Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Page 68

Fréttatíminn - 25.11.2011, Page 68
34 jól Helgin 25.-27. nóvember 2011 U m leið og að fésbókarsíðan Hugmyndir fyrir heimilið opnaði létu nokkur þúsund manns sér líka við hana og er tala þeirra komin uppí 20 þúsund. Síðan var sett upp sem hugmyndageymsla fyrir Önnu Lísu en tölvan hennar var að fyllast af myndum og efni sem hún þurfti að koma frá sér. Þessar óvæntu vinsældir urðu til þess að hún fékk Ingibjörgu vinkonu sína til samstarfs við sig og þær opnuðu vefsíðuna hugmyndirfyrirheimilid.is. Þar er að finna ara- grúa af allskyns lausnum í hönnun og skipulagi heimilsins sem Anna Lísa og Inigbjörg finna víða á vefnum, taka saman og skipuleggja fyrir lesendur síðunnar. Að sjálfsögðu luma þær á nokkrum góðum hugmyndum fyrir jólin. „Okkur er mikið í mun að gera eitthvað sem kostar helst ekki neitt án þess að slá af kröfum um útlit og gæði,“ segir Anna Lísa og sýnir meðal annars steyptan aðventurkrans. „Þetta er mjög auðvelt að búa til. Ég notaði gamalt kökuform, hrærði steypu og hellti í formið. Og, nei, það er ekkert mál,” segir hún aðspurð. „Maður kaupir bara steypu í byggingavöruverslun og hrærir henni saman með vatni í plastfötu.“ Anna Lísa ráðleggur fólki þó að smyrja mótið með matarol- íu áður en steypunni er hellt ofan í. „Svo er hægt að rúlla upp mjólkurfernum og stinga í steypuna til að gera holur fyrir kerti.“ Svona krans er ekki nema sólarhring að þorna og þá er hægt að taka hann úr mótinu og byrja að skreyta hann. Anna Lísa segir að sniðugt sé að leita á heimilinu, hvort þar sé ekki eitthvað sem megi nota til að skreyta með, til dæmis má nota einföld pipar- kökuform. Næst dregur hún fram krans sem búinn er til úr möffinspappa- formum „Þetta er einmitt ein hugmynd Aðventukrans sem var steyptur í gamalt kökumót. Hér er hann skreyttur með piparkökumótum. Engillinn er búinn til úr servíettupappír, vír, kreppappír og trékúlu.Jólakrans úr bollakökuformum sem hafa verið límd saman. Ingibjörg og Anna Lísa fá heilmikið af skemmti- legum hugmyndum.  Heim Handavinna jólaskraUt Okkur er mikið í mun að gera eitt- hvað sem kostar helst ekki neitt án þess að slá af kröfum um útlit og gæði. Nokkrar góðar hugmyndir Hráefni í aðventukransa og annað jólaskraut getur leynst víða á heimilinu og þarf ekki að kosta mikið. sem ég fann á netinu,“ segir Anna Lísa og lýsir því hvernig pappírsformin eru einfaldlega fest á hring. Hægt er að hengja kransinn upp eða láta hann liggja á borði og setja kerti í glasi í miðju hringsins. „Það er svo ótrúlega mikið af sniðugu hráefni á heimilinu sem hægt að er að nýta, jafnvel er hægt að nota eitthvað sem fólk notar aldrei eða ætlar að henda,“ skýtur Ingi- björg samstarfskona Önnu Lísu inní. Þær segjast alltaf vera að fá góðar hugmyndir sjálfar og hafi gaman af því að deila með öðrum. Anna Lísa finnur ekki bara hráefnið heima hjá sér heldur einnig allt í kringum sig, í fjörunni við Þorlákshöfn þar sem hún býr og víðar. „Ég fann eitt sinn ryðgað rör með gati og nota það núna sem kertastjaka úti á palli. Það er hægt að nýta ótrúlegustu hluti ef maður leyfir ímyndunaraflinu að ráða för.“ Kristín eva Þórhallsdóttir heimili@frettatiminn.is Jesústytta sem Anna Lísa bjó til með því að hella steypu í mót sem hún fékk í Litir og föndur. Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgar-svæðinu og Akureyri og í lausa- dreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.