Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Side 21

Fréttatíminn - 25.11.2011, Side 21
Verslun Ármúla 26 522 3000 Opið: virka daga 9.30–18 laugardaga 12–17 NÝTT Í HÁTÆKNI KYNNINGARVERÐ Á TÖLVUM Spjallaðu við starfs- menn okkar til að fræðast meira um þessi frábæru greiðslukjör. VAXTALAUS Á VÖLDUM VÖRUM PIPA R \ TBW A • SÍA • 113126 Nýjasta vélin frá Asus með 13,3" LED- skjá, 2.2 Ghz i3 Intel örgjörva og 500 GB hörðum diski. Gott þráðlaust netkort ásamt BlueTooth 3.0 stuðningi. Verð frá: 79.995 ASUS 13,3" i3-2330 m 2.2 GHz Acer Aspire er öflug heimavél með 17,3" stórum og björtum skjá. Hentug vél í alla helstu heimavinnu og sem margmiðlunarvél. Frábært verð fyrir 17,3" vél. ACER Aspire 17.3" 2.1 GHz 500GB Ný og endurhönnuð MacBook Air. Skjár með hárri upplausn og hröðu flash-minni í stað harðs disks. 1.6 GHz dual-core Intel Core i5 með 3 MB deildu L3 minni, 64 GB flash, 2 GB vinnsluminni. Aðeins 1kg. Apple MacBook Air 11“ 64 GB Frábær létt og nett fartölva með 13,3" LED-skjá, 500 GB hörðum diski, góðum Intel-örgjörva, öflugri 2 Mpixla netmyndavél, DVD-skrifara og góðu þráðlausu netkorti ásamt BlueTooth stuðningi. LENOVO IdeaPad Z370 13,3" Motorola Xoom er sú spjaldtölva sem vakti mesta athyggli á CES 2011 tæknisýningunni. Android stýrikerfi, 1 GHz örgjörvi, HD-myndavél, GPS og fleira og fleira. Til í Wi-Fi og 3G útgáfu. Motorola Xoom 10,1“ spjaldtölva Verð frá: 229.995 2,5 GHz fjögurra-kjarna Intel Core i5 4 GB DDR3 vinnsluminni, 500 GB harður diskur, AMD Radeon HD, 6750 M 512 MB. Þráðlaust íslenskt lyklaborð og mús. Fleiri stærðir fáanlegar. Apple iMac 21,5“ 2.5 GHz Quad i5 Acer TravelMate er 15,6" fartölva með skýrum og björtum LED-skjá. Er með öllu því helsta sem prýðir góða fartölvu til daglegra nota. Frábært verð! ACER TravelMate 15,6" Jólagjöfin í ár! Örfáar eftir! Örfáar eftir! Verð: 169.995 Verð: 129.995 Verð: 69.995 Verð: 129.995 Verð: 109.995 Fullt verð: 149.995 Fullt verð: 94.995 Fullt verð: 149.995 Fullt verð: 149.995 Fullt verð: 234.995 Fullt verð: 179.995 tækifærin þegar þau koma. En ég hugsaði líka það sem afi kenndi mér: Þetta er allt í huganum,“ segir Jóhann Gunnar. „Auðvitað var ég sjóveikur á þessari löngu leið frá Chile til Íslands, en stóð mínar vaktir og eldaði alla daga morgun- mat, hádegismat, eftirmiðdags- kaffi, kvöldmat og kvöldkaffi. Ég var auðvitað vel birgur að sjóveiki- plástrum, töflum og armböndum! En ég er forlagatrúar og þar sem ég ólst mikið upp með ömmum mínum og öfum lærði ég að þegar maður tekur ákvörðun þá stendur hún og maður á ekki að líta til baka. Það er alltaf einhver sem beinir manni inn á réttar brautir. Þau kenndu mér að maður á aldrei að sjá eftir neinu. Það skiptir mig engu máli hvort ég er að elda fyrir fjölskylduna, skipverja, kónga eða hefðarfólk – mitt markmið er alltaf að gera eins góðan mat og ég get með það hrá- efni sem ég hef hverju sinni.“ Nafnið Þór tengist lífi Jóhanns á ótrúlega margan hátt. „Amma fæddist á Þórshöfn; ömmubróðir minn, Þór Steingríms- son, var yfirvélstjóri á Tý lengi og þannig tengist ég Gæslunni á ská, afi minn heitinn, Einar Jónsson var sjómaður í Vestmannaeyjum og varðskipið Þór sigldi inn í Eyjar á afmælisdegi hans, 26. október, bróðir pabba, Hermann Einarsson, var einn af hvatamönnum þess að sett var upp minnismerki um fyrsta Þór og skrúfan úr skipinu sett upp í Friðarhöfn. Svo var ég Þórsari á Akureyri og skömmu áður en pabbi minn dó var hann farinn að skrifa sögu íþróttafélagsins Þórs í Vest- mannaeyjum.