Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Síða 32

Fréttatíminn - 25.11.2011, Síða 32
„Ég fermdist í kapellunni á heimili prestsins. Hann sagði að það kæmi ekki til mála að ég yrði móðir áður en ég yrði fermd,“ segir hún. Því fermdist hún mánuði fyrr en jafn- aldrarnir. „Fermingin var mér erf- ið. Allir ættingjarnir komu norður í fermingarveislu. Það sem skyggir á fermingardaginn var þegar ég þurfti að þvo slöngulokkana úr hárinu. Ég gat það ekki. Ég var svo mikil um mig. Ég var kasólétt.“ Kasólétt en þó engin María mey. Hver var pabbinn? Birna gaf það ekki upp og segir að lítið hafi verið pressað á hana meðan á meðgöng- unni stóð að upp faðernið. „Ég man samt eftir því að mamma spurði: Veistu hver á barnið og ég svaraði játandi. Hún spurði ekki frekar. Ég held að mamma og pabbi hafi ákveðið að það kæmi í ljós.“ Ekki ræddi hún við barnsföður sinn fyrir fæðinguna. Hann spurði hana ekki hvort barnið væri hans. En hún var barn með barni, þegar hún lá á sjúkrahúsinu á Akranesi og beið eftir fæðingu Írisar. „Ég var alein og mátti ekki fara framúr nema til þess að fara á klósettið fram á gangi. Og svo heyri ég í skrúðgöngunni þann 17. júní og stökk þá frammúr og út að glugga. En þá var stofugangur og læknarnir, hjúkkurnar og lækna- nemarnir hlógu að því þegar ég stökk frá glugganum og upp í rúm aftur,“ segir hún, því ekki vildi hún brjóta reglurnar. „Mamma kom í heimsókn þessa helgi. Hún hafði far fram og til baka. En ég var ein að öðru leyti og átti Írisi ein,“ segir hún og Íris bætir við. „Já, hugsa sér, barnið eitt að eignast barn.“ Birna bætir við. „Já, það voru bara ekki aðstæður til annars. Mamma heima með fjögur börn, sex til tólf ára. Það var ekki bíll á heimilinu og pabbi úti á sjó. Svo var ég skyndilega sett af stað 18. júní. Ef mömmu hefði grunað að ég ætti að eiga daginn eftir að hún var hjá mér hefði hún ekki farið norður.“ Blóðprufa skar úr um faðernið Birna segir að áður en vinkonurnar vissu hver ætti Írisi hafi þær nefnt eftir að hún kom heim með barnið hvað hún bæri sterkan svip af fjöl- skyldu föður síns. „Nei, ég var ekki búin að segja þeim það og þær hafa ábyggilega ekki þorað að spyrja. Kannski var það af tillitssemi,“ segir Birna sem neyddist til þess að gefa nafn hans upp þegar Íris var skírð. „Ætlaðir þú bara að eiga mig ein?“ spyr Íris. „Já,“ svarar Birna. Þær hlæja. „Ég þurfti að fara til prestsins og biðja hann um að skíra barnið mitt. Ég var ekki endanlega búin að ákveða nafnið og seinna nafnið hennar kom upp í kollinn þegar ég rölti með Lillý yngri syst- ur minni að heimili prestsins til að segja honum nafnið. Ég var viss um að það ætti að byrja á Í; Íris, Ína, Írena... Svo var ég ekki viss hvort það ætti að vera Björk eða Björg. Lillý, sem er árinu yngri, sagði G. Hún heitir Ingibjörg. Amma heitir Ingibjörg og margar Bjargir eru í fjölskyldunni. Það var ákveðið og því margar sem gátu eignað sér nafnið. Og Lillý gerir það. Hún má það alveg.“ Það voru engin lottóvinnings- viðbrögð þegar faðir Írisar frétti af litlu dótturinni, þá sextán ára gam- all. „Fyrst neitaði hann og [föður] amma neitaði líka,“ segir Íris og Birna grípur inn í. „Já, hins vegar leit afi þinn á þig og sagði: Hann á hana. Hann sá hana og sagði: Jú!