Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Page 44

Fréttatíminn - 25.11.2011, Page 44
10 jól Helgin 25.-27. nóvember 2011 V ið bökum oft saman,“ segja frænkurnar og vinkonurnar Margrét Kristjánsdóttir Wiium, 9 ára, og Bryndís Guðmundsdóttir, 14 ára. Þær hafa verið góðar vinkonur frá því þær voru pínulitlar og bralla oft eitthvað skemmtilegt saman. Þegar Fréttatíminn tók á þeim hús voru þær að baka súkkulaði- bitakökur og piparkökur fyrir jól- in. „Við erum reyndar ekki saman yfir jólin en föndrum stundum eða bökum fyrir jól,“ segja þær. „Við erum reyndar ekki alltaf sammála um hvað á að baka og þá endar stundum með því að við gerum eitthvað tvennt,“ segir Bryndís og lítur brosandi til Margrétar sem svara um hæl. „Eins og til dæmis núna,“ og bætir við: „Annars bökum við ekki bara kökur. Einu sinni settum við upp pitsastað í eldhúsinu og tókum við pöntunum frá fjölskyldunni.“ Þær gjóa oft augunum til hvor annarrar og önnur þeirra spyr manstu? Og það er allt sem þarf til að kveikja á minningu og þær skella upp úr. „Auðvitað erum við ekkert alltaf að baka eitthvað, við förum líka í tölvuna og horfum á eitthvað á Youtube,“ segir Mar- grét. Eldhúsreglurnar eru skýrar hjá þeim frænkum og ganga þær alltaf frá eftir sig. „Já auðvitað gerum við það,“ segir Bryndís. „En það er samt leiðinlegast að ganga frá,“ segir Margrét og þær hlæja báðar. „En á meðan við bök- um spilum við tónlist og hlæjum mikið. Það er svo skemmtilegt,“ segir Bryndís. „Mér finnst svo gott að hafa Bryndísi með mér í bakstrinum, því hún er eldri og getur stjórnað mér,“ segir Margrét og lítur til frænku sinnar. En heppnast alltaf allt sem þær gera? Nú skella þær báðar upp- úr „Allsekki. Einu sinni vorum við að gera marengstoppa og bætum fjólubláum matarlit út í og það varð allt að klessu. En svo höfum við líka gert margt sem er erfitt að gera en hefur heppnast vel. Til dæmis stóran bleikan prinsessukas- tala. Stundum heppnast kökurnar vel og stundum misheppnast þær, en það er í góðu lagi því oftast er hægt að borða þær og þær eru góðar á bragðið og útlitið skiptir engu máli.“  Jólabaksturinn Útlitið skiptir ekki öllu máli Frænkurnar og vinkonurnar Margrét og Bryndís baka mikið saman og opnuðu einu sinni pitstustað í eldhúsinu Deigið hnoðað af reynslu og nákvæmni, en þrátt fyrir ungan aldur eru stelp- urnar þaulvanar að baka saman án aðstoðar frá fullorðnum. Margar hendur vinna létt verk þar sem deigið er skorið út í jólatré, hreindýr og stjörnur og önnur skemmtileg jólamynstur. Margrét og Bryndís fylla bökunarplötu af piparkökum sem eru tilbúnar að fara í ofninn. Það er áður en þær tóku við að baka súkkulaðibitakökur. CINTAMANI AUSTURHRAUNI 3 210 GARÐABÆ, S. 533 3805 CINTAMANI BANKASTRÆTI 7 101 REYKJAVÍK, S. 533 3390 CINTAMANI KRINGLUNNI 103 REYKJAVÍK, S. 533 3003 ÓLA Primaloft-úlpa á stráka og stelpur. Flott og létt úlpa, hlý og góð og hentar vel í alla útivist og íþróttir. Fullkomin í mjúka pakkann. Verð: 21.990 kr. ELFA Dúnvesti á konur úr polyester sem hrindir frá sér vatni. Ekta skinn á hettu sem hægt er að taka af. Stingdu höndunum djúpt í flísfóðraða vasana í vetur. Verð: 36.990 kr. DODDI Krakkaúlpa með léttri dúnfyllingu, 90% gæsadún og 10% fiðri. Sterk og með flísklæðningu innan á hettu, kraga og vösum. Það kemur sér vel þegar kólnar. Verð: 29.990 kr. JÓNÍNA Vinsælasta peysan okkar er heilrennd með hettu. Efnið er Tecnostretch® sem gerir hana bæði hlýja og þægilega. Hringir það einhverjum jólabjöllum? Verð: 19.990 kr. ELNA Hlý dúnúlpa fyrir konur, kvenlegt snið og hægt að þrengja í mittið. Skinn innan á hettu sem hægt er að taka af. Góðir vasar með notalegri flísklæðningu verma á köldum dögum. Verð: 54.990 kr. JÓLIN ERU Að KOMA Ekki ber á öðru. Glóandi perur farnar að vaxa á ólíklegustu stöðum, niður úr trjám, grenilengjum og þakskeggjum. Allar þessar litríku díóður breyta myrkrinu í ævintýraveröld. Skammdegið og frostið ná ekki að taka völdin. Brostu út að eyrum með rjóðar kinnar í kuldanum. Komdu við í verslunum okkar og finndu hvernig jólaspenningurinn verður meiri og meiri. Hjá okkur finnur þú gjafir sem koma sér alltaf vel. ÍS L E N S K A S IA .I S C IN 5 71 45 1 1. 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.