt svo styrkjandi fyrir konungsfjölskyldurnar að fá inn heil- brigt fólk,“ segir Elísabet og bendir á vinsældir norsku Mette-Marit, sem sé virkilega sæt, ljóshærð stelpa, í námi í opinberri stjórnsýslu og klípi menn í rassinn í biðröðum, sér til stuðn- ings. Daniel Westling styrki einnig þá sænsku. „Hann fékk, eins og [hin breska] Kate, átta ára aðlögun og hann veit hvað hann er að gera.“ Ólíkt Kate fái hann hins vegar hlutverk sem skipti máli, enda „enginn munur á konum og körlum í Svíþjóð“. Í Bretlandi séu reglurnar stífar og misrétti kynjanna endurspeglist í hlutverkum Vilhjálms og Kate. „Hún fær því ekki annað hlutverk en að vera þessi sæta. Svo verður hún látin eignast börn og kaupa golfkylfur handa fötluðum á meðan hann Daníel fær greindarlegt hlutverk. Hann fær diplómatískt djobb.“ Og hjónabönd öskubusknanna halda, að mati Elísabetar, betur en hinna aðals- bornu. „Bæði Sara Ferguson [sem skildi við Andrew, yngri bróður Karls Breta- prins] og Díana voru af aðli,“ bendir hún á. Spurð um hjónaband Alberts prins af Mónakó og fyrrum sunddrottningar- innar Charlene Lynette Wittstock, sem sögur segja að sé að liðast í sundur strax á hveitibrauðsdögunum, svarar hún: „Það horfir öðruvísi við með Mónakó- liðið vegna þess að Mónakó er ekki alvöru land. Mónakó er peningaþvotta- stöð þar sem ríkja aðrar siðgæðisreglur en hjá okkur hinum. Það er nú bara það,“ segir hún. „Margrét Danadrottning hefur meira gildi en forseti hjá okkur. Hún er krókurinn aftur í tímann og inn í framtíðina. Hún er móðirin og fólk er sátt við það. Þarna í Mónakó búa rétt ríf- lega 35 þúsund manns í peningaþvotta- stöð. Þetta hjónaband er bara „setup“ (sýndartilhögun).“ Það er því ljóst að Elísabet Brekkan telur ekki að ólíkur bakgrunnur konung- borinna og öskubuskna kollvarpi kon- ungsveldum Evrópu. Ástin sé límið. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Hver eru ævintýraprinsar og -prinsessur Evrópu? 32 úttekt Helgin 7.-9. október 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.