“ Skorið var úr um faðernið með blóðprufu. Kona pabbans kom sambandi á Sambandið milli Írisar og pabba hennar, Jóns Magnúsar Magnús- sonar, var ekki mikið þegar hún var lítil. „Mér fannst ég ekki hluti af föðurfjölskyldunni. Ég fékk afmælisgjafir og svoleiðis en ég þekkti pabba ekki. Ég veit ekki hvað ég var gömul þegar ég átti að fara til ömmu og afa í árlegt jólaboð á jóladag. Ég grenjaði vegna þess og vildi vera heima. En ég þekkti frænkur mínar og þegar ég varð eldri fannst mér gaman að leika við þær í þessu boði.“ Íris segir að hún hafi ekki tengst pabba sínum fyrr en hann var kominn með konu. „Ég man ekki eftir þeim fyrr en systir mín er fædd, en hún er sex árum yngri en ég,“ segir Íris og Birna segir að um það leyti hafi þau flust til Hólmavíkur. „Anna Jóna [konan hans] kom til mín og sagði: Við verðum að vera vinkon- ur. Ef ég ætla að vera með honum verð ég að vera vinkona þín svo ég geti kynnst henni Írisi.“ Birna segir viðhorfið ekki hafa komið sér á óvart og þær orðið ágætis vinkonur. „Aftur á móti var mikið pískrað og fólk var mikið að spá og spek- úlera. En ég var aldrei nein hætta fyrir samband þeirra. Ég held ein- faldlega að fólk hafi ekki fattað af hverju hún væri að eltast við að fá að kynnast þessu barni,“ segir Birna. Íris þakkar Önnu Jónu að hafa kynnst pabba sínum „Pabbi segir svolítið sjálfur að þetta hafi verið hugsunarleysi og að okkar sam- band sé í raun henni að þakka.“ Birna tekur undir það. Íris segir þau föður sinn vini í dag og henni þyki vænt um hann. Alltaf sé gam- an að hitta þau og koma til þeirra. Hún sé einnig í nánu sambandi við systur sína. „Hún leitaði til mín sem ung- lingur og þá fundum við að við vorum líkar. Skrýtið. Oft er sagt að skrýtið sé hversu líkar við erum þótt við séum ekki uppeldissystur,“ segir Íris og að þrátt fyrir þessi brösóttu fyrstu ár hafi hún ekki upplifað að hún hafi ekki verið velkomin í föðurfjölskyldu sína. Og hún var svo sannarlega velkomin í móðurfjölskylduna. „Amma sagði alltaf við mig að ef ég hefði ekki fæðst hefði hún örugglega eignast fleiri börn. Ég upplifði ekki einu sinni hjá lang- ömmu að mamma hefði verið full ung. Svona eftir á er ég mjög hissa að hafa aldrei fengið að heyra nein- ar neikvæðnisraddir,“ segir hún. Það sé ekki fyrr en síðari ár, ef fólk spyrji hana um aldur og aldur móður hennar eða um foreldrana almennt að það hvái og skilji ekki reikningsdæmið. „Hvað segir þú? Já, einmitt og pabbi hann var sextán ára. Þau voru aldrei saman. Þannig er bara staðan.“ „Fordekruð og ég átti hana ein“ Á meðan Birna segist ekki horfa í hvað hefði orðið segir Íris ljóst að ungur aldur móður hennar hafi haft sín áhrif á lífshlaupið. „Kannski er maður fordómalaus- ari. Pottþétt passaði ég mig að verða ekki ólétt of ung. Ég vildi það ekki. Maður tilheyrir mörgum fjölskyldubrotum. Það er mamma, systkini mömmu, yngri börnin hennar, hinar tvær dætur pabba og fjölskylda hans. Ég hef oft spurt mig hvort ég ætti að vera með á myndinni,“ segir Íris og hlær. „En ég held ég hafi grætt á þessu. Ég fái að upplifa að vera elst og að vera yngst.