Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Síða 75

Fréttatíminn - 25.11.2011, Síða 75
S íðastliðinn fimmtudag birtist grein eftir Baldur Kristjáns- son og Teit Atlason í Fréttatímanum undir yfirskriftinni Flóttamaður – Glæpa- maður. Teitur Atlason birti einnig pistil á bloggi sínu á dv.is 19. nóvember síðastliðinn þar sem lýst var eftir afdrifum tiltekinna hælisleitenda hérlend- is. Fagna ber að slíkir þungavigtarmenn í bloggheimi og á vegum Þjóðkirkjunnar skuli sýna málefninu áhuga og er ekki vanþörf á að fram fari umræða um þessi málefni og í reynd önnur mál er varða innflytjendur á Íslandi. Í grein þeirra Baldurs og Teits er vikið að aðstæðum hælisleit- enda í Reykjanesbæ og þær sagðar alræmdar, vísað er til þess að stað- setningin auki á einangrun, hafi verið valin vegna nálægðar við Keflavíkurflugvöll og þá er vísað til þess að maður sem þar dvaldi í sex ár hafi reynt að taka líf sitt. Innanríkisráðuneytið ákvarðar hvar vistun hælisleitenda er, en undirritaðri er ekki kunnugt hvað olli vali á staðsetningunni. Í um- ræðunni um þessi mál kemur oft fram að Reykjavík sé sá staður sem hælisleitendur eigi að búa á. Vert er að benda á að tæplega helmingur landsmanna býr utan höfuðborgarsvæðisins og býr því ekki í beinni nálægð við stjórnsýsl- una eða menninguna í höfuðborg- inni. Þjónustu og menningu er þó að finna í öðrum landshlutum og Reykjanesbær hefur verið vel í stakk búinn að taka við hælis- leitendum. Nálægðin við Reykja- vík er ótvírætt kostur. Á það er bent að ef til breytinga kemur á vistuninni er þjónustan útboðs- skyld og öll sveitarfélög geta tekið þátt í slíku útboði. Það er alls ekki sjálfgefið að Reykjavík yrði ofan á. Í Reykjanesbæ eru aðstæður góðar og starfsfólk félagsþjónust- unnar sinnir hælisleitendum af fagmennsku og alúð. Öllum hælis- leitendum er tryggt húsnæði, fæði, aðgangur að heilbrigðisþjónustu, sálfræðiaðstoð og afþreyingu. Þá fá barnafjölskyldur húsnæði við hæfi og börnum er tryggð skólaganga (leik-, grunn- eða framhaldsskóla). Hælisleitendur sem finna sér atvinnu geta fengið atvinnuleyfi og sjá sjálfir fyrir sér á meðan dvöl þeirra stendur. Enginn hefur dvalið á vegum Útlendinga- stofnunnar í sex ár í Reykjanesbæ. Hins vegar hafa einstaklingar sem farið hafa með mál sín fyrir dómstóla dvalið á Íslandi í svo langan tíma. Það er umhugs- unarefni hvort eðlilegt sé að löggjöfin bjóði upp á svo langan máls- meðferðartíma, en það er biðin sem reynist flestum hælisleitend- um erfiðust, ekki stað- setning dvalarstaðar. Í greininni er stað- hæft að köld laga- hyggja einkenni afstöðu íslenskra stjórnvalda í málum flóttamanna: ,,The computer says no“. Í bloggpistli Teits lýsir hann tilurð pistilsins þannig að hann hafi haft sam- band við Útlendingastofnun og spurst sérstaklega fyrir um mál pars frá Írak. Lýsing hans á sam- talinu er nokkuð raunsönn. Við hjá Útlendingastofnun erum bundin af ákvæðum laga um persónuvernd og ber að sýna þeim trúnað sem til okkar leita. Við gefum ekki upplýs- ingar um einstök mál til annarra en þeirra sem hafa fengið til þess heimild (að lögum eða með um- boði). Þegar í stofnunina hringir maður sem krefst upplýsinga um einstakling(a) án þess að hafa fyrr- greinda heimild og gefur jafnframt ekki upp ástæðu fyrir forvitni sinni þá hringja eðlilega viðvörunar- bjöllur. Sérstaklega í ljósi þess að hér er um að ræða fólk sem er að flýja aðstæður og heimkynni og vill af augljósum ástæðum ekki að gefið sé upp nokkuð um hagi þess án heimildar. Það er ánægjuefni að komast að því að tilgangurinn reyndist vera vilji til umræðu um málaflokkinn en það er mikil- vægt að umræðan byggist ekki á sleggjudómum út frá einstökum málum heldur sé horft yfir heildar- myndina og hugað að réttindum allra hælisleitenda og flóttamanna. Vonandi halda þeir Teitur og Baldur áfram að ræða málefni hælisleitenda og innflytjenda, það er vissulega engin vanþörf á. En gæta þarf þess að umræðan sé upplýst og málefnaleg. Til þess mun Útlendingastofnun ljá atbeina sinn ef eftir því verður leitað. viðhorf 39Helgin 25.-27. nóvember 2011 Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendinga- stofnunar Svar vegna greinaskrifa Um flóttamenn og afdrif þeirra 2011 árgerðir af bílum til kaups eða leigu á einstökum kjörum Við gerum betur! Sparaðu allt að 2 milljónum með kaupum á AVIS bíl Komdu og skoðaðu úrvalið í Knarrarvogi 2 S. 591 4000 avisbilar.is * Avis bílar eru nýskráðir vorið 2011 og eknir rúmlega 20.000 km. Kaupauki er í formi gjafakorts frá Íslandsbanka. verð nýrra bíla skv. verðupplýsingum frá bílaumboðum 10. nóv. VW Polo 1,2 TDI Diesel Nýr bíll: 2.580.000 kr. Avis bíll: 2.060.000 kr. Kaupauki: 150.000 kr. Þú sparar: 670.000 kr. Nissan Qashqai sjálfskiptur Nýr bíll: 5.440.000 kr. Avis bíll: 4.340.000 kr. Kaupauki: 200.000 kr. Þú sparar: 1.300.000 kr. Kia Cee’d Wagon 5 dr LX 1,6 Diesel, sjálfskiptur Nýr bíll: 3.797.000 kr. Avis bíll: 3.097.000 kr. Kaupauki: 150.000 kr. Þú sparar: 850.000 kr. Fólksbílar, skutbílar, jepplingar og jeppar. * * * E N N E M M / S IA • N M 48 87 6 Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgar- svæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bækl- ingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.