Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.10.2011, Qupperneq 60

Fréttatíminn - 07.10.2011, Qupperneq 60
Helgin 7.-9. október 201156 tíska Fegurðarsamkeppni barna Ég sat á kaffihúsi í vikunni, drakk kakóið mitt og fletti blöðum, aðallega bandarískum tísku- og slúðurblöðum. Ég fletti í gegnum þau, með hugann ekkert endilega við lesefnið. Eitt tímaritið vakti þó athygli mína sem hin höfðu ekki gert. Það var hið virta tímarit People. Forsíðumyndin var af lítilli stúlku, ekki eldri en sex ára, málaðri, í glæsilegum kjól og með kórónu. Hún hafði sigrað í fegurðarsamkeppni barnanna í Bandaríkjunum. Undanfarnar vikur og mánuði hafa farið fram miklar umræður um þessar fegurðar- og fyrirsætukeppnir barna. Þær hafa sem betur fer ekki ennþá náð hingað til lands en eru gríðarlega vinsælar í Bandaríkjunum. Mömmurnar skrá litlu stelpurnar sínar, alveg frá þriggja ára aldri, punta þær, klæða þær í háhæl- aða skó og ýta þeim svo fram á svið. Stelpurnar þurfa að sýna góða göngutakta, dilla mjöðmum og reyna að ná til aðdáenda. Mömmurnar, sem fyllast stolti, eru yfirleitt yfir kjörþyngd og upplifa þarna eigin draum í gegnum litlu stelpurnar sínar. Í sumar vakti það mikla athygli þegar ein af þessum litlu fegurðardrottningum, aðeins sjö ára, hafði fengið bótox í andlitið frá móður sinni. Móð- irin taldi meiri líkur á að sú litla ynni keppnina ef hún fengi bótox í andlitið. Þessi öfgafulli hugsunarháttur, sem einkennir bandarískt samfélag, ríkir sem betur fer ekki enn hér á landi. Kannski erum við of lítil þjóð til að standa í svona asnalegu keppnisstandi. Vonandi kemur aldrei að því að við förum að keppa um hver sé feitasti Ís- lendingurinn eða hver eigi fallegasta barnið. tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar 5 dagar dress Blandar saman vintage og nýjum fötum Föstudagur Skór: Spúútnik Buxur: Second hand París Skyrta: Nostalgía Peysa: Forever21 Hálsmen: Sautján Elsa Sól Gunnarsdóttir er 22 ára viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands og vinnur samhliða náminu á Osushi við Lækjargötu. „Ég myndi segja að stíllinn minn væri mjög vintage í bland við eitthvað nýtt. Ég versla mikið í Spúútnik og öðrum second hand-búðum og svo að sjálfsögðu í H&M, American Apparell og Urban Outfitters er í mjög miklu uppáhaldi. Fötin þar klikka ekki. Fatakeðjan Opening Cere- mony er verslun sem mér finnst einnig vera með mjög flott föt og hönnun en hef ekki tök á að kaupa fötin mín þar. Leikkonan Chloe Sevigny, sem ég hef alltaf litið mjög upp til í fatavali, hefur verið að hanna fyrir Opening Ceremony. Allt rosalega flottur fatnaður.“ Þriðjudagur Skór: GS Skór Buxur: Second hand-búð Peysa: Topshop Bolur: H&M Hálsmen: París Miðvikudagur: Skór: Harley Davidson biker boots Buxur: American Apparel Skyrta: American Apparel Hálsmen: Forever21 Fimmtudagur: Skór: H&M Pils: American Apparel Bolur: H&M Pels: Spúútnik Hálsmen: Spúútnik Vertu vinur okkar á Facebook Erum með frábært úrval af klæðilegum buxum í stærðum 34-46. ÁTT ÞÚ ERFITT MEÐ AÐ FINNA ÞÉR BUXUR SEM PASSA VEL? Verð 13.990 kr. Mánudagur Skór: Topshop Buxur: Amercain Apparel Jakki: Spúútnik Bolur: París Hálsmen: Forever21 Fagnar tuttugu ára afmælinu Snyrtivörurisinn Bobbi Brown mun fagna tuttugu ára afmæli sínu í næstu viku og í tilefni af því frumsýnir hann nýju línuna Lip Palette. Sú lína samanstendur af tuttugu ólíkum augn- skuggum og eru tíu þeirra frá árinu 1991 og slógu rækilega í gegn á þeim tíma. Hinir tíu eru glæný hönnun og ekkert síðri en sú eldri. Settið af augnskuggunum á að kosta 60 dollara í verslunum Bobbi Brown og munu fylgja með gömul uppköst sem hönnuðurinn teiknaði upp fyrir tuttugu árum. Hugo Boss hannaði einkennisbúninga nasista Þýska tískuhúsið Hugo Boss var stofnað árið 1924 og átti erfitt uppdráttar fyrstu árin. Nú er þetta eitt af helstu tískumerkjum samtímans og á dögunum var upplýst hvernig vinsældir þess jukust á nokkr- um vikum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Á þeim tíma hóf fyrirtækið framleiðslu á einkennis- búningum nasista og var það Hitler sjálfur sem sóttist eftir samvinnu við það. Það sem fáir vissu þangað til fyrir nokkrum dögum er að Hitler og Hugo voru miklir vinir og samstarfsfélagar. Tískuhúsið sendi frá sér í vikunni opinbera yfirlýs- ingu þar sem það baðst afsökunar á þátttöku sinni í stríðinu. Snookified fær góðar viðtökur Hin smáa raunveruleikastjarna Snooki hefur í nógu að snúast þessa dagana og mun hefja sölu á nýju skólínunni sinni, Snookified, í byrjun næsta mánaðar. Stjarnan frumsýndi línuna sína á Facebook- síðu sinni fyrr í þessari viku og hefur hún hlotið óvenjumikla athygli fyrir. Línan samanstendur aðallega af söndölum sem henta vel fyrir sumarveður og eru þeir flestir þykkbotna því sjálf nær stjarnan ekki yfir 150 sentimetrana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.