Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Síða 16

Fréttatíminn - 25.11.2011, Síða 16
anchester United, Manchester City og Chelsea eiga öll á hættu að komast ekki í sextán liða úrslit meistaradeildarinnar. Aðeins er ein umferð eftir af riðlakeppninni og er Arsenal eina enska liðið sem er öruggt áfram. Þetta er ekki í samræmi við gengi ensku liðanna í meistaradeildinni undanfarin ár. Frá árinu 2005 hefur aðeins einn úrslitaleikur, leik- ur Inter og Bayern München árið 2010, farið fram án þess að enskt lið væri að spila. Úrslitaleikurinn árið 2008 var til að mynda á milli ensku liðanna Manchester United og Chelsea. Þetta var aðeins í þriðja sinn sem það gerðist í sögu keppninnar að lið frá sama landi etji kappi á þeim vettvangi. Áður höfðu spænsku liðin Real Madrid og Valencia mæst í úrslitaleik árið 2000 og ítölsku liðin AC Milan og Juventus árið 2002. Árin 2008 og 2009 voru þrjú ensk lið í úndanúrslitum en nú er bleik brugðið; Chelsea, Manchester City og Manchester United eru öll í hættu á að detta út þegar ein umferð er eftir af riðlakeppninni. Möguleikar liðanna eru misgóðir. Þannig nægir Manchester United jafntefli, Chelsea dugar sigur eða markalaust jafntefli en Manchester City þarf að sigra og auk þess að treysta á hagstæð úrslit í hinum leiknum í riðlinum. Chelsea mætir Valencia á Stamford Bridge þriðjudaginn 6. desember. Liðin eru jöfn að stigum, einu stigi á eftir Bayer Leverkusen sem er öruggt áfram. Ef Chelsea vinnur er öruggt að liðið endar í öðru af tveimur efstu sætunum og kemst í sextán liða úrslitin. Ef úrslitin verða markalaust jafntefli kemst Chelsea einnig áfram þar sem fyrri leikurinn í Valencia endaði 1-1 – Chelsea kæmist áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli í innbyrðisviðureign- um. Allar aðrar jafnteflistölur sem og sigur Valencia þýða að Valencia kemst áfram á kostnað Chelsea. Manchester United mætir svissneska liðinu Basel á útivelli. United er í öðru sæti riðilsins, stigi á undan Basel. Þannig dugar Manchester United sigur eða jafntefli. Tap þýðir hins vegar að Basel kemst áfram með Benfica sem er þegar öruggt í sextán liða úrslit. Verkefni Manchester City er torveldast. Manc- hester City þarf að sigra Bayern München á heima- velli og á sama tíma að treysta á að spænska liðinu Villarreal vinni Napoli á heimavelli. Bayern München hefur ekki tapað leik í meistaradeildinni á þessu tímabili en Villarreal hefur tapað öllum fimm leikjum sínum. oskar@frettatiminn.is  Meistaradeild evrópu Þrjú ensk lið í hættu Ensk lið hafa átt frábæru gengi að fagna í meistaradeild Evrópu á undanförnum árum og tvívegis hrósað sigri, árin 2005 og 2008. Nú er svo komið að fyrir síðustu umferð riðlakeppninnar er aðeins eitt enskt lið öruggt áfram í sextán liða úrslit. Og það er ekki Manchester City, ekki Manchester United og ekki Chelsea heldur Arsenal. Stjórarnir þrír Roberto Mancini, Andre Villas-Boas og Alex Ferguson eru undir mikilli pressu fyrir síðustu umferð riðlakeppni meistaradeildar Evrópu sem fer fram eftir tæpar tvær vikur. Nordic Photos/Getty Images M Jólahlaðborð 2011 Jólaveisla fyrir einstaklinga og hópa allar helgar á aðventunni videyjarstofa@holt.is sími 552 5700 www.videyjarstofa.is Gallery Restaurant – Hótel Holt sér um allar veitingar í Viðeyjarstofu. Lifan di píanó tónli st með ljúfu m jólalö gum 16 fótbolti Helgin 25.-27. nóvember 2011
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.