“ … og þjónninn á fasteignasölu Kristín hafði ráðið sig sem þjón á Grand hótel til að hafa umsjón með morgunverðinum og hafði ráðið sig á tólf tíma vaktir. Óskaði eftir að byrja eftir að þau hefðu komið sér fyrir í nýju íbúðinni og fara með Margréti Hörn á danskeppni í útlöndum. „Áður en að því kom að ég byrj- aði að vinna á Grand hóteli var mér boðin vinna sem sölufulltrúi á fast- eignasölu. Ég fann að það var eitt- hvað sem mig langaði til að gera. Samdi við Grand hótel að ég ynni 6 tíma vaktavinnu, frá 6 til 12 og færi þá á fasteignasöluna, þannig að dagarnir eru oft mjög langir. Ég hef kynnst mörgu góðu fólki, starfs- andinn er góður og mér finnst lærdómsríkt að sitja hjá fólki sem er að selja heimili sín. Þar heyri ég ótrúlegustu lífsreynslusögur – sem ég geymi hjá mér.“ Dæturnar grétu af gleði Það er gaman að heyra hvaða við- brögð stelpurnar sýndu þegar þær mamma þeirra sagði þeim að þau væru búin að segja upp og væru að flytja til Hafnarfjarðar: „Þær fóru að hágráta af gleði, titruðu og skellihlógu, allt í senn!“ segir Kristín. „Þá kannski skynjuð- um við fyrst hvað þessi einangrun hafði hvílt á þeim. Þær kvörtuðu aldrei. En reyndar vildu þær bíða með að við hættum ef ske kynni að Justin Bieber kæmi í heimsókn!“ En sakna systurnar einhvers frá Bessastöðum? „Já við söknum náttúrunnar og útsýnisins, fólksins og Sáms, hundsins á Bessastöðum. En það er mjög gott að vera kominn til Hafnarfjarðar, komnar í skóla hér og búnar að eignast marga vini.“ „Auðvitað myndast sterk tengsl við samfélagið og staðinn,“ segir Jóhann. „Fjórir störfuðu á skrifstof- unni; bílstjórinn og umsjónarmaður fasteigna auk okkar. Við vorum einmitt í hádeginu í dag í plokkfiski á forsetaskrifstofunni með fyrrum samstarfsfólki. Við erum mjög stolt af starfinu okkar á Bessastöðum og við fundum alveg fyrir að forsetinn og Dorrit kunnu að meta okkar störf. Forsetinn sæmdi okkur heiðurpeningi forseta Íslands, þeim fyrstu sem hann sem forseti afhendir og stórt leiregg, unnið af Höllu Ásgeirsdóttur sem aðeins þjóðhöfðingar hafa fengið að gjöf. Þetta er áletrað með nöfnunum okkar og þökkum.“ Eftir að hafa skoðað heiðurspen- ingana fór blaðamður á Netið og las þetta um þá þar. „Heiðurspeninginn getur forseti Íslands, án atbeina annarra aðila, afhent íslenskum sem erlendum mönnum fyrir þjónustu látna í té við forseta.“ Það er því ljóst að for- setahjónin kunnu vel að meta störf þeirra hjóna. Helblátt fólk á Bessastöðum Þegar Kristín og Jóhann Gunnar voru ráðin að Bessastöðum hringdu einhverjir í símatíma útvarpsstöðv- ar og sögðu að þarna hefði nú verið klíkuskapur, þau væru samherjar forsetar í pólitík. Þau skellihlæja að þessu og segja svo: „Já, já, við fengum sko alveg að heyra það að við hefðum verið í Alþýðubandalaginu, en það fyndna er að það finnst ekki blárri taug í nokkrum en okkur! Við erum gall- harðir Sjálfstæðismenn bæði tvö og höfum verið áskrifendur að Mogg- anum frá því við vorum innan við tvítugt! Það var semsagt helblátt fólk við vinnu á Bessastöðum!“ Þau eru bæði virk í Oddfellow- hreyfingunni og komu með þá hugmynd, þegar jarðskjálfti reið yfir Pakistan árið 2005, að skreyta leiðisgreinar og kaupa kerti og selja til styrktar fórnarlömbunum þar. „Þessari hugmynd var vel tekið og við höfum síðan safnað til góðgerðarmála, en eftir hrunið þá höfum við einbeitt okkur að ís- lenskum börnum. Við verðum með sölu á þessum vörum nú í desemb- er og getum þá aðstoðað fjölskyld- ur í vanda. Þeir eru margir sem koma að þessu verkefni í dag, enda gætum við þetta ekki ein. Odd- fellowreglan vinnur mikið og gott góðgerðarstarf sem við erum stolt að fá að vera hluti af.“ Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgar- svæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bækl- ingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur. viðtal 21 Helgin 25.-27. nóvember 2011
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.