“ Íris viðurkennir að það yrði henni áfall kæmi dóttir hennar fjórtán ára og segði henni að hún ætti von á barni. Hún tæki því vart eins og amma hennar þegar móðir hennar uppgötvaði að dóttir hennar var ólétt. Og eldri strákur Írisar fermist í vor. „En ég er samt þremur árum eldri en amma var þegar hún varð amma mín,“ segir hún og hefur valið sér það starf að uppfræða menntskælinga um kynlíf. „Ég hefði ekki viljað eignast barn degi fyrr,“ segir Íris og móðir hennar mælir ekki með því að fjórtán ára börn eignist börn þótt móðurtilfinningar spyrji ekki um aldur. „Já, Íris mín var fordekruð en heppnaðist svo vel,“ segir Birna hressilega. „Og hún hefur alltaf verið mín. Ég gat deilt henni, en ég átti hana. Ég átti hana ein.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Mæðgurnar Birna og Íris eru nánar og þrátt fyrir aðeins fjórtán ára aldursmun og að þær bjuggu hjá foreldrum Birnu segir Íris alltaf hafa haft það á hreinu að Birna væri mamma hennar, ekki systir. Íris Jónsdóttir kúrði á milli afa og ömmu á meðan móðir hennar Birna Björnsdóttir var enn í grunn- skóla. „Svona oftast, já eða svona sitt á hvað,“ segir Birna. Spurð hvort hún hafi verið sátt við upp- eldisaðferðir foreldra sinna og þau við hennar svarar hún. „Ég held að það hafi aldrei verið hugsað út í neinar uppeldisaðferðir. Hún var fordekruð,“ segir Birna og hlær. Íris tekur við. „Já, það voru svo margir sem ég gat leitað til. Það er alltaf sagt að ég hafi gengið hringinn. Ef ég fékk nei, nei, nei, nei, endaði ég hjá afa. Hann sagði alltaf já,“ segir hún. „Þau eru meira en amma og afi fyrir mér. Þau teygja sig í áttina að vera foreldrar mínir. Systkini mömmu eru líka meira sem systkini mín,“ segir hún. Íris segir að hún hafi þó ekki upp- lifað sig sem systur móður sinnar. „Nei, ég held ekki. Samt fannst mér ég vera yngst í þessum systkina- hópi. Ég upplifði að vera litla barnið í þessum systkinahópi,“ segir hún enda Þuríður sú yngsta aðeins sex árum eldri en Íris. Þrátt fyrir ungan aldur fórst Birnu móðurhlutverkið vel úr hendi að mati Írisar. „Unglingar sem eignast barn og ákveða að eiga það reyna að gera sitt besta. Þeir vilja fara út og í bíó og annað. En mamma gaf sér alltaf tíma til þess að lesa fyrir mig á kvöldin. Ég veit ekki hvort það var staðurinn eða tíðarandinn, en hún gaf sér þennan tíma,“ segir Íris. Og Birna tekur við: „Ég kenndi henni bænirnar og fleiri vers og faðirvorið þegar ég var orðin heldur leið á fyrstu bænunum sem ég hafði kennt henni og ætlaði að skipta út, en hún bætti þessu við prógrammið og tíminn lengdist.“ - gag Stólaði á ömmu og afa á meðan móðir hennar kláraði grunnskóla Systkini mömmu sem systkini mín Birna fermdist á undan bekkjarsystkinum sínum. Hér er hún í kapellunni á Hólmavík ásamt foreldrum sínum. Birni Árnasyni og Ásdísi Pétursdóttur og prestinum Andrési Ólafssyni. „Ég fermdist í kapell- unni á heimili prestsins. Hann sagði að það kæmi ekki til mála að ég yrði móðir áður en ég yrði fermd.“ Jóladúnsængin á draumatilboði Stærð 140x200 100% hvítur andadúnn 790 grömm dúnfylling 270 þráða Pima bómull Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is Áður 33.4 90 kr Nú 24.99 0 kr 25% afsl áttur 32 viðtal Helgin 25.-27. nóvember 2011